Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, september 2007

Ísland - fagra Ísland

Ég ligg hér uppi í rúmi í Vogunum með tölvuna mína. það væsir sko ekki um mann hérna. Kveðjustund og flugferð gengu vel. Ingibjörg var svo dugleg, grét ekkert, bara knúsaði og kyssti mig nokkrum sinnum og vinkaði mér svo bless. Guði sé lof, veit ekki hvað ég hefði gert ef hún hefði látið öllum illum látum. (Jú sennilega hætt við!) Svo þetta auðveldaði kveðjustundina mikið. Ég talaði svo við hana í morgun og var hún bara hin hressasta. Heimir sagði að hún hefði verið að spyrja um mig, og segði svo: mamma úti Smile Vonandi gengur þetta svona vel út vikuna.

Já kjúklingarétturinn stelpur. Hann er sko mjög einfaldur skal ég ykkur segja. Ég fékk þessa uppskrift í sumar hjá einni sem vinnur á sjúkrahúsinu. Ég hafði aldrei heyrt um þennan rétt, en allir aðrir virtust kannast við hann, þannig að kannski er þetta bara gamall réttur fyrir ykkur Smile En hér er uppskriftin:

50g smjörlíki (ég set alltaf aðeins meira)
200g brúnn púðursykur
2dl apríkósumarmelaði
2dl barbeque sósa (venjuleg)
1 peli rjómi

Þetta er allt brætt saman í potti, leyfa þessu aðeins að malla svo að marmelaðið leysist vel upp. Nú svo er kjúklingurinn. Ég sker niður kjúklingabringur, léttsteiki þær á pönnu, set þær svo í eldfast mót og helli gumsinu yfir og inn í ofn í ca. 30-45  mín. Og þar sem ég elska ost, þá finnst mér æði að setja ost yfir þetta Tounge bara gott!! Svo er auðvitað líka hægt að rífa utan af heilum steiktum kjúkling. Mér finnst bringurnar bara svo rosalega góðar í þetta, og þær eru auðvitað nánast gefins í Danmörku.

Með þessu borðum við alltaf hrísgrjón og Avocado salat. Uppskriftin af því er:

1 avocado skorinn í bita
2 tómatar skornir í bita
Rauðlaukur eftir smekk
Safi úr hálfri sítrónu
Í lokin er svo settur fetaostur og smá af olíunni af honum, ásamt slettu af Balsamic olíu.
þetta er alveg rosalega gott og ferskt salat og passar vel með þessum rétti. Bon Appetit Wink

Læt þetta gott heita í bili. Skóli á morgun, reyndar ekki fyrr en klukkan 10:30, ljúft. Byrjar á kynningu á kjörsviðunum. Núna hinsvegar ætla ég að reyna að læra smá og leggja mig svo... maður hefur það sko ljúft á sunnudegi hér í sveitinni Wink


Tilbúin

Má eiginlega segja að ég sé bara tilbúin til brottfarar. Eina sem er eftir er að pakka tölvunni niður. Og þar sem ég veit að þið eruð ægilega spennt að vita hvernig farangurinn er, þá er ég með innan við 20 kg!! Best að endurtaka þetta... INNAN VIÐ 20KG!! Cool Mitt dót er bara hálf taskan og restin eru gjafir. Ég veit hinsvegar að ég verð með yfirvigt þegar ég kem tilbaka. Fiskur og hreindýr eru víst ekki mjög létt. En isss þetta reddast allt saman Wink 

Er auðvitað komin með í magann yfir að kveðja þau feðginin, en svoleiðis er það bara. Lítið hægt að gera í því annað enn að gráta Crying

En jæja, ég ætla að fara að laga matinn. Ætla að gera góða kjúklingaréttinn með púðursykrinum og því, en við erum gjörsamlega með æði fyrir honum. Borðum öll á okkur gat (göt) af þessum mat.

Ég kveð í bili, og læt "heyra" í mér frá Íslandinu góða. Farvel! 


Versla, versla...

Fór í Fields í dag. Var í H&M í 2 og hálfan klukkutíma, ægilega gaman Smile Ég fór í þeim erindagjörðum að versla afmælisgjafir og annað sem ég tek með mér til Íslands, og að kaupa smotterí fyrir Júlíu Rós. Ég gekk klifjuð út úr Fields, aldrei þessu vant *hóst*. Ég ætlaði ekkert að kaupa á Ingibjörgu,  aðeins að kíkja á útifatnað á hana, en gerði nú gott betur en það. Keypti náttkjól, tvennar buxur, þrenna boli, nærföt, inniskó og fleira í þeim dúr. Manni er bara ekki viðbjargandi þegar þarna inn er komið... það er bara svoleiðis og ekkert við því að gera Whistling En já ég keypti Sept 203sem sagt snjógalla á dömuna sem mamma og pabbi gefa henni. Ægilega fínn galli. Vil jafnframt benda ykkur á það að ég valdi BRÚNAR buxur við úlpuna, en það voru líka til bleikar! Og já ef út í það er farið, að þá var líka til alveg bleik úlpa, en ég valdi þessa í staðinn!! Myndi sko aldeilis segja að ég væri að koma til í (úr) bleika litnum Wink

Síðan ég kom út hef ég ekki dottið niður í neina danska þætti. Öðru hvoru hef ég reyndar horft á Önnu Phil en annars ekkert. En fyrir þremur vikum síðan fylgdist ég með fyrsta þættinum af Vild með dans... og þá er bara ekki aftur snúið. Ferlega skemmtilegir dansþættir þar sem eitt par dettur út í hverjum þætti. Við Ingibjörg fylgjumst með þessu afar spenntar og klöppum vel og lengi eftir hvert dansatriði Smile Mitt uppáhaldspar er handboltastrákurinn og danskonan. Hann er bara eitthvað svo æðislegur!

Ég er að lesa bókina Aldingarðurinn eftir Ólaf Jóhann. Ég var búin að dæma hana glataða áður en ég byrjaði, þar sem þetta eru allt saman smásögur og ekkert tengdar. En annað kom á daginn. Finnst þessi bók alveg ferlega skemmtileg og frábært að maðurinn skuli geta skrifað svona margar góðar stuttar sögur. Ég mæli með henni. Í þeim skrifuðu orðum ætla ég að koma mér í rúmið að lesa.

Gullkorn dagsins:

Jörðin er allt og miklu meira en nóg ef mennirnir kynnu að lifa...

Hannes Pétursson


Mamman

Ég varð að setja þetta hérna, fékk þetta frá einni vinkonu minni. Algjör snilld Grin

 

SKOÐANIR BARNA Á MÖMMUM

-Hvers vegna bjó Guð til mömmur?

Hún er sú eina sem veit hvar plásturinn er geymdur.

Aðallega til að þrífa húsið.

Til að hjálpa okkur að fæðast.

 

-Hvernig bjó Guð til mömmur?

Hann notaði súlu svona eins og er í okkur flestum.

Töfraefni og fullt af garni.

Guð bjó til mömmu alveg eins og mig bara með stærri hlutum.

 

Úr hverju eru mömmur búnar til?

Guð bjó til mömmur úr skýjum, englahári og öllu góðu í heiminum og pínu slæmu.

Það varð að byrja með rifbeini úr manninum og svo fullt af garni held ég.

 

-Af hverju gaf Guð þér þína mömmu en ekki einhverja aðra mömmu?

Við erum skyld!!

Guð vissi að henni líkaði miklu betur við mig en annarra manna mömmum.

 

-Hvernig var mamma þín þegar hún var lítil stelpa?

Mamma var alltaf mamma mín og ekkert annað bull!!!

Ég veit það ekki af því ég var ekki þar, en held hún hafi verið ansi stjórnsöm.

Þeir segja að hún hafi verið nokkuð þæg!

 

-Hvað þurfti mamma þín að vita um pabba þinn áður en þau giftust?

Eftirnafnið hans.

Hún þurfti að vita um fortíðina hans, ef hann var þjófur.  

Eða hvort hann var fullur af bjór.

Hvort hann átti milljón!

Hvort hann sagði NEI við eiturlyfjum og JÁ við heimilisstörfum.

 

-Af hverju giftist mamma þín pabba þínum?

Pabbi býr til heimsins besta spaghettí og mamma borðar mikið!

Hún varð of gömul til að gera eitthvað annað við hann!

Amma segir að mamma hafi ekki hugsað ....

 

-Hver ræður heima hjá þér?

Mamma vill ekki ráða en pabbi gerir svo mikið bull og vitleysu.

Mamma, maður sér það þegar hún ætlar að gá hvort ég sé búin að taka til. Hún sér það sem  ég faldi undir rúminu.

Ég held að það sé mamma en bara af því að hún hefur miklu meira að gera en pabbi.

 

-Hver er munurinn á mömmum og pöbbum?

Mamma vinnur í vinnunni og vinnur heima pabbi vinnur bara í vinnunni.

Mömmur kunna að tala við kennara án þess að hræða þá, og þú þarft að spyrja hana hvort þú megir sofa hjá vinum þínum...

 

-Hvað gerir mamma þegar hún á frí?

Mömmur fá ekki frí !!!

Hún segist þurfa að borga reikninga allan daginn.

 

-Hvað þarf mamma þín til að vera fullkomin?

Að innan er hún fullkomin að utan, ég held, kannski lýtaaðgerð.

Megrunarkúr.

Þú veist, hárið.  Kannski lita það blátt.

 

-Ef þú ættir að breyta einhverju við mömmu þína hvað væri það?

Hún er búin að ákveða að herbergið mitt eigi að vera hreint.  Ég mundi breyta því.

Ég mundi gera hana klárari. Þá mundi hún vita að það var systir mín sem gerði það en ekki ég.

Ég vildi óska að hún hefði ekki augu í hnakkanum


Rigning

Í gær var 25 stiga hiti og sól og blíða, það var alveg draumaveður! Í dag er hinsvegar rigning og 15 stiga hiti. Ég sem hélt að sumarið væri bara komið aftur. En það er reyndar búið að vera mjög ljúft veður í allt haust, og nú er bara að koma október. Já tíminn flýgur, sléttir 90 dagar til jóla Wink

Heimir er ekki í skólanum í dag, svo hann hjólaði með Ingibjörgu á leikskólann. Sem betur fer, ég veit ekkert leiðinlegra en að hjóla í rigningu! Hata það eiginlega! Ég verð alveg vitlaus í skapinu, þoli ekki að vera öll rennandi blaut og svo skítkalt þegar maður kemur inn! Ég á líka engar regnbuxur, bara efra stykkið. Verð að kaupa mér almennilegan regngalla, fann engan í Fields um daginn, spurning hvort ég finni þetta ekki bara heima á Íslandi. 

Já aðeins 4 dagar í brottför. Mig hlakkar til en kvíðir líka fyrir... eins og alltaf! það verður skrítið að skilja feðginin eftir í öðru landi! 

Jæja, ég ætla að stökkva í Super Brugsen og versla aðeins. það var svaka tilboð á sprittkertum og svo alveg risastór, geggjuð lukt á tilboði líka. Sé hana alveg fyrir mér hérna úti á svölum, svo ég hugsa að ég verði bara að kaupa hana Tounge Svo er bara stefnan tekin á lærdóminn, þarf að gera eitthvað viðbjóðslega leiðinlegt verkefni í efnisleit. Veit eiginlega ekki almennilega hvað það er sem ég á gera, en ég kemst að því.

Sept 196 Hér er Ingibjörg í rólegheitum í morgun, undir teppi með selinn sinn og alveg dáleidd að horfa á Disney show! Gerist bara ekki betra Smile

Gullkorn dagsins:

Takið kærleikann burt - og heimur okkar verður gröf.

Róbert Browning


Ísland

Já eftir viku verð ég komin til Íslands. Fer á laugardaginn og kem svo út aftur viku seinna. Er að koma í staðlotu nr. 2 á þessari önn en staðlotan er frá 1.-5.okt. Ég mun verða í góðu yfirlæti í Vogunum hjá Júlíu Rós og Hermanni. Hef hugsað mér að vera ekki eins og útspýtt hundskinn um allar trissur eins og ég var í síðustu ferð. Ætla að hitta Heiðu mín, eyða einum degi með Sigurlaugu og segja það svo bara gott. Jú svo mun auðvitað verða huggulegt kvöld með þeim systrum Júlíu og Kristjönu... vonandi allavega.

Það er nóg að gera í skólanum. Stanslaus verkefnaskil og það verður nóg núna næstu viku, fyrir staðlotuna. Gleymdi reyndar að segja ykkur, að ég skilaði fyrsta verkefninu í KHÍ um daginn og fékk 9,5!! Cool Hoppaði hæð mína, því ég var svo viss um að ég fengi 6 og þyrfti að gera það aftur. Held ég geti alveg þakkað honum Smára Geirssyni fyrir alla þá kennslu sem hann kenndi mér í sambandi við ritgerðir og ritgerðasmíð. Smári er auðvitað einn besti kennari sem fyrirfinnst. Alveg frábær... "Er þetta sæmilega skýrt?" Grin Nú er ég á fullu að gera Hugarkort sem ég á að skila á morgun. Þetta geri ég í gegnum forrit sem heitir MindManager. Alveg hrikalega skemmtilegt. Þetta gengur hinsvegar frekar hægt hjá mér því ég gjörsamlega gleymi mér í allskonar fítusum og er stanslaust að breyta útlitinu! En ég hef tíma til miðnættis á morgun.

Annars er ég eiginlega búin að vera að hugsa um jólakort síðan eftir síðustu færslu. Hlakka mikið til að fara að skrifa þau. Sjálfsagt verður nóg að gera í skólanum og því öllu saman, en fyrr frysi í víti en að ég myndi klikka á jólakortum! Elska jólakort. Er búin að vera að velta því fyrir mér undanfarin 2 ár allavega, hvort ég gæti beðið með að opna jólakortin, semsagt ekki að rífa þau upp um leið og þau kom í hús. Er farin að velta þessu aftur fyrir mér. Hvort ég geti það þessi jól... held samt ekki.

Það er lyfta hér í húsinu. Guði sé lof, þar sem við búum uppi á næstefstu hæð. Ég er svo oft að hugsa, þar sem ég stend og bíð eftir lyftunni, hvað ég myndi gera ef það skyldi nú hanga manneskja niður úr loftinu þegar lyftudyrnar opnast! Merkilegt hvað manni dettur oft í hug. Ég hlýt að hafa séð þetta einhvern tímann í bíómynd. þetta truflar mig... þegar ég vann í Egilsbúð hér í denn, þá þorði ég aldrei að fara út með ruslið. Var svo viss um að það væri eitthvað ofan í gámnum, eins og rotta eða lík!! Yfirleitt fékk ég nú Sigurjón Gísla til að fara með ruslið út fyrir mig, en þegar hann var farinn að neita, reyndi ég við fleiri. Út með ruslið fór ég ekki! Það var líka ekkert grín að vera að vinna með Bigga eftir að hann fékk nasaþef af þessari hræðslu minni, honum hefði verið trúandi til alls.

Ingibjörg er lasin. Á fimmtudeginum var ég einmitt að hugsa um að nú væri hún búin að vera í þrjár vikur á leikskólanum og ekkert orðið lasin, svona fyrir utan kvef. Svo kom það auðvitað. Greyið, hún var hundlasin í gær, með bullandi hita en mun hressari í dag. Vonandi verður allt í góðu á morgun, svo hún komist á leikskólann á mánudaginn.

Guðlaug mín, til hamingju með flutninginn Kissing

Gullkorn dagsins:

Grimmdin er ævinlega merki um ástríður og ótaminn hug. Hún er merki þekkingarskorts og manndómsleysis.

Pálmi Hannesson 


Jólin og fleira

Við familyan skelltum okkur í Tivolið á laugardeginum. Tókum Hrafnhildi og fjölskyldu með okkur. Algjör snilld að vera með svona gullkort, þá getur maður tekið 5 manns með sér! þið hóið bara ef þið viljið fara frítt í Tivolí Cool Ég fór með Ingibjörgu í hringekjuna í fyrsta sinn, veit ekki hvor skemmti sér betur, ég eða hún.

Vil benda ykkur á jólaniðurtalninguna! Aðeins 98 dagar til stefnu! Já hugsið ykkur... mikið hlakka ég nú til að koma heim um jólin. Nú er enn meiri spenningur í mér en vanalega fyrir jólin (og er hann nú alltaf MJÖG mikill) þar sem við vorum hérna úti síðustu jól. Hlakka til allra hefðanna heima. Hlakka líka OFUR mikið til að fylgjast með Ingibjörgu í pökkunum og þegar hún fer að fá í skóinn! Jiii hvað það verður gaman Tounge Svo ég tali nú ekki um að fara að skreyta, setja upp seríur, skrifa jólakortin og pakka inn pökkunum!! Jeminn einasti! Svo er ég líka búin að ákveða það að jólasveinninn komi með pakka til Ingibjargar á aðfangadag, það verður bara gaman! Eitthvað fór ég að tala um jólaskrautið við Heimi um daginn, og þá sagði hann þessa gullvægu setningu: "Já nú skreytum við ekkert hérna þetta árið!" Hann hefði alveg eins getað lamið mig, ekki hefði ég orðið meira gapandi. Yeah right, eins og ég skreyti ekki þó ég verði ekki hér akkúrat yfir jólin! Ég held það nú! Tilkynnti honum það líka að ég yrði örugglega með þeim fyrstu sem færi með reglustrikuna úti í gluggana upp úr miðjum nóvember! Skulum bara hafa það á hreinu! Sideways  

Annars sagði Ingibjörg sitt fyrsta danska orð í dag!! Svona allavega það sem við vitum og skiljum Wink Pabbi hennar sótti hana af leikskólanum í dag, hún kom heim og þá var agalega mikið að gera hjá henni að segja mér hvað hún hafði verið að gera yfir daginn. Ég sagði við hana að svo færi hún aftur á morgun að leika við krakkana og allt það. Hún alveg með á nótunum, kinkaði kolli og sagði "já, já, bæbæ i morgen"! Hún var sem sagt að segja það sem fóstrurnar segja alltaf þegar hún fer, eða: "vi ses i morgen." Ég sagði það einmitt til að prófa hana, hvort það væri virkilega þetta sem hún var að segja, og það passaði. Hún sagði alltaf "já i morgen!" Veit svei mér þá ekki hvað mér finnst um þetta Errm Blessað barnið fer bráðum að tala dönsku...

Mjög fínt í þrifunum á föstudaginn Smile Fer sennilega aftur á morgun og svo spilum við þetta bara af fingrum fram. Verð sennilega 1-2 svar í viku. Kom Heimi í vinnu hjá þeim líka, hann fer í ljósamálin á heimilinu. Aldeilis fínt.

Ein í lokin af okkur mæðgum í Tivolí.

Sept 154

Gullkorn dagsins:

Sumt fólk kennir áhyggjum sínum að synda í stað þess að drekkja þeim.

Mark Twain 


Fyndin :)

Mikið svakalega get ég nú verið fyndin, samanber síðustu færslu Wink Sé ykkur alveg fyrir mér taka andköf yfir giftingunni! Er búin að hlæja mig máttlausa yfir commentunum. En nei, ég held ég geti fullvissað ykkur um það að ég á ekki eftir að gifta mig svona "suprise". það er ekki alveg ég. Ég vil brúðkaup heima í Neskaupstað, með minn prest og svo veislu. Hlakka mikið til! Við erum samt ekki að fara að gifta okkur á næsta ári... kannski þarnæsta eða bara árið 2010, það fyndist mér ofur flott. En nóg um giftingar Tounge

Á morgun er ég að fara í nýju vinnuna mína. Ég er að fara að þrífa hjá einum merkasta norðfirðingi sögunnar Grin eða það er mín skoðun. Verð hjá þeim einu sinni í viku eða oftar, bara eftir behag.

Besti dagur Ingibjargar í leikskólanum var í dag. Allt að koma, allt að koma.

Hún Hrönn bekkjarsystir mín og vinkona, á afmæli í dag. 30 ára stúlkan! Innilegar hamingjuóskir með daginn, elsku Hrönnsa Wizard

Gullkorn dagsins:

Hvað getur þú átt fyrst lífið sjálft er lán?

Örnólfur Överland 


11. september

Má eiginlega segja að þessi dagsetning hafi verið stór hjá mér/okkur:

11. september 1977, var ég skírð í Norðfjarðarkirkju, prestur sr. Svavar.

2001, hryðjuverkaárásin í U.S.A. það muna allir eftir þeim skelfilega atburði.

11. september 2005, var Ingibjörgin mín skírð í Norðfjarðarkirkju, prestur sr. Svavar.

2006, flytjum við mæðgur út til Köben, en Heimir hafði farið í byrjun ágúst til að byrja í skólanum. 

Og nú í dag 2007, giftum við Heimir okkur!! Já við fórum niður í Jónshús með Ingibjörgu með okkur... Neheiiiiiiiii DJÓK!! LoL Mér fannst bara alveg tilvalið að rugla aðeins í ykkur... en nei það hefur ekkert markvert gerst hjá okkur í dag. Samt spurning hvort þetta verði giftingardagurinn? Neiii ég held ekki, langar að gifta mig í júní-júlí.

Dagurinn í dag hjá Ingibjörgu var mun betri en í gær. Nú grét hún bara þegar ég fór, hvorki þegar hún borðaði né fór að sofa. Vonandi allt á uppleið bara Halo

Er hræðilega syfjuð núna, best að fara að leggja sig. Á morgun ætla ég mér að leggjast yfir þroska- og námssálarfræðina!! 

Gullkorn dagsins:

Ei vitkast sá er verður aldrei hryggur, hvert visku barn á sorgar brjóstum liggur.

Steingrímur Thorsteinsson


Fatnaður

Sept 029Hér er mynd af rófunni minni með selinn sinn, sem hún hefur tekið ástfóstri við síðan við komum út. Sjáið þið eitthvað athugavert við myndina? Eitthvað öðruvísi en vant er að vera? Jú ég skal segja ykkur hvað það er... Ingibjörg er ekki í NEINU bleiku!! Við erum að tala um að hún er ekki einu sinni í bleikum sokkum og það er ekki neitt bleikt í bolnum hennar! þetta verða eiginlega að teljast tíðindi hjá móðurinni. Ingibjörg hefur ekki verið kölluð "bleika barnið" fyrir ekki neitt!! Grin

Í dag fórum við Heimir enn aðra Fields ferðina og aftur endaði ég í H&M (en ekki hvar?) Markmið ferðarinnar var sem sagt að kaupa boli á dömuna því hún er nánast vaxinn upp úr öllu sem hún á. Hún er á svo skemmtilegu skeiði núna (eða þannig) að hún er á milli númera. Að ofan er í hún í 98, en að neðan 92. Hún er svo grönn að buxur nr. 98 haldast ekki upp um hana. En já smá útúrdúr... ég lagði sem sagt af stað með það í farteskinu að kaupa EKKI bleika boli! Og viti menn, ég kom heim með þrenna nýja boli, einn ljósbláan - þann lit hefur hún aldrei átt, einn brúnan með bleikum röndum (að vísu) og einn fjólubláan! Ég var hins vegar áður en ég vissi af, komin með tvo bleika í hendurnar, sem ég fór svo og skilaði og reyndi að innprenta það enn og aftur í hausinn á mér,  að hún þyrfti ekki endilega að vera í bleiku! Haldiðið að ég sé eðlileg?! Errm

Finnst þó vanta núna í H&M almennilegar stelpubuxur. Eitthvað annað en gallabuxur er ég að meina. Fann engar almennilegar. Fann ekki heldur nein náttföt, ekki í hennar stærð og ekki heldur sokkabuxur! Hvað er málið með það?! Vantaði algjörlega stærð 92-98, bæði til 86-92 og 98-104! Ekki alveg að gera sig! Reyndar er spurning að prufa aðra H&M verslun, stundum eru ekkert alveg sömu vörurnar í hverri búð. 

En nóg af þessum fatapælingum. 

Ingibjörg átti erfiðan dag í leikskólanum. Grét þegar ég fór, grét þegar hún átti að fara að borða og át bara nokkrar rúsínur og grét þegar hún átti að leggja sig. Ekki skemmtilegt! Svo var hún sofandi þegar ég kom kl. 2 að sækja hana og var allt í lagi þegar ég vakti hana. Vonandi er þetta bara svona smá bakslag og hún hristir þetta af sér. Tekur bara sinn tíma. Á morgun á ég aftur að sækja hana kl. 2 og á miðvikudag verður hún til 3. þetta kemur allt saman...

Gullkorn dagsins:

Daginn, sem þú komst í heiminn, gréstu en ástvinir þínir glöddust. Lifðu þannig að daginn, sem þú kveður, gráti ástvinir þínir en þú sért sjálfur glaður.

Sören Kirkegaard 


Næsta síða »

Höfundur

Úrsúla Manda
Úrsúla Manda

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband