Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Ruslatunnur

Ruslakarlarnir (man ekki annað orð yfir þá sem eru á ruslabílnum) eru alveg að gera mig vitlausa þessar vikurnar. Það virðist vera eitthvað nýtt hjá þeim að snúa ruslatunnunum ÖFUGUM! Þannig að lokið snýr aftur þegar maður ætlar að opna tunnuna - ekki fram, ef þið skiljið mig. Ég bara þoli þetta ekki! Get ekki ímyndað mér ástæðuna, þetta var aldrei svona. Kannski er einhver nýbyrjaður sem nennir ekki að snúa tunnunum rétt, eða veit hreinlega ekki að þær eiga að snúa hinsegin. Veit það ekki. Það er ekki séns í helv.. að ég snúi tunnunni við því mér er meinilla við ruslatunnur. Eitt það leiðinlegasta sem ég geri er að fara út með ruslið, og ég stoppa aldrei lengi við tunnuna. Finnst þetta ógeðslegt og býst alltaf við að eitthvað spretti upp úr tunnunni þegar ég opna hana. En já svona er það nú - er semsagt með tunnufóbíu, og hvað þá ef þær snúa öfugt Wink

Þá er ég búin að koma þessu frá mér. Ætla að fara að prjóna.


Úff...

Ég settist hérna niður með tölvuna í fanginu rétt fyrir klukkan 9. Börnin bæði sofnuð, ætlaði að blogga og horfa svo á eitthvað skemmtilegt og prjóna. En núna 2 tímum síðar hef ég ekki gert neitt annað en gleyma mér á fésbókinni! Ég get svo svarið það! Þetta er þvílíkur tímaþjófur, en alveg hrikalega skemmtilegt Smile Ég ætla að passa mig á morgun að fara ekki inn á þetta, reyna frekar að hlusta á eins og einn fyrirlestur eða svo... og prjóna á meðan Wink

Það er alveg á hreinu að börnin læra það sem fyrir þeim er haft. Ingibjörg steig ofan á pússlukassa áðan og meiddi sig eitthvað í fætinum. Hún brást við því með því að segja: Á shit! Ég hrökk alveg í kút því þetta má rekja til mín *hóst* Blush Fannst þetta samt frekar fyndið LoL 

Jæja ætla að hætta þessu, ætla að fara að lesa!


Laugardagskvöld

Ætla að minna ykkur á það að eftir tvo mánuði verður komið jóladagskvöld! Eftir nákvæmlega tvo mánuði verð ég upp í rúmi að lesa góða jólabók. Ohh hvað mig hlakkar til. Hugsið ykkur, aðeins 60 dagar til jóla! Jibbý LoL 

Búið að vera nóg að gera hjá okkur í dag. Ingibjörg byrjaði daginn í íþróttaskólanum (eða íþróttaÁLFAskólanum eins og hún kallar þetta) og svo fórum við í tvö afmæli. Byrjuðum hjá Degi Þór og enduðum hjá Írisi Ósk. Þvílíkar kræsingar á báðum stöðum, svo það má því segja að við séum að springa! Á morgun er það svo sunnudagaskólinn með ömmunni og á mánudaginn er frí í leikskólanum, svo ætli það verði ekki afslöppunardagurinn.

Ég er loksins að komast aftur í lesgírinn, ég datt alveg úr honum eftir að ég átti. Er að fara að byrja á nýjustu bók Lisu Marklund, Lífstíð. Finn samt að mér finnst svolítið óþægilegt að lesa mikið af spennusögum, það fer ekki vel í mig - getum orðað það svoleiðis Wink Þyrfti að ná mér í eina góða ævisögu inn á milli. Annars á ég enn eftir að lesa Áður en ég dey og Kona fer til læknis. Þær eru aldrei inni á bókasafninu svo ætli ég endi ekki með því að kaupa mér þær! Ég skráði mig nú í enn einn bókaklúbbinn um daginn. Myndi segja að bækur væru minn veikleiki, stenst þær bara ekki. En þessi klúbbur heitir Handtöskuserían. Er búin að fá eina bók frá þeim sem heitir Beðmál í borginni Smile Jújú hin eina sanna Sex in the City. Ég minntist nú á það um daginn við Heimi að ég þyrfti að fara að skrá Ármann Snæ í bókaklúbb, svona eins og Ingibjörg er í, en ég fékk frekar dræmar undirtektir. Spurning um að hunsa þær bara Grin

Ferlega finnst mér þátturinn hennar Ragnhildar Steinunnar skemmtilegur. Maður kemst alveg í gírinn. Fannst æði að hlusta á Pál Óskar síðasta laugardag, hann er svo frábær.

Jæja, ætla að fara að prjóna og horfa á Sex in the City.


Huggó

Við Ármann Snær erum búin að eiga notalega morgna þessa vikuna. Heimir hefur farið með Ingibjörgu í leikskólann og þá hef ég skriðið upp í rúm og haldið áfram að sofa eftir að þau eru farin Smile Þetta er auðvitað bara draumur þegar það er leiðinlegt veður og ísskalt úti. Svo ef Ármanni dettur í hug að rumska þá skelli ég fæðunni bara upp í hann og við höldum áfram að sofa Wink Gott þegar fæðan er svona föst við mann, hefur allt sína kosti og galla.

Já það var klúbbur í gærkvöldi. Mjög gaman. Át og át og át. Sátum aftur til 2, svona er það í góðra vina hópi, þá þýtur tíminn áfram.

Vorum í mat hjá mömmu í kvöld. Fengum hriiiikalega góða súpu. Kjúklingasúpu. Ég át 3 diska! Verð að fá uppskriftina hjá henni og skella henni hérna inn. Algjört lostæti.

Ætla að fara að horfa á Chuck og prjóna.


Ikke noget

Ætla bara að láta ykkur vita að ég ætla ekki að blogga í kvöld. Er nefnilega á facebook-inu Tounge Neinei hafði hugsað mér að fara snemma upp í rúm svona einu sinni. Það er nefnilega saumaklúbbur annaðkvöld og þá er eins gott að vera vel upplögð, síðast sátum við til 2.

Hafið það gott í snjónum.


Tímaþjófur

Já það er sko alveg á hreinu að fésbókin er tímaþjófur. Jahérna hér, þetta er alveg hrikalega skemmtilegt Grin Er aðeins að ná áttum þarna en finnst umhverfið svolítið ruglingslegt ennþá. Það kemur. Ég hef hinsvegar ekki mikinn tíma í að gera neitt annað Wink Ætlaði að byrja morgundaginn á því að læra, hlusta á fyrirlestur og svona, en ég er ekki að sjá það gerast *hóst*, alveg hægt að týna sér þarna skal ég ykkur segja! Samt spurning hvort þetta sé nýjungagirni í mér, það kemur í ljós. Heimir hristir bara hausinn. Ég var nú að reyna að hvetja hann til að skrá sig en hann tók það ekki í mál! Spurning hversu lengi það mun taka mig að buga hann Tounge nema að ég bara skrái hann!

Vetur konungur heilsaði í dag. Varð mjög jólalegt um tíma, hvít jörð, snjókoma og svona fjúk. Afar heillandi. Samt leiðinlegt við þennan kulda að þurfa að dúða alla í hvert skipti sem fara á út. Og þó það sé bara til að skjótast út í bíl. En þetta fylgir bara því að búa á Íslandi.

Ingibjörg var alsæl með sunnudagaskólann. Þetta verður því verkefni móður minnar alla sunnudagsmorgna í vetur LoL spurning um að skella sér einhvern tímann með.

En jæja, ég ætla að henda myndum inn á barnalandið og segja þetta svo gott. Góða nótt.


Facebook

Já ég er sko ekki lengur sú síðasta!! Nú er ég "inn" Tounge ég skráði mig semsagt á facebook-ið. Er nú bara svona að skoða þetta og átta mig á þessu öllu. Virðist nokkuð sniðugt, og alveg pottþétt að þarna er sko hægt að gleyma sér. Ég ætla nú samt ekkert að blogga þarna held ég, frekar að halda því bara áfram hér.

Ingibjörg er í mat og gistingu hjá ömmu sinni í kvöld. Það finnst henni svakalega skemmtilegt. Að fá að borða ein hjá ömmu og afa og mamma og pabbi ekki með er mikið sport. Svo ætla þær nöfnur að fara í sunnudagaskólann í fyrramálið. Hlakka til að heyra hvernig það fer. Hún hefur ekki farið áður. Þetta verður hlutverk mömmu sem guðmóðir hennar, að storma með hana í sunnudagaskólann Grin spurning svo hvort að hin guðmóðirin leysi mömmu af þegar hún verður stödd hér í sveitinni LoL

Var að baka eplakökuna góðu og prófaði, eins og Stella benti mér á, að borða Rommý með henni. Jammí gooott! Setti Rommýið semsagt ekki ofan í bökuna heldur hef það bara svona on the side.  

Ætla að fara að horfa á Brothers & Sisters sem Brynja setti inn á tölvuna mína. Bið að heilsa ykkur í bili.


Nýjustu tölur

Allt gekk vel í skoðuninni í dag, Ármann Snær orðinn 8 kg og 65 cm, 3 mánaða Grin aldeilis flott hjá honum. Þegar Ingibjörg var á sama aldri var hún 6 kg og 63,5 cm. Svo það er smá munur á þeim þó þau hafi fæðst nákvæmlega jafn stór. Mér finnst svo gaman að bera þau saman. Sprautan gekk líka vel, en drengurinn lét nú aðeins heyra í sér, skiljanlega. Hann virðist ætla að sleppa við hita og svoleiðis, en hann er hinsvegar búinn að vera frekar pirraður núna seinnipartinn og í kvöld. Hlýtur að vera út frá sprautunni.

Heimir er enn í vinnunni. Við mæðgur elduðum okkur pizzu, horfðum á sjónvarpið og höfðum það notalegt. Ingibjörg var nú samt sofnuð hér upp í sófa fyrir kl 9, alveg búin á því, svo það var nú takmarkaður félagsskapur af henni að hafa.

Það er íþróttaskóli á morgun, hann er byrjaður aftur við mikla gleði hjá dömunni. Annars ekkert mikið planað um helgina, held að markmiðið sé að reyna að taka almennilega til í bílskúrnum. Ekki veitir af. Góða helgi öll sömul. 


Greys lofar góðu

Ohhh þeir eru alveg að gera sig þessir þættir sko! Þetta er bara snilld get ég sagt ykkur. Er semsagt búin að horfa á þrjá þætti og ég skal lofa því að tjá mig ekki um þá hér, svo Júlía mín þér er óhætt Grin Nú þarf ég að ná mér í Brothers & Sisters þættina ásamt Private Practice. Algjört must! 

Ármann Snær fer í 3ja mánaða skoðun og sprautu á morgun. Fyrstu sprautuna sína. Vona að hann verði hress eftir hana blessaður. Hlakka svo til að heyra nýjustu tölur, en okkur finnst hann aðeins hafa hægt á vextinum - þverveginn Wink

Ég er ekki enn búin að fá mér facebook. Ætli ég sé ekki sú síðasta, fyrst Jóhanna er núna búin að fá sér Smile það segja allir að þetta sé svo sniðugt, en ég veit satt að segja ekkert út á hvað þetta gengur. Er hægt að blogga þarna eða hvað á maður að gera? Getur maður spjallað eins og á msn? Skil þetta ekki.

Jæja ég ætla *snemma* í rúmið í kvöld og lesa smá. Góða nótt.


Grey's

Ég sprakk auðvitað á limminu og er búin að ná mér í 3 fyrstu þættina af Greys! Þóra Matthildur var búin að gera mig svo forvitna og ekki batnaði það þegar Brynja fór líka að tala um þá, svo ég bara VARÐ! Hugsa að ég horfi nú líka á þá í sjónvarpinu. Verst samt að geta ekki tjáð sig um þættina hér þegar ég verð búin að horfa Wink

Takk fyrir skemmtileg comment við síðustu færslu. Það er svo gaman þegar það er kvittað, þá nennir maður líka frekar að blogga.

En nú ætla ég að byrja á Greys. Bíð ykkur góðrar nætur með mynd af þessum draumaprinsi mínum - sem finnst mamma sín alveg sú skemmtilegasta Grin Auðvitað!

Okt 00078


Næsta síða »

Höfundur

Úrsúla Manda
Úrsúla Manda

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband