Leita í fréttum mbl.is

Blogg frá mér :)

Jæja er ekki um að gera að henda inn eins og einni færslu svona á þessum síðustu dögum ársins? Er nú búin að setjast niður nokkur kvöldin til að skrifa hér en hef alltaf endað á facebook flandri. Meiri tímaþjófurinn!!

Annars er allt gott að frétta af okkur. Jólin voru auðvitað yndisleg. Ingibjörg var ánægð í pakkaflóðinu og tók upp allar gjafir bróður síns ásamt sínum. Óskaplega skemmtilegt allt saman. Hún hefur verið alveg í essinu sínu allan desembermánuðinn, syngur jólalögin hástöfum og var auðvitað hrikalega spennt yfir jólasveinunum. Þetta er svo skemmtilegt allt saman Wink

Ég fékk auðvitað hann Arnald og Yrsu í jólagjöf. Alveg eru þau ómissandi svona á jólunum. Ég byrjaði á að lesa Yrsu og er hún alveg mögnuð.

Ármann Snær dafnar vel. Kominn með fjórar tennur og er svo kátur. Alveg yndislegur. Styttist í að hann verði 6 mánaða og þá fær hann að borða, ætli það verði ekki bara upp á dag, 16. janúar. Það eru allir fjölskyldumeðlimir mjög spenntir yfir því og verða sjálfsagt allir viðstaddir fyrstu grautarskeiðina Tounge Fór með hann í skoðun 19. des og þá var hann orðinn 9,2 kg og 70,5 cm. Svooo flottur! Eitthvað eru fellingarnar nú að minnka á honum en hann er ekkert illa haldinn Smile Þarf bara ekki lengur að drekka svona ört eins og hann þurfti.

Set hér inn eina mynd af þeim systkinunum við jólatréð. Ingibjörg var alveg að gefast upp á drengnum sem snéri sér á alla kanta til að ná í pakkana! Endaði með því að halda við höfuðið á honum svo að hann myndi horfa í myndavélina Grin 

jólin 042

Nú er ég að spá í að horfa á Brothers & sisters og fitja upp á Ragg sokkum handa Ingibjörgu. Góða nótt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég var einmitt að hugsa með fötin - þýðir nokkuð að senda ykkur föt af Friðgeir?

Ég gafst upp á Brothers & sisters, þvílíkt bull þessi þættir.

Gott að fá blogg frá þér, ég hef varla kveikt á tölvu öll jólin enda fjölskyldumeðlimirnir allir búnir að fá nóg af mömmu í tölvunni.

Júlía (IP-tala skráð) 30.12.2008 kl. 07:50

2 identicon

Fín mynd af þeim og hún flott að halda bara um höfuðið á honum:) En hvað eru Ragg sokkar?

Svanfríður (IP-tala skráð) 30.12.2008 kl. 15:03

3 Smámynd: Úrsúla Manda

Heyrðu það er garn sem heitir Ragg, og það kemur munstur sjálfkrafa þegar maður prjónar  Skiluru?

Úrsúla Manda , 30.12.2008 kl. 16:51

4 Smámynd: Smilla

ég heimta mynd af ragg sokkunum...verð að sjá hvort þú getur haft þá þannig að þeir séu ekki 100% eins

Smilla, 30.12.2008 kl. 19:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Úrsúla Manda
Úrsúla Manda

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband