Leita í fréttum mbl.is

Gelding!

Já hún fer fram klukkan 11 á morgun. Mig er nú farið að kvíða fyrir. Búið að hræða mig með allskonar sögum um hvernig kettir verða eftir svæfingu. Vona bara að Leó standi þetta ágætlega af sér. Er búin að taka til handklæði og annað til að hafa bæði undir honum og ofan á. Vona bara að hann æli ekki - gæti dílað við drullu, en helst ekki ælu... kattarælu! Annars er spurning um að Heimir taki sér frí eftir hádegi til að aðstoða mig í þessu Wink Ég er búin að kaupa silungapaté til að gefa Leó þegar við komum heim. Æjj greyið litla, ég dauðvorkenni honum. Ljósið í myrkrinu er þó að hann fer ekki illalyktandi í þessa aðgerð, nei Ingibjörg bar á hann bodylotion!! Grin 

Eitt svona í lokin... ætla að benda ykkur á að þegar ég hef ekki bloggað í X langan tíma, þá commenta hinir og þessir um að ég verði nú að fara að blogga. Einnig er ég spurð út í búð hvað sé eiginlega í gangi með mig, hvort ég sé bara hætt og fleira í þeim dúr. Nú hef ég bloggað 6 daga af þessum 8 dögum sem liðnir eru af árinu og enn hefur ekki eitt comment komið frá þessum manneskjum! Tussist (í boði Þóreyjar) nú til að kvitta!! Say no more... en takið það til sín sem eiga það Devil

- Eitt kærleiksorð getur sálir til himins borið.

Davíð Stefánsson frá Fagraskógi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Smilla

Held að kettir verði yfirleitt bara slappir og "linir" eftir svona svæfingu. Þekki enga kisu sem hefur ælt...ennþá a.m.k.

URG...sammála þér með þessi comment. Maður fær fullt af skilaboðum á MSN en að fólk kvitti þá þegar maður bloggar....neeeeeeeiiii!! 

Smilla, 8.1.2009 kl. 23:25

2 identicon

Búin að standa þig vel á nýju ári í blogginu ;)

Heiða Árna (IP-tala skráð) 9.1.2009 kl. 08:25

3 identicon

Ég verð víst að játa þá sök á mig að kíkja alltaf öðru hvoru við en kvitta mjög sjaldan.

En gleðilegt ár og vonandi gekk vel með köttinn.

Steinunn Þóra (IP-tala skráð) 9.1.2009 kl. 13:15

4 Smámynd: Stella Rán

Það er ekki lykt af hundaælu, veit bara hreinlega ekki með kattarælu!

Stella Rán, 9.1.2009 kl. 17:54

5 identicon

Vona að allt hafi gengið vel í geldingunni

Brynja (IP-tala skráð) 9.1.2009 kl. 21:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Úrsúla Manda
Úrsúla Manda

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband