Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008

...

Ingibjörg er komin með pláss á leikskólanum til klukkan 16 frá og með morgundeginum. Ég sem hélt að hún fengi ekki þennan tíma fyrr en í haust. Ég fékk svona nett í magann, finnst það allt í einu svo langur tími, miðað við að hætta klukkan 14. En auðvitað get ég sótt hana hvenær sem er. Og svo er nú ekki eins og henni leiðist blessaðri, hún alveg elskar að vera þarna.

Fékk smá útrás á höfuðleðrinu á dömunni í dag. Gat bara ekki horft lengur á þetta! Greiddi nokkur hrúður í burtu. Í eitt skiptið fór smá hárflyksa með og fylgdi auðvitað öskur í kjölfarið. Ég baðst nú innilegrar afsökunar og sýndi henni "stykkið" og spurði hvort hún vissi hvað þetta væri. Hún horfði vel og lengi á þetta og sagði svo: Já, hlaupabóla! LoL Vissi ekki hvert ég ætlaði ég hló svo mikið.

Veit ekki hvaða bók ég á að lesa næst. Svona fyrir utan uppeldisbókina sem við fengum, þá verð ég að hafa eitthvað annað líka. Annaðhvort verður það Sakleysingjarnir eftir Ólaf Jóhann, eða Síðasti Musterisriddarinn. Úllen dúlla þetta á eftir.

En nú ætla ég að fylgjast með American Idol. 10 manns komnir í úrslit og þá nenni ég að fylgjast með þessu. Ekki séns fyrr en núna.


Letilíf

Hér var legið í rúminu til hádegis í dag. Þvílíkt sem það var ljúft. Ég reyndar vaknaði klukkan 8, og hélt þá hreinlega að ég væri að springa, þar sem ég hafði ekki vaknað til að pissa um nóttina!! Svona er þetta, er bara stanslaust á toilettinu. En ég var fljót upp í aftur og er komin á fullt skrið með Yrsu. Ætla að klára hana núna í kvöld. Heimir kom  með appelsín og páskaegg upp í rúm um 10 leytið!! Sagði að hann mætti þetta alveg þar sem páskarnir fóru framhjá honum Wink Það var líka frekar ljúft að liggja og lesa og eta sælgæti til hádegis.

Það er búið að snjóa þvílíkt mikið í dag. Ég fann alveg jólafiðringinn fara um mig. Þetta var svona stöðug snjókoma með risa flyksum. Ferlega fallegt. Mikið verður gaman næstu jól... en það er víst margt annað sem kemur á undan þeim Grin

Ég þarf alveg að sitja á mér að kroppa ekki í hrúðrið á bólunum á Ingibjörgu. Reyndar er nú alveg heill hellingur farinn, en enn er eitthvað eftir. (Vá mikið af e-um!) Hún er ekkert að spá í þessu, það er bara ég sem er ekki að höndla þetta!

En jæja, ég ætla að fara upp í rúm... að lesa. 


Svarið

Mikið var ég nú glöð að sjá að enginn gat svarað prófinu rétt. Ég þarf því ekki að segja skilið við ykkur Smile En hér kemur svarið :

Hún vonaðist til þess að maðurinn kæmi í jarðaför systur sinnar.
Ef þú gast rétt þá hugsaru eins og geðsjúklingur. Þetta próf var gert af
Bandarískum sálfræðing til að athuga hvort fólk hugsi eins og morðingi.
Margir fjöldamorðingjar hafa verið látnir taka þetta próf og svöruðu þeir
allir rétt.
Ef þú hins vegar svaraðir ekki rétt, gott hjá þér og gleður mig að vera
vinur þinn! Ef vinir þínir fá bingó við þessari spurningu, þá mæli ég með
því að þú skiptir um vinahóp og haldir ákveðni fjarlægð frá þeim.

Annars erum við bara tvö hér í kotinu. Ingibjörg gistir hjá ömmu sinni og afa í kvöld. Hún er reyndar búin að vera þar í allann dag líka. Við brunuðum á Reyðarfjörð eftir íþróttaskólann, á námskeið. Ferlega spennandi uppeldisnámskeið. Skemmtum okkur vel í dag og eigum alveg ábyggilega eftir að geta nýtt eitthvað af þessu sem talað var um. Þetta er þriggja daga námskeið og haldið á hálfsmánaðar fresti svo maður getur "æft" hina og þessa taktík fyrir næsta tíma og rætt svo hvernig til tókst Wink Ægilega spennandi.

Arfavitlaust vetrarveður hérna. Ég er alveg agndofa á þessu, held alltaf að síðasta hretið hafi verið það síðasta þennan veturinn. En nei, svo er nú ekki.   


Sálfræðipróf

Ég fékk þessa gátu eða sálfræðipróf í pósti í morgun. Finnst þetta alveg brilljant. Ætla að skella henni hingað inn en ég birti ekki svarið fyrr en á morgun, eða bara um helgina. Ætla að sjá hvort ég fái einhver viðbrögð frá ykkur. Og þið sem vitið svarið, ekki skemma Wink

Þetta er raunverulegt sálfræðipróf sem byrjar svona:

Það var einu sinni kona sem var í jarðaför móður sinnar. Í jarðaförinni
hitti hún mann sem hún hafði ekki séð áður. Þessi maður var svo fallegur að
konan hafði aldrei séð annað eins. Hún hélt ekki vatni yfir þessum
draumaprins og varð ástfangin upp fyrir haus. Hún komst þó aldrei í það að
fá hjá honum símanúmerið vegna anna í jarðaförinni. Nokkrum dögum seinna
drap konan systur sína.


Spurningin er: Hvers vegna drap hún systur sína?


Jammíí

Ég sit hér uppí sófa með eina ískalda appelsín í gleri og treð í mig fylltar appolo lakkrísreimar Tounge  Hrikalega er þetta gott!! Annars er ég að fara að taka mig á í gosdrykkju, datt all svakalega í það um páskana, og þá aðallega í páskaölið. Það er bara svo gott. Annars er ég með æði fyrir Topp-Lime og get ég alveg drukkið það í staðinn fyrir gosið... bara ekki alveg strax Wink

Ég byrjaði í vettvangsnámi í dag. Voða gaman. Verð alla næstu viku líka.  

Við Heimir horfðum á myndina No Country For Old Men um daginn. Var þvílíkt spennt að sjá hana þar sem hún vann nú nokkra Óskara og fékk góða dóma. Já nei, það voru rétt liðnar 10 mínútur af myndinni þegar ég var komin í tölvuna. Meiri andsk... vitleysan. Heimir horfði hinsvegar á hana alla og sagði hana góða, svona seinni hlutinn allavega.

Er enn að bögglast með bókina hennar Yrsu. Gengur freeeekar seint! Hún er ekki leiðinleg, bara langdregin. Á um 100 bls eftir, spurning hversu langan tíma það tekur að klára þær.


Stutt

Lífið féll í eðlilegar skorður í dag. Ingibjörg fór í leikskólann og Heimir í vinnuna. Hún alveg orðin hress og Heimir svona nokkuð hress. Guði sé lof. Er núna fegin að Ingibjörg sé búin að fá bóluna, það er þá ekki eftir. Það verður því bara einn sjúklingur næst Wink

Bara stutt í dag, er þreytt og ætla upp í rúm að lesa. Og í þessum skrifuðu orðum kemur auglýsing um að Greys byrji aftur í apríl... VEI Grin Góða nótt.


Gleðilega páska

... öllsömul. Páskarnir hér hjá okkur hafa einkennst af inniveru og bólum! Já Heimir var svo "heppinn" að ná sér í hlaupabóluna af dóttur sinni. Þetta er bara ógeðslegt í einu orði sagt. Óska engri fullorðni manneskju þetta. Annars er Ingibjörg orðin nokkuð hress, hitalaus og allar bólur orðnar þurrar, bara svona hrúður/sár eftir á verstu stöðum. Hún fékk bóluna ekki vægt eins og ég hélt að yrði og fór hún verst út úr þessu á andliti, höfuðleðrinu og baki. Ég fékk algjört áfall þegar ég kom heim úr borginni á miðvikudagskvöldið og sá þau feðginin. Heimir búinn að vera hundlasinn og er það eiginlega enn. Allur í bólum og klæjar stanslaust. Ekki skemmtilegt semsagt! Ég er hinsvegar hin hressasta (svona fyrir utan geðheilsuna Wink ) og er svo heppin að vera búin að fá hlaupabóluna sem krakki, svo það var ekkert að óttast. Finnst ágætt að Ingibjörg sé búin með þetta áður en barnið kemur.

Nóg er af páskaeggjunum hér á bæ. Ingibjörg opnaði tvö í morgun og nartaði í innvolsið. Hún er nú mest spennt fyrir því, og svo páskaungunum. Ég opnaði eitt og þá eigum við 4 egg eftir og þar af 2 númer 6! Það verða því til egg hér frameftir sumri grunar mig. Fengum eitt Góu egg og eitt Freyju egg, erum hvorugt búin að opna, en rest var svo Nói. Alltaf finnst mér hann nú góður, en það verður gaman að smakka hin svona til tilbreytingar.

Annars var gaman í Reykjavíkinni. Ég náði að gera flest af því sem ég ætlaði mér á þessum litla tíma sem ég hafði aflögu. Var mikið í skólanum og gekk vel með öll þau verkefni sem ég þurfti að flytja. Ég fór auðvitað á Quiznos (2x), við Heiða fórum á Ruby Tuesday og í ísbúðina á Hagamel/Melhaga. Við Sigurlaug náðum svo að eyða tíma saman á þriðjudeginum og gátum afrekað ýmislegt á tveimur klukkutímum! Meðal annars kíktum við örstutt í Smáralindina og svo í Ikea. Fórum svo og átum á Pítunni. Jammí! Langt síðan við höfðum farið þangað, svakalega góðar píturnar þarna maður lifandi! Ég hefði átt að taka eina auka með og færa þeim í Egilsbúð Tounge 

Ég er enn að fikra mig áfram í litavalinu á síðunni. Þið afsakið þetta "rask" Grin Hugsa að ég láti staðar numið í bili. Er nokkuð sátt við þennan skæra bleika lit. Kannski ég hringli eitthvað í hinum litunum, var eitthvað að vesenast með fjólubláa litinn.

En jæja, ég er komin upp í rúm. Ætla að horfa á eins og einn Brothers & sisters og prjóna fyrir svefninn. Eigi þið ánægjulegan annan í páskum.


Á leiðinni suður

Allt klappað og klárt fyrir suðurferð. Enda aðeins hálftími í að ég leggi í hann uppeftir. Mér til "mikillar gleði" held ég að barnið sé komið með hlaupabóluna!! Auðvitað stílað inn á það fyrir mig. Hún er alla vegna með nokkrar bólur á líkamanum, svo ég reikna nú með að þetta sé bólan. Hún er ekki vön að vera bólótt! Vonandi verður hún bara svona góð og þetta verður ekki svæsið. Hún er allavega ekkert veik núna svo það er huggun... auðveldara að fara.

Ég lofaði ykkur kjúklingauppskriftinni. Ofur einfalt og svaaakalega gott:

Það er hægt að nota heilan tilbúinn kjúkling en ég steiki frekar bringur og sker þær niður. 500 gr kotasæla og 1 og hálf krukka taco sósa (mild, medium eða hot - allt eftir behag), blandað saman í skál og smurt á mjúkar tacopönnukökur. Setja kjúklinginn ofan á og rúlla upp kökunum. Setjið kökurnar hlið við hlið í smurt form, strá osti yfir og inn í ofn í ca. 20-30 mín. Gott að borða með þessu salat, avocado og sýrðan rjóma.

Þar sem ég er soddans sósukerling, þá nota ég meiri kotasælu og meiri taco sósu. Setti núna síðast smá rauðlauk í kökurnar, voða gott Wink

Var að setja inn nýjar myndir á barnalandið, meðal annars tveimur bumbumyndum Smile breytti í leiðinni lykilorðinu, þið mailið bara á mig ef þið viljið passwordið.

En já, er að hugsa um að bruna strax á Quiznos þegar ég kem í bæinn... er ekki að grínast! Bless í bili.


JÆJA...

og hvernig líst ykkur nú á breytingarnar?! Tounge Er búin að vera að dúlla mér í þessu í kvöld ásamt því að horfa á Bubba. Finnst ykkur litirnir vera að gera sig eða ekki? Það er sko alveg endalaust hægt að gleyma sér í þessu. Heimir kom mér af stað og þá var bara ekki aftur snúið. Ég var reyndar að spá í svona lime grænum litum, en endaði í þessum. Ég get alltaf breytt. Nú þarf ég gera eitthvað í sambandi við höfuðmyndina sem er ennþá bara blár himinn, veit bara ekki hvað ég ætti að setja þarna. Þarf að fá Heimi í málið... seinna. En vona að þið séuð jafn lukkuleg með breytinguna og ég Wink

Innskot: Minn maður bara búinn að redda höfðinu á blogginu! Þetta kallar maður sko þjónustu! Mér finnst þetta nú voða vinaleg mynd svona yfir veturinn allavegna.

Ég er algjörlega sjúk í pizzur þessa stundina. Ég er 3-svar búin að borða pizzu í dag! Ég byrjaði morguninn á litlu pizzastykki sem hægt er að kaupa niðri í búð (hriiiikalega góð!), kokteilsósu og lítilli kók í gleri!! Shocking I know-I know ekki alveg það hollasta, en ég bara varð! Og best að taka það fram að þetta er í fyrsta skipti sem þetta gerist... svona að morgni til *hóst*. Jæja í dag fórum við mæðgur svo til Guðlaugar og co, fengum þar pizzuafganga og svo í kvöld lagaði ég pizzu handa okkur. Svei mér þá, þetta er gott. En ég er búin að ákveða hvað verður í matinn annaðkvöld, og það verður ekki pizza! Nýr kjúklingaréttur sem ég prófaði um daginn, einfaldur og rosalega góður, skal setja uppskriftina inn á morgun.

Við skulum ekkert vera að tala um Sálartónleikana sem eru akkúrat í þessum skrifuðu orðum. Mig auðvitað DAUÐlangar að vera þar. Ég fer suður á sunnudaginn, hefði auðvitað átt að skella mér suður í dag, en við ræðum þetta bara ekkert frekar! Crying

Skemmtileg comment við síðustu færslu, æði að sjá svona marga nýja! Haldið þessu áfram. Þið "gömlu" megið alveg halda áfram líka sko Wink

Ætla í rúmið að lesa... kveð ykkur í bili, góða nótt.


Ekki lengur ein :)

Ætla að byrja á að segja að mér finnst svaka gaman að sjá 3 nýja "kvittara" við síðustu færslu, endilega verið dugleg að kvitta öllsömul! Fullt af fólki sem skoðar síðuna jafnvel daglega og kvittar aldrei! Ekki nógu gott sko. Spurning að fara að læsa síðunni bara, það er svolítið sniðugt finnst mér. Já Kalli, ég ætti kannski að halda pítunámskeið fyrir fólkið í Egilsbúð Tounge Ég veit nú ekki einu sinni hverjir vinna þarna, hverjir kokka né annað, hef bara ekki hugmynd. En þeir mega eiga að pizzurnar eru ÆÐI!

Heimir er kominn heim. Alveg úrvinda eftir borgardvölina. Hringdi í mig í gær til að segja mér hvað hann væri feginn að við hefðum flutt HEIM. Hann var að gefast upp á þessari umferð og því sem er í gangi þarna. Hann er nú verri en ég í þessum málum. Mér finnst alltaf gaman að koma í borgina, þó hraðinn sé mikill.

Það styttist svo í mína ferð. Finnst nú svolítið skrítið að vera að koma suður og vera ekki í Vogunum. En ábúendur þar eru að stinga af til Spánar svo ég verð bara hjá þeim seinna. Það á víst ábyggilega eftir að fara vel um mig hjá Heiðu í Kópavoginum. Engar heimsóknir planaðar, annað en að hitta Sigurlaugu. Hún ætlar með mér í Ikea (alveg rétta manneskan sko) og svo út að borða. Ætlum að gerast svo djarfar og skipta um veitingastað. Sem sagt ekki Fridays, eigum eftir að ákveða stað Wink Svo er svona ýmislegt sem ég þarf að gera og svo er það auðvitað skólinn. Nóg um að vera í þessari staðlotu og fullt af fyrirkvíðanlegum verkefnum... ojojj. Ætla mér að fara ca. 2-3 á Quiznos, ég bara get ekki beðið!

En jæja, ætli það sé ekki best að koma sér í bælið... ekki ein í þetta skiptið Grin


Næsta síða »

Höfundur

Úrsúla Manda
Úrsúla Manda

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband