16.1.2009 | 23:45
Nammi namm =)
Ó já drengurinn var sko hrifinn af grautnum við mæðgur skiptumst á að skófla upp í hann og Ingibjörg auðvitað dressuð í kjól! Það var alveg yndislegt að fylgjast með þessu, hann iðaði allur, greip í skeiðina og vissi svo varla hvað hann átti að gera við þetta gums sem var komið upp í hann Bara gaman. Þetta var auðvitað myndað í bak og fyrir, bæði á myndavél og upptökuvél.
Annars er þessi elska 6 mánaða í dag og er orðinn 9,5 kg og 72 cm. Fékk fína skoðun hjá doksanum og svo rétt rumdi í honum við sprautuna. Er með það á hreinu að þetta verður hörkutól - rétt eins og móðirin *hóst*
Og ekki nóg með að í dag hafi verið fyrsti grauturinn, heldur fór ég líka og sótti um fyrir hann á leikskólanum! Ó já - today is the day
Fyrsta skeiðin - allir lifa sig vel inn í þetta
Og þá var komið að Ingibjörgu að gefa bróður sínum. Og jájá ég enn með opinn munninn
"Svona drífið nú í þessu!!"
Nammi nammi namm - litli grautastrákur
Vona að ykkur hafa þótt þetta jafn skemmtilegar myndir og mér Eigi þið góða helgi.
- Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt.
Einar Benediktsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Bloggarar
- Auður
- Baddý hjúkka
- Elsa Sæný
- Frú Jóhanna
- Hrönnsa
- Olla Noregsbaun
- Stefán hversdags
- Steinunn Þóra
- Svanfríður valkyrja
Athugasemdir
Steinunn Þóra (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 08:37
Þetta eru æðilsegar myndir. Ingibjörg að sjálfsögðu í kjóll þetta er stór áfangi í lífi litla bróður hún er æði.. En frábærar myndir maður lifir sig alveg inn í þær. Flott myndin af Ingibjörgu frá siggu þrúðu alveg kominn í sinn heim..
Kveðja
Sigga Magga (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 09:50
Skemmtilegar myndir. Gaman að sjá hvað hann virðist hrifinn af grautnum - eða skeiðinni? :)
Dagbjört (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 14:23
Þetta er BARA yndislegt! Ekki síður gaman að sjá munnsvipinn á þér á meðan (ég geri þetta líka).
Jóhanna (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 20:08
Til hamingju með hálfs árs afmælið, tíminn flýgur áfram. Skemmtilegar myndir, greinilegt að litla karlinum fannst þetta gott
kv.Sunna
Sunna (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 00:46
Takk fyrir skilaboðin, Úrsúla :)
Gaman að sjá myndirnar hjá þér, jiminn hvað tíminn flýýýgur...!!!
Knús, S.
SigrúnSveitó, 19.1.2009 kl. 07:50
Alveg magnað...
Heiða Árna (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 13:48
Jáhá þú segir nokkuð, sé að þú hefur alveg tíma til að taka fleiri fög í skólanum, hér á bæ gleymist að segja frá því að fyrsta tönnin fannst fyrir nokkru :-S
Júlía (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 08:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.