Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008
29.1.2008 | 23:11
Raðhúsa/íbúða eigendur :)
Bara rétt að láta vita að við erum búin að fá HÚSIÐ afhent Áttum ekki að fá það fyrr en 1. feb, en svona er nú gott að kaupa af fólki sem er með hlutina á hreinu!! Búið að þrífa allt og skrúbba og bóna svo það var ekki eftir neinu að bíða. Bara æði!!
Fórum upp í hérað í dag og versluðum málningu og fleira dót. Nú er bara að byrja á morgun!! Mikil hamingja með þetta allt saman
Svo er bara að óska þess að búslóðin verði komin fyrir helgi, það yrði alveg fullkomið! Þá væri bara hægt að sofa þarna í næstu viku... vííjjj, bara gleði
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
27.1.2008 | 22:51
Jæja
Óttaleg leti er þetta nú í blogginu þennan fyrsta mánuð ársins. Ég er bara alveg hætt að nenna þessu. En svo veit ég að allt í einu dett ég í gírinn... það er bara mislangt í þennan gír.
Heimir kom í gærkvöldi. Það gekk vel að keyra og ekkert að veðri. Sennilega stoppar hann í tvær vikur eða svo og fer þá aftur suður, og þá vonandi ekki lengur en í viku. Og já það styttist all verulega í að við fáum íbúðina! Í þessari viku takk fyrir! Við erum orðin rosalega spennt og hlökkum mikið til. Ef þið hafið mikla þörf fyrir að bera húsgöng og kassa þá endilega hafið samband og ég læt ykkur vita nákvæma tímasetningu.
Heimir sagði við mig áðan hvort við ættum ekki bara að sleppa því að fá að vita kynið á barninu. Ég leit nú bara á hann og hreytti í hann hvort hann væri eitthvað verri?! Eins og ég gæti gengið með barn í níu mánuði án þess að vita kynið!? Já Nei, það er bara ekki fræðilegur möguleiki. Mér finnst alveg nóg að geta ekki fengið að vita þetta fyrr en í kringum 20 viku, því ég vil vita þetta strax! Ég spurði hann á móti hvort ég ætti bara að fá að vita þetta, en þá var svarið, Úrsúla þú veist að það myndi aldrei ganga. Og er það sennilega rétt hjá honum... Auðvitað verðum við að vita þetta. Punktur!
Jæja ég ætla að fara að horfa á Private practice. Mikið hrikalega eru þetta góðir þættir! Maður lifandi. Mér finnst þeir samt ekki betri en Grey's, það er afar fátt sem mér finnst toppa þá þætti ef þá nokkuð. P. P. slagar þó hátt í þá. Verst að ég á bara tvo þætti eftir, held það sé ekki komið meira inn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
20.1.2008 | 23:17
Boltinn
Ég get nú alveg endalaust svekkt mig yfir handboltanum. Er hinsvegar að spá í að gera það ekki, ætla bara að segja að þeir virðast bara alls ekki getað átt tvo góða leiki í röð! Alveg er það stór merkilegt. Vona að þeim gangi betur í milliriðlinum, en guð veri með þeim þegar þeir mæta þjóðverjunum. En maður veit þó aldrei...
Annars erum við mæðgur búnar að eiga góða helgi. Eyddum föstudagskvöldinu í pizzuáti og fleiru skemmtilegu hjá Brynju og co, og í dag fórum við í eins árs afmæli til Freys litla. Ægilega gaman.
Heimir er á leiðinni til landsins. Hann verður reyndar fyrir sunnan alla næstu viku að vinna, en svo kemur hann vonandi til okkar
Sigrún, hér kemur sinnepssósan. Hún er nú afar einföld... en góð:
2 msk. majónes, 2 msk. sýrður rjómi, 1 tsk. dijon sinnep, 1 tsk. hunang og ½ tsk. sítrónusafi. Aromat krydd og svartur pipar.
Ég setti reyndar meira af sinnepi, sýrðum rjóma og sítrónusafa. Ægilega gott með góðri samloku Og þá er ég orðin svöng!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
16.1.2008 | 23:27
Margt skrítið
Mér finnst svo skrítið að hugsa til þess að ég sé alveg flutt hingað til Neskaupstaðar. Ekki leiðinleg tilhugsun, heldur yndisleg og mér líður vel. Mér finnst bara svo skrítið að ég sé ekki að fara suður bráðum eða út, til að eiga heima þar. Enn þá skrítnara finnst mér svo að ég á eftir að eiga heima hér, og ekki hér í Gauksmýrinni hjá mömmu og pabba! Ég hef aldrei búið "ein" í Neskaupstað, búið hér og ekki með mömmu og pabba! Nú ætla ég að búa hér í bæ, í mínu húsi, með mínum húsgögnum og hafa mínar venjur og siði. Hitta svo mömmu bara í búðinni einhvern tímann og svona, rekast á hana í bænum... (Vona að þið haldið ekki að sé orðin eitthvað biluð). Ég á bara svo erfitt með að ímynda mér þetta. En ætli ég eigi svo ekki bara eftir að vera með annan fótinn hér í Mýrinni, allavega svona til að byrja með... mig grunar það. Og ekki verður nú langt á milli okkar heldur
Ingibjörg fór niður í Breiðablik til langömmu sinnar og langafa í gær (svo ég gæti einbeitt mér aðeins að náminu... í friði). Til að gera langa sögu stutta var hún þar í rúma 3 klukkutíma og vildi svo helst ekki koma heim. Alveg merkilegt hvað henni finnst svakalega skemmtilegt að vera hjá þeim. Nei kannski ekki svo merkilegt, því hún hefur þau gjörsamlega í vasanum og þau gera bara nákvæmlega það sem hún segir þeim að gera Hún er líka með einhverja matarást á langömmu sinni, því hvergi borðar hún eins vel og hjá þeim.
Ég er hinsvegar stödd á þeim tímapunkti meðgöngunnar að ef ég sé eitthvað girnilegt þá verð ég að fá það NÚNA! Þetta er frekar erfitt þegar það eru ekki margir skyndibitastaðir hér í towninu, og ég sé auglýsingar frá American Style, Ruby Tuesday og svo ekki sé nú talað um Subway. Klukkan hálf tíu í gærkvöldi var ég að fletta mogganum og rakst þá á hrikalega girnilega samloku auglýsingu. Ég fór að ræða þessa auglýsingu við pabba og jarma yfir því hvað mig langað eina svona feita samloku. Að lokum stóð pabbi upp, sótti grillið og við gerðum okkur eina feita Ég lagaði sinnepssósu sem ég fann í Jóa Fel svo þetta gat ekki farið úrskeiðis!
Nú ætla ég hinsvegar að kveikja á Greys og reyna að dreifa huganum frá t.d. Quiznos!! Þeir eru nefnilega æði!! Guð ég verð að fá mér svoleiðis í mars þegar ég fer suður!! Ohhh nú langar mig alveg rosalega í einn bát... þetta gengur bara ekki lengur...
Góða nótt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
14.1.2008 | 22:55
Hitt og þetta
Þá er ég búin að taka mér vikufrí frá blogginu, svo nú er best að hefjast handa á ný. Langaði að deila þeim gleðifregnum með ykkur að við skötuhjú erum að fara að fjölga mannkyninu!! Já ég er semsagt ófrísk og er að detta í 15 vikuna. Þá viti þið það Ég er sett um miðjan júlí, 11. 12. eða 14. eru þær dagsetningar sem ég hef heyrt, en ég hef ákveðið að eiga 8. júlí. Við sjáum svo til hvernig það fer, allavega tók Ingibjörg ekkert mark á mínum óskum og beið í nákvæmlega 2 vikur framyfir settan tíma. Ég fór í hnakkaþykktarmælinguna fyrir sunnan í síðustu viku og kom allt vel út, svo nú er bara að bíða og hlakka til
Já ég er komin aftur heim til Neskaupstaðar. Það gengur svo vel hjá Heimi að pakka niður og ganga frá öllu að hann náði að snúa mér frá því að koma. Og ég er sko bara sátt að losna við þetta stúss Pabbi hans fór út og er að hjálpa honum, svo hann er nú ekki aleinn blessaður. Vonandi kemst hann bara sem fyrst heim! Við fáum afhent 1. feb, ótrúlega stutt í það, og er ég mjög spennt
Það var mikið að gera í Reykjavíkinni eins og alltaf. Mikið um að vera í skólanum, en samt alltaf gaman. Ég hafði það gott í Vogunum og náði að hitta hina og þessa. Við Sigurlaug áttum góðan eftirmiðdag saman og enduðum á Fridays. Við erum ekki mikið fyrir að breyta til Eins eyddi ég degi með Heiðu, kíktum í Smáralindina og átum góðar pizzur.
Ég held samt að ég fari ekki lengra en til Egilsstaða næstu tvo mánuðina eða svo. Nenni ekki þessum þvælingi lengur! Um miðjan mars verður svo seinni staðlotan, svo þá er næsta ferð suður.
Kristjana á afmæli í dag... til lukku mín kæra
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
7.1.2008 | 22:44
Búin...
Það er nú bara úr mér allur vindur eftir þennan fyrsta skóladag, svei mér þá. Fór í fyrsta námskeiðið á kjörsviðinu sem ég valdi mér og líst mér vel á. Námskeiðið heitir Inngangur að samfélagsgreinum. Kennarinn er æði og ákvað hann að sleppa öllum prófum og hafa frekar 5 verkefni eða svo yfir önnina sem myndu þá gilda 20% hvert. Aldeilis flott. Tveir áfangar eru því próflausir svo ég tek bara tvö próf í vor. Það var svakalega gaman að hitta allar stelpurnar Fórum svo fjórar saman eftir skólann í dag í Kringluna á kaffihús og áttum notalega stund.
Ég er alveg að sofna, ætla að slökkva ljósið og setja Greys af stað. Vona að ég nái eins og einum þætti áður en ég svíf í draumaheiminn, og dreymi svo bara Dr. McDreamy... eða bara Heimi í læknaslopp Þarf ekki að mæta í skólann á morgun fyrr en klukkan 12, hoho svo ég fæ að sofa út! Bið ykkur vel að lifa.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.1.2008 | 22:39
Vogarnir
Jæja ég er komin í Vogana. Við komum suður rétt eftir hádegi á föstudag eftir mikinn hristing í háloftunum. Var komin með ælupokann upp að andlitinu þegar við sveimuðum yfir borginni til lendingar, en þetta slapp sem betur fer. Var samt hálf óglatt það sem eftir lifði af deginum Föstudagskvöldið vorum við í mat hjá Simma og Línu, fengum æðislegt lasagne sem ég fékk auðvitað uppskrift af og svo var bara brunað í Vogana og farið að sofa. Annars eyddum við þessum tveimur dögum aðallega í húsgagnaverslunum og að skoða bíla.
Í gærkvöldi fórum við svo út að borða með Júlíu Rós og Hermanni. Við dömurnar völdum Argentínu og urðu þeir heldur betur glaðir, eins og við vissum. Rosalega góður maturinn og þjónustan var alveg 100% Ferlega skemmtilegt kvöld.
Heimir minn er farinn út, ég skutlaði honum á völlinn klukkan 6 í morgun. Ferðin gekk vel, en hann var tæpa tvo tíma að tékka sig inn!! Tvo tíma! Ég hefði farið yfirum. Veit hreinlega ekkert leiðinlegra þegar maður er að ferðast, en langar biðraðir og seinkanir. Ég vil að þessir hlutir gangi smurt fyrir sig!
Ingibjörg er hin hressasta hjá ömmu sinni og afa, eins og ég svo sem vissi, og er ekkert vesen á henni. En mikið hlakka ég til að fá hana til mín.
Ég er búin að eiga náðugan dag, er búin að horfa á tvo Greys þætti og er nú komin upp í rúm til að horfa á meira elska þessa þætti! Svo tekur alvara lífsins við á morgun, skóli klukkan hálf 9. Hlakka til að hitta allar stelpurnar, þær eru svo hressar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
3.1.2008 | 23:02
Bækur og borgin
Kláraði Harðskafa hans Arnalds í nótt, gat ekki hætt fyrr en ég var búin. Finnst hún góð, en hún var svolítið draugaleg, eða svona spúkí. Ég var því fegin þegar ég slökkti ljósið að geta hjúfrað mig upp að Heimi. Næst á dagskrá er svo Aska eftir Yrsu og þar á eftir er bókin eftir þann sem skrifaði Flugdrekahlauparann. (Man í augnablikinu ekki hvað hún heitir, og hvað þá höfundurinn).
Ég hef verið að hlusta á diskinn hans Einars Ágústar frænda míns. Fékk hann í jólagjöf. Mikið svakalega er þetta góður diskur. Hann rúllar bara á repeat. Lögin eru óskaplega þægileg og textarnir fallegir. Og ekki skemmir það nú að hann tekur eitt lag með Sálinni og svo syngur auðvitað Stebbi með honum dúet. Bara flott! Mæli eindregið með þessum disk.
En við erum tilbúin fyrir ferðina á morgun. Eigum hádegisflug svo maður þarf ekki að vakna fyrir allar aldir! Hugsa að ég myndi bara ekki meika það að þurfa að vakna fyrir klukkan 9, svei mér þá. Hér erum við búin að sofa til 10 hálf 11 alla morgna. Bara lúxus á þessu Við verðum í Vogunum í góðu yfirlæti ef ég þekki húsráðendur rétt. Annað kvöld er svo matur hjá Simma og Línu, og á laugardagskvöldið bjóðum við Júlía Rós karlpeningnum út að borða. Þeir vita ekki hvert, en þeir verða mikið glaðir þegar þeir komast að því! Það fyrsta sem við ætlum hinsvegar að gera þegar við lendum í borginni á morgun, er að bruna á Subway!! Hef lengi þráð það! Í nótt þegar ég var búin með bókina fékk ég óstjórnlega löngun í einn bát og ég hef ekki hugsað um annað síðan. Svoleiðis er það nú
En jæja, læt frá mér heyra úr borginni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
2.1.2008 | 23:19
Raðhús/íbúð
Fórum í raðhúsið okkar (þetta var skrifað fyrir JR ) í dag og mældum allt sem við þurftum að mæla. Það er ýmislegt sem við ætlum að kaupa í Danmörku svo það er eins gott að vera með allar lengdir og breiddir á hreinu. Annars er þetta nú svo ljúft fólk sem við erum að kaupa af, að við megum bara hafa samband ef okkur vantar einhverjar upplýsingar, ekki málið. Hlakka all svaðalega til að flytja, samt er eitthvað svo mikið sem á eftir að gerast á þessum rúma mánuði þangað til við fáum afhent.
Við skötuhjú erum að fara suður núna á föstudaginn. Heimir fer svo út á sunnudag og ég byrja í skólanum á mánudag. Mamma kemur með Ingibjörgu laugardaginn 13. jan og við mæðgur fljúgum svo út 14. Svo er bara spurning hvenær við komum aftur, hversu snögg við verðum að pakka og ganga frá. Ég spái að það verði 20 og eitthvað. Já það er óhætt að segja að það sé nóg um að vera og mikill þeytingur svona fyrsta mánuð ársins. Ætli ég eigi nokkuð eftir að urga mér það sem eftir er ársins?! Jú nema þá til að fara suður í skólann. Held ég fari allavegna ekkert erlendis... er eiginlega komin með nóg af þessu í bili!
Oprah er í sjónvarpinu og er að tala við Kenny Rogers. Hvað er maðurinn eiginlega orðinn gamall?! Sjötugur kannski? Hann á sko 3ja og hálfs árs gamla tvíbura!! Ég er svo aldeilis hissa. Allt hægt í Ameríkunni
Jæja, ég er farin upp í rúm að lesa Arnald.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
2.1.2008 | 00:01
Árið 2008
Gleðilegt ár elsku vinir og takk fyrir samveruna á árinu sem er nú liðið. Árið 2007 hefur verið viðburðaríkt hjá okkur fjölskyldunni og ég veit það fyrir víst, að þetta nýja ár verður viðburðaríkara Hlakka til þess.
Heimir minn átti afmæli í gær og áttum við notalegan dag. Mér finnst alltaf svo magnað þegar síðasti dagur ársins rennur upp, en þá er allt "í síðasta skipti" (Get orðið svolítið dramatísk). Okkur hér á heimilinu fannst Skaupið bara fínt, að vísu fannst mér aðeins of gróft þetta með Hitler, annars mjög gott. Það fóru allir út á pall að horfa á raketturnar, mjög mikið skotið upp hér í bænum.
Annars erum við búin að eiga ljúfa daga á milli hátíðanna. Fórum upp í bústað og sváfum eina nótt. Hreinasti unaður að vera þarna uppfrá. Við Heimir fórum út rétt um miðnætti, alveg magnað að standa bara ein í skóginum í kolniðamyrkri, engin ljós og engin læti. Svo skemmdi það nú ekki fyrir að það var alveg stjörnubjart, norðurljós og skítakuldi! Rosalega fallegt.
Annars er það í fréttum að við erum búin að skrifa undir kauptilboð á íbúð og fáum afhent 1. febrúar!! Æðislegt að komast svona fljótt í eigið húsnæði. Svo nú er bara að drífa sig út, pakka og koma aftur. ALKOMIN!! Jeminn hvað ég hlakka til!!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Bloggarar
- Auður
- Baddý hjúkka
- Elsa Sæný
- Frú Jóhanna
- Hrönnsa
- Olla Noregsbaun
- Stefán hversdags
- Steinunn Þóra
- Svanfríður valkyrja