6.12.2008 | 00:54
Leiðarbók
- Hvað einkennir kennarastarfið - hvað einkennir góða kennara? 29. ágúst 2008.
Hver eru að þínum dómi megineinkenni góðrar kennslu? Geturðu bætt einhverju við umræðuna í upphafi námskeiðsins?
Það er margt sem einkennir góða kennslu og góðan kennara. Ef ég dreg saman þau atriði sem mér finnst einkenna góða kennslu eru það þessi:
- Áhugasamur kennari
- Ánægðir nemendur
- Áhugasamir nemendur
- Framfarir nemenda
- Virkir nemendur
- Góð stjórn
- Fjölbreyttar kennsluaðferðir
- Krefjandi verkefni
- Þægilegt andrúmsloft
Góður kennari þarf að mínu mati að hafa brennandi áhuga á því efni sem hann er að kenna og einnig að hafa áhuga á því að allur bekkurinn læri það sem hann er að kenna. Hann þarf því að hafa hæfileika til að ná að hrífa bekkinn með sér. Það segir sig sjálft að áhugasamur kennari skapar áhugasama nemendur. Þessi góði kennari þarf auðvitað líka að hafa góðan aga og setja skýr markmið svo að nemendurnir viti til hvers er ætlast af þeim. Þolinmæði er einnig eitthvað sem kennari þarf að eiga nóg af.
Góð samskipti milli kennara og nemenda gera kennslustundina góða. Kennari þarf að geta myndað jákvæð tengsl við nemendur sína, verið leiðtogi um leið og vinur þeirra. Við vitum að nemendur geta verið mjög fljótir að finna veika punkta hjá kennaranum og stundum held ég að "örlög" kennarans ráðist hreinlega af fyrstu kennslustundunum með bekknum. Þ.e. ef hann nær ekki strax að verða leiðtogi í hópnum og nota jákvæðan aga, þá getur hann átt erfitt með framhaldið. Góður kennari þarf alltaf að hafa velgengni nemandans í fyrirrúmi, hafa metnað sem síðan skilar sér í metnaði nemandans til góðra verka.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Bloggarar
- Auður
- Baddý hjúkka
- Elsa Sæný
- Frú Jóhanna
- Hrönnsa
- Olla Noregsbaun
- Stefán hversdags
- Steinunn Þóra
- Svanfríður valkyrja
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.