26.11.2008 | 21:58
...
Ingibjörg var hitalaus í gær svo hún fór á leikskólann í morgun. Reyndar ekki fyrr en um hálf 11 þar sem við (- Heimir) sváfum til að verða 10. Hrikalega notalegt svona þegar það er dimmt langt fram eftir morgni.
Tönn númer tvö er komin upp hjá drengnum spurning hvort hann verði með 2 eða 4 tennur um jólin. Já eða bara full tenntur
Ég er byrjuð að lesa bókina Áður en ég dey. Gat reddað mér henni, nennti ekki að bíða lengur eftir að hún yrði inni á bókasafninu. Hún er alltaf úti ásamt hinni bókinni sem mig langar svo að lesa. En já, er nokkuð ánægð með byrjunina.
Nóg að gera hjá okkur um helgina. Piparkökudagurinn á laugardaginn í leikskólanum ásamt því að kveikt verður á jólatrénu niðri í bæ. Á sunnudaginn verður svo sunnudagaskólinn og ætla ég að skella mér með þeim nöfnum, þar sem það er 1. í aðventu. Ohh já 1. í aðventu... yndislegt
Ég er búin að setja upp allt jólaskraut nema jólatréð. Óskaplega á ég mikið af jóladóti! Setti heilan helling aftur niður í kassa. Hugsa að ég eigi aldrei eftir að geta notað allt jólaskrautið fyrr en ég flyt í 300 fm hús. Í alvöru.
Ætla aðeins að læra. Góða nótt.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Bloggarar
- Auður
- Baddý hjúkka
- Elsa Sæný
- Frú Jóhanna
- Hrönnsa
- Olla Noregsbaun
- Stefán hversdags
- Steinunn Þóra
- Svanfríður valkyrja
Athugasemdir
Bíddu er ekki komið 1. í aðventu blogg???
Heiða Árna (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 08:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.