3.12.2008 | 00:51
Hitt & þetta
Það er svo týpískt að þegar maður á að vera að læra, þá finnur maður sér pottþétt eitthvað annað að gera í staðinn. Svoleiðis er það nú bara - alla vega hjá mér. Og ég er greinilega svo langt leidd að ég blogga frekar en að læra Ég er að klára leiðarbókina mína og ætla að reyna að skila henni í vikunni, það hlýtur að takast. Svo er það bara prófið 12. des.
Það var nóg að gera hjá okkur um helgina. Fórum á laugardaginn og bökuðum piparkökur í leikskólanum með Ingibjörgu. Það var æði! Ég var búin að hlakka svo til og Ingibjörg var alveg hæstánægð með að fara með foreldrum sínum í leikskólann. Við mamma fórum svo með hana í bilaðri snjókomu niður í bæ að sjá þegar kveikt var á jólatrénu. Voða skemmtilegt. Ingibjörg gerði sér lítið fyrir og skellti sér upp á svið með krökkum úr leikskólanum til að syngja. Kom mér mjööög á óvart - en þetta gat hún! Var með það á hreinu að hún myndi harðneita Jólasveinarnir komu auðvitað líka í bæinn. Þeir voru nú frekar svona í lélegri kantinum þetta árið, kunnu ekki jólalögin og héldu ekki lagi frekar en ég veit ekki hvað! Og svo til að kóróna það alveg, þá voru þeir ekki með nema örfáar mandarínur í poka handa öllum þessum börnum sem voru búin að bíða spennt. Ekki skemmtilegt það.
1. í aðventu var ljúfur. Nöfnurnar fóru saman í sunnudagaskólann og svo dvaldi Ingibjörg hjá ömmu sinni og afa þann daginn. Ég bakaði pizzusnúða - það telst til frétta, því ég hef aldrei verið dugleg að baka. Mér hefur aldrei þótt það skemmtilegt. Snúðarnir tókust hinsvegar svo vel að ég hugsa að ég eigi eftir að stunda þetta grimmt
Við ætluðum á jólahlaðborð næstu helgi, en við ákváðum að fresta því um viku. Förum því 12. des. Fínt að fara út að borða þegar prófið er búið - eins gott að mér gangi þá vel! Frostrósirnar eru hinsvegar á laugardaginn og ég er svooo spennt!! Það verður örugglega æðislegt.
Annars er svo stutt í jólin! Þau eru sko bara hinumegin við hornið. Alveg verður það yndislegt
Jæja ætli það sé ekki best að koma sér í bólið. Verð bara dugleg að læra á morgun - á morgun segir sá lati *hóst*
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Bloggarar
- Auður
- Baddý hjúkka
- Elsa Sæný
- Frú Jóhanna
- Hrönnsa
- Olla Noregsbaun
- Stefán hversdags
- Steinunn Þóra
- Svanfríður valkyrja
Athugasemdir
úff, ég er alveg í sama pakka - geri ALLT annað en að læra.
Smilla, 3.12.2008 kl. 02:18
Það er bætir samt eitthvað svo prófatímann að hafa annað til að hugsa um líka. Prófin í maí eru mun verri, sólin farin að láta sjá sig og maður situr bara svekktur inni yfir bókunum. Þá er nú betra að geta hent í smákökur í pásunum eða skreytt húsið, pásurnar mega bara ekki verða of langar ;)
Gangi þér vel með lærdóminn - öfunda þig ekki!!!
Heiða Árna (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 08:09
Þetta er eins og þegar rafmagnið fer þá ætlar maður að nota tímann til að ryksuga eða strauja!
Hulda Elma Guðmundsdóttir, 3.12.2008 kl. 12:41
Ertu ekki til í að deila uppskriftinni að pizzasnúðunum. Er að hugsa um að prófa á sunnudaginn:)
Johanna Helgadottir (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 20:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.