Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007

Notalegt

1. nóv í fyrra kom fyrsti snjórinn þann veturinn. Það virðist hinsvegar ekkert bóla á snjónum eins og staðan er í dag. Þvílíka blíðan búin að vera, sól og 16 stiga hiti.

Enn ein rólegheita helgin liðin. Við ætluðum bæði að vera svo dugleg að læra, en það fór nú eitthvað lítið fyrir því. Við grilluðum í kvöld. Svínakjöt handa mér og íslenskar lambakótelettur fyrir húsbóndann. Ingibjörg fékk auðvitað bæði. Mikið svakalega finnst mér lambakjöt ógeðslegt. Hreinasti viðbjóður! Og lyktin... svona fituvibbafíla! Gæti hreinlega ælt Sick 

Útijólaserían var sett upp í dag. Kemur vel út. Í gær setti ég svo upp seríu í herberginu hennar Ingibjargar og inni í svefnherbergi. Ég gat bara ekki hætt þegar ég var búin að setja upp eina, var næstum því búin að ráðast á alla gluggana í íbúðinni. En ég ætla að bíða eftir næstu helgi. Þá fer Nov 063ALLT jólaskraut upp Smile Hér er mynd af svefnherbergisglugganum, vil hafa marglita seríu þar því ég elska birtuna frá þeim. Það er svo kósý að vera undir sæng og sjá litina koma undan gardínunum Heart

Þórey, límmiðarnir komu í dag. Þúsund þakkir enn og aftur. Hrökk reyndar í kút þegar ég sá að þeir voru silfraðir, en lyklaborðið hlýtur að vera silfrað... ég treysti þér Wink Nú vantar bara tölvuna, jiii hvað ég hlakka til! Bara 10 dagar í hana.

Gullkorn dagsins:

Þið eigið að gleðjast yfir lífinu á hverjum degi; ekki að slá því á frest, þar til hann er orðinn að fortíð, að uppgötva að þetta voru yndislegar stundir! Treystið ekki á hamingju ókominna daga. Því eldri sem maður verður þeim mun betur finnur maður að það að njóta andartaksins er náð, gjöf gulli betri.

María Curie


Jólaskraut og bækur

Fjölskyldan fór niður í geymslu áðan til að taka til og sækja jólaskrautið. Jamm, jólaskrautið er komið hingað upp og ég er búin að fara í gengum það. Ohh ég elska þennan tíma! (Svona ef það skyldi hafa farið framhjá ykkur). Ég ætla samt ekki að skreyta núna, ætla að reyna að geyma það fram að næstu helgi. Ég ætla samt núna að setja útiseríuna upp og jafnvel 1-2 seríur í glugga. Mér finnst það allt í lagi, er ekkert svo snemma í því. Næsta helgi verður svo alveg kjörin til allsherjar skreytingar. 

Óhætt að segja að ég sé afar spennt fyrir nýju bókinni hans Arnalds Indriða, Harðskafi. Ætla pottþétt að fá hana í jólagjöf. Verð svo að finna mér aðra bók til að fá í jólagjöf, verð að fá tvær. Er Yrsa Sigurðardóttir ekkert að koma með bók fyrir jólin, viti þið það? Annars er hún mjög góð bókin hans Ólafs Jóhanns sem ég er að lesa núna, Slóð fiðrildanna. Hann er alveg magnaður höfundur. Skrítið að ég skuli ekki fyrir löngu hafa dottið í hann, en sumt tekur tíma. Maður þarf nefnilega að vera viss stemmdur finnst mér fyrir ýmsum höfundum. Fyrir nokkrum árum gerði ég tilraun að lesa bók eftir hann, gafst upp og var bara engan veginn að fíla hann. En maður þroskast víst með árunum Wink

Það brutust út mikil fagnaðarlæti hér hjá okkur mæðgum rétt fyrir 10 í kvöld. Lai og Mie eru dottin út úr Vild med Dans!! Wizard Mikið rosalega var ég ánægð!! Veit að fjölskyldan á Engvej steig einnig villtan dans þegar úrslitin voru kunngjörð. Eftir eru þá þrjú pör og því tveir þættir eftir af þessari seríu. Svakalega skemmtilegir þættir!  

Gullkorn dagsins:

Karlar setja lög - en konur móta almenningsálitið.

Leó Tolstoj


...

Ussuss nýjasta serían af ER er roooosaleg! Ég ætla ekki að segja meira því ég veit að heima á Íslandi eru þið einni seríu á eftir. Sko mig, kjaftaði ekki frá neinu núna Wink

Annars nenni ég ekki að blogga neitt núna, er bæði þreytt og andlaus. Ingibjörg á frí á morgun, það er starfsdagur hjá pædigounum. Mér finnst því vera hálfgerður föstudagur í dag. Hlakka þó til á morgun, pizza og Vild með dans! Tounge

Ætla uppí rúm, góða nótt. 

Gullkorn dagsins:

Hættur allsgnægtanna eru viðsjálli en hættur vöntunarinnar. Þær læðast að okkur. En vöntunin skapar drauminn og draumurinn er efniviður allra framtíðardáða. Þar sem draumurinn hverfur og eltingaleikur við stundargaman og stundarþægindin kemur í staðinn er framtíðin í hættu.

Þórarinn Björnsson skólameistari


« Fyrri síða

Höfundur

Úrsúla Manda
Úrsúla Manda

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband