Leita í fréttum mbl.is

Glimmer - arghh!

Var að skoða öll jólakortin sem við fjölskyldan fengum í ár. Það er svo gaman. Mér finnst svo magnað þegar stendur "Elsku Úrsúla Manda, Heimir Snær og börn". Og BÖRN - það finnst mér hljóma mjög fullorðins Grin Ætli það þýði ekki bara að ég sé orðin fullorðin... svona ef ég skyldi hafa verið í vafa. 

Þeim fjölgar "bréfunum" sem maður fær, það er svolítið sniðugt. Gera svona stuttan annál þar sem stiklað er á stóru hvað á daga fjölskyldunnar hefur drifið síðastliðið ár. Hugsa að ég eigi einhvern tímann eftir að gera þetta, svona þegar börnin eru farin að gera eitthvað meira en að vera í leikskóla og á brjósti Wink

Ég gæti hinsvegar bilast yfir glimmerinu sem stundum er í jólakortum! Hvað er málið? Þetta er ekki fallegt! Ég þvoði mér um hendurnar þegar ég var búin að fara yfir bunkann, en þegar ég leit svo í spegil og sá glitra í andlitinu á mér, fór ég í sturtu. Ekki skánaði það þegar úr sturtunni kom og ég sá glimmer í sófanum! Það var því lítið annað að gera en að ná í ryksuguna. Þetta er svo mikill viðbjóður að það er engu lagi líkt, þetta er allstaðar! Ég hef reyndar orðið varann á mér þegar ég opna jólakortin, opna umslagið og kíki ofan í hvort líklegt sé að það sé glimmer á kortinu. Ef svo er næ ég í einnota hanska og opna kortið yfir vaskinum. Já það er ekkert grín að vera með glimmer fóbíu.

Heimir er enn í vinnunni og börnin auðvitað sofnuð. Þetta þýðir það að ég fer ekki upp í rúm til að lesa Yrsu. Ég bara get ekki lesið hana þegar ég er "ein" heima. Það er þó skárra þó Heimir sé sofandi við hliðina á mér, ég get þá skriðið undir sængina og hjúfrað mig upp að honum svona þegar ónotatilfinningin nær algjörlega tökum á mér Crying Hef bara ekki oft upplifað svona tilfinningu við lestur einnar bókar, svei mér þá. Ég fer þá bara að glápa á eitthvað í tölvunni þangað til hann kemur heim.

- Það er ekki auðskorið úr því hver er gæfumaður. Oft leynist gæfa í ógæfulíki og ógæfa í gæfulíki.

Sigurður Guðmundsson skólameistari.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Smilla

Þú hefðir átt að sjá áramótadúkinn sem hún móðir mín kær hafði á borðstofuborðinu. Við settumst öll við borðið, flest svartklædd en stóðum upp gull-lituð! Það var bókstaflega glimmer ALLS STAÐAR!!! Strax eftir matinn var fólk með glimmer á andlitinu...m.a.s. augnlokinu, í hárinu, bakinu og á skónum. Ég var ekkert sérstaklega hrifin af glimmeri akkúrat þá - en það er klárlega lykilatriði að eiga almennilega ryksugu!

Smilla, 6.1.2009 kl. 03:05

2 Smámynd: Úrsúla Manda

Guð minn góður... ég hefði ekki getað setið við borðið! Hefði borðað ein inn í stofu

Úrsúla Manda , 6.1.2009 kl. 17:20

3 identicon

Þú ert yndisleg

Ragnhildur nágranni (IP-tala skráð) 7.1.2009 kl. 15:38

4 identicon

Tíhí glimmerfóbía :)

Sunna (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 00:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Úrsúla Manda
Úrsúla Manda

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband