22.11.2008 | 22:25
Tóti tannálfur!
Já fyrsta tönnin mætti í hús í dag Ármann Snær kominn með fyrstu tönnina rétt rúmlega 4ra mánaða Hann er sem sagt mánuði á undan systur sinni í þessu. Ég lá uppi í rúmi með börnin þegar ég fann tönnin og hljóðaði auðvitað upp. Sótti skeið og lét klingja í henni svo þetta væri nú alveg á hreinu! Ingibjörgu fannst þetta æði og sagði að nú væri hann orðinn stór og gæti fengið morgunmat Sjáum nú til með það.
Erum búin að eiga náðugan dag. Heimir skellti útiseríunum upp í dag. Þá er seríu uppsetningum lokið þetta árið og bara jóladótið eftir. Það fer upp í vikunni. Við slepptum íþróttaskólanum því Ingibjörg var með hita í gær. Er svo búin að vera hress í dag og fékk að gista hjá ömmu sinni og afa í kvöld. Svo er spurning hvort hún verði hress í fyrramálið svo þær nöfnur geti farið í sunnudagaskólann.
Fór með börnin í myndatöku til Siggu Þrúðu um daginn. Ferlega flottar myndirnar. Skelli hér einni af tannálfinum. Þetta var með síðustu myndunum sem Sigga tók, hann var orðinn svooo þreyttur og var sko ekki sáttur að vera enn og aftur settur á magann á gæruna! Yndisleg þessa skeifa hans
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Bloggarar
- Auður
- Baddý hjúkka
- Elsa Sæný
- Frú Jóhanna
- Hrönnsa
- Olla Noregsbaun
- Stefán hversdags
- Steinunn Þóra
- Svanfríður valkyrja
Athugasemdir
Vá sá er snemma í því! Til hamingju með tönnina:) Patrekur var orðinn 9 mánaða þegar hann fékk fyrstu tönnina, en hann var kannski bara svona seinn;)
Ragna (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 01:42
Vá en gaman, innilega til hamingju! Myndin er dásamleg!
Júlía (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 13:29
Til hamingju með fyrstu tönnina, alltaf jafn spennandi þegar þér láta sjá sig. Hér er hins vegar ein sem er farin að örvænta og heldur að hún muni ALDREI missa tönn og fullyrðir að það séu allir í 1. bekk búinir að missa tönn nema hún!!!
Þessi skeifa er sko án efa sætasta skeifa sem ég hef séð
Við erum líka búin að setja upp allar seríur og það er svo yndislegt. VS er er alveg að tapa sér yfir seríunum og vill hafa seríur alls staðar!!
Brynja (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 20:51
Yndisleg mynd af litla snúð!
Heiða Árna (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 08:23
Nokkuð langt síðan ég hef kíkt hingað inn og síðan ég hef séð þig. Þetta er mjög sannfærandi skeifa hjá honum greyinu ;-) Sjáumst vonandi á piparkökudegi eða við jólatréið
kv. Hrönn
Hrönn Gríms (IP-tala skráð) 28.11.2008 kl. 11:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.