11.1.2009 | 23:19
Grautamál
Nú fær litli herramaðurinn hér á bæ að borða næsta föstudag. Mikil spenna í gangi get ég sagt ykkur, og stakk Ingibjörg upp á að við yrðum í kjólum í tilefni þess Ég er búin að vera að skoða grautategundir og held að ég kaupi Holle. Hann er lífrænt ræktaður og sykurlaus. Líst vel á hann. Tennur númer 5 og 6 hjá drengnum ryðjast niður núna - bara örlítil himna fyrir og þá eru þær komnar í gegn. Sá er duglegur í þessum málum. Svo fyndið hvað þau breytast þegar efri framtennurnar eru komnar... æji þetta er allt svo yndislegt og skemmtilegt
Set hér inn eina mynd af okkur Leó. Þetta er semsagt að kvöldi "aðgerðardagsins", hann náði að skríða upp í fangið á mömmu sinni þar sem honum finnst jú best að vera.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur hið sama;
en orðstír
deyr aldregi
hveim er sér góðan getur.
Hávamál.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Bloggarar
- Auður
- Baddý hjúkka
- Elsa Sæný
- Frú Jóhanna
- Hrönnsa
- Olla Noregsbaun
- Stefán hversdags
- Steinunn Þóra
- Svanfríður valkyrja
Athugasemdir
Ekki spurning þið smellið ykkur í kjól Litli karl er æði með tennurnar, sætasti tannálfurinn Spurning að gefa honum bara kjöt og kartöflur, nóg er að tönnum.
Kv.Sunna
Sunna (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 00:28
juminn, aumingja litla lúsin hann Leó að þurfa að standa í þessu. Greinilega búinn að koma sér VEL fyrir hjá þér
Smilla, 12.1.2009 kl. 02:30
Hæhæ, heyrðu, ég var að skipta um kjörsvið, er komin á yngsta stigið og er núna að taka aðferðafræði, listir og barnamenning og svo stærðfræði fyrir yngsta stigið... mjög spennó eitthvað - sérstaklega spennt fyrir aðferðafræðinni...
hafðu það gott og við sjáumst...
Bjarney Hallgrímsdóttir, 12.1.2009 kl. 08:08
Einhvern veginn hef ég á tilfinningunni að drengurinn eigi eftir að gúffa í sig grautnum :) Spennandi...
Ég man ennþá eftir því þegar Árni Veigar fékk graut, tæplega 5 mánaða og var alltaf að vekja mig á nóttunni, þannig að þetta var einhver tilraun til að láta hann sofa betur. Hann elskaði alveg grautinn og var svo ákafur að ég gat ekki stoppað eftir 3 skeiðar, held þær hafi frekar orðið svona ca. 10 ....en hann svaf samt ekki betur fyrr en eftir nokkra mánuði hehehehhe!
Heiða Árna (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 08:13
En spennandi :-)
Mér sýnist nú bara Leó vera búinn að stela staðnum hans Ármanns og súpar af brjóstunum hahaha.. þessi mynd er bara alveg eins og þú sért að gefa honum brjóst! Leó tekur við af Ármanni Snæ...
Jóhanna Smára (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 12:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.