Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

Hvíld

Ég svaf fram að hádegi í dag (bara að láta ykkur vita Wink) eftir að feðginin voru farin í morgun, frekar ljúft. Drattaðist þá á fætur og fór í skoðun. Allt kom vel út og er barnið búið að skorða sig Happy mikið var ég glöð.

Fór á bókasafnið með Elmu í dag. Fyrsta skiptið sem ég kem á nýja bókasafnið sem er rosalega flott! Endaði á að taka 8 bækur, en nú er komið sumarfrí á safninu. Ég fékk Rimlar hugans en hinar tvær sem ég er svo spennt fyrir voru ekki inni. Les þær seinna. 

Við horfðum á myndina P.S. I love you, get lítið annað sagt en að ég hafi gjörsamlega grátið úr mér augun og þakkaði Guði fyrir að Heimir var heima. Stundi upp í miðjum ekkasogunum að ég væri ekki að höndla þessa mynd og bað hann að sækja fyrir mig heila klósettrúllu. Ég var bara miður mín. Það er langt síðan ég hef grátið svona rosaleg yfir mynd eða bók, svei mér þá - spurning hvort það hafi nokkuð verið síðan ég horfði á Titanic í fyrsta skipti (ekki það að ég græt alltaf þegar ég horfi á hana) en þá var ég með ekka í langan tíma eftir að myndin var búin. Svakalegt!

Við mamma erum að fara upp í Egilsstaði á morgun. Ég er að fara með köttinn til dýralæknis. Nú á að örmerkja hann og ormahreinsa. Ég ætlaði auðvitað að láta gelda hann í leiðinni, en hann verður ekki geldur fyrr en í haust. Læknirinn sagðist ekki gelda ketti fyrr en um 8 mánaða aldur, hann verður því bara fjörugur þangað til Wink

Er farin upp í rúm að lesa - góða nótt. 


Bananabrauð

Við hjúin erum bara tvö hér í kotinu, Ingibjörg er hjá ömmu sinni og afa. Ætlum nú að fara að horfa á myndina P.S. I love you, sem þýðir að ég er að fara að pína Heimi til þess. Ég las bókina þegar ég var ólétt af Ingibjörgu og ætla ekki að segja ykkur hvað ég grét rosalega yfir henni. Vona að myndin sé líka góð.

Gerðum heilan helling í dag og var vaggan meðal annars sett saman. Ég reif allt af rúminu og þvoði meira að segja pífuna, undirlakið og allt sem hægt var að þvo. Hreiðurgerð... I know. Á morgun ætlum við að taka bílsskúrinn í gegn, en ég er búin að vera að bera dót þangað sem var á háaloftinu hjá mömmu og pabba. Ýmislegt fyndið sem ég er búin að finna og ætla að halda í. Er alveg hrikaleg í að henda svona, þ. e. a. s. ég get engu hent! Gæti hreinlega dáið drottni mínum þegar ég er að skoða gamlar skólamöppur, allar útkrotaðar í I love þennan og I love hinn Grin Bara gaman. Heimi finnst ég hinsvegar frekar hallærisleg LoL

Ég bakaði bananabrauð í dag. Fékk uppskriftina á síðunni hennar Sigrúnar. Og þar sem ég er ekki mikið fyrir að vera að baka bollur, brauð eða annað svoleiðis þá get ég lofað ykkur að þetta er einföld uppskrift. Skelli henni hérna inn fyrir ykkur:

Bananabrauð.

1 bolli sykur.        2 bollar hveiti.        1 tsk lyftiduft.        1 tsk natron.      2 bananar.

Þurrefnunum blandað saman og bananarnir stappaðir saman. Þeir svo settir saman við þurrefnin og hnoðað saman þangað til þetta er orðin bolla. Bakað við 180 gráður í 1 klst. 

Svakalega gott og svakalega einfalt! Wink 

Ætla að fara að horfa og prjóna. 


38 vikur

Já nákvæmlega í dag og ég er ekki enn farin á fæðingardeildina... OG stelpur, ég náði sjæningunni Wink Reyndar held ég að ég sé ekkert að fara að eiga strax, og ég er eiginlega að vona að ég eigi ekki fyrr en eftir 6. júlí því þá er Salný komin úr fríi. Þannig að allar sléttar tölur eftir 6. til og með 18. eru í fínu lagi! Tek ekki þátt í að ganga með lengra en til 18. júlí, enda væri ég þá komin 8 daga framyfir settan dag. Þá vitið þið það. Ingibjörg hlýddi ekki fyrirmælum mínum árið 2005, en ég veit að þetta barn hlýðir mér, er alveg með það á hreinu Grin En annars finnst mér magnað að hugsa til þess að eftir mánuð verð ég orðin 2ja barna móðir.

Elma koma í fyrradag og færði mér Steinsmiðinn eftir Camillu Lackberg. Ég lagði því Jaðiaugað á hilluna í bili, ég beið nefnilega spennt eftir þessari og ég varð ekki fyrir vonbrigðum. Mjög góð bók. Hinar tvær eftir hana, Ísprinsessan og Predikarinn eru líka alveg frábærar.  

Í gær var síðasti dagurinn minn í vinnunni. Alveg er það nú ljúft. Er búin að hafa það svooo gott í dag og á morgun er ég að hugsa um að gera akkúrat ekki neitt!! Liggja í rúminu og lesa, horfa á tv og hafa það mjöööög gott Smile

Vona að þið hafið það líka gott.


Betra er seint en aldrei =)

Jahérna hér, ég er bara ekki alveg að nenna þessu núna. Mikil bloggleiði að hrjá mig, kannski kemur andinn yfir mig ef ég byrja Wink 

Nú er ég að detta inn í 38. vikuna, vonandi eru bara 2 vikur eftir - EKKI fjórar. Var í skoðun í dag og kom allt vel út. Blóðþrýstingurinn fínn, kílófjöldinn á mér er enn innan eðlilegra marka og barnið er búið að lausskorða sig. Svo ég er bara kát Happy Ég á eftir að vinna á morgun og næsta dag og þá er ég hætt! Hlakka mikið til, er svona aðeins farin að þreytast þó ég sé alveg hress.   

Er tilbúin með ýmislegt fyrir komu barnsins. Vaggan kom í hús í dag, búin að kaupa fyrsta bleiupakkann, búin að þvo taubleiur og föt og svona hitt og þetta. Er núna að fara yfir leikföng og ungbarnadót til að hafa tilbúið í kassa. Sjálf er ég búin að fara til tannlæknis og fer í allsherjar yfirhollingu á fimmtudaginn til Rósu Daggar. Þá held ég að ég sé nokkurn veginn tilbúin í slaginn Cool

Er búin að lesa bókina Þúsund bjartar sólir. Mæli með henni. Hún er eiginlega bara alveg rosaleg. Get þó ekki gert upp á milli hennar og Flugdrekahlauparans. Þó þær séu líkar þá eru þær ólíkar. Hægt að gráta yfir þeim báðum. Elma lánaði mér svo Jaðiaugað og er ég að byrja á henni. Verð að redda mér bókunum Áður en ég dey, Kona fer til læknis og Rimlar hugans. Látið mig vita ef þið eigið þær.

Læt þetta gott heita í bili. Ætla upp í rúm að lesa.


Dagur að kveldi kominn

Aldeilis búinn að vera góður dagur í dag. Takk fyrir allar kveðjurnar hvort sem þær birtust í formi smsa, símtala eða hér á blogginu, takk fyrir Kissing Ég er þreytt en afar ánægð eftir daginn.

Ætla ekki að gera neitt upp í bústað Wink bara prjóna, lesa, borða og sofa! Mikið ætla ég að hafa það gott.

Hér kemur ein af okkur mæðgum þar sem við biðum eftir gestunum. Hafið það gott á þjóðhátíðardaginn.

 


Hún á afmæli í dag =)

Það kom að því... ég er orðin thirty something LoL já eða bara þrjátíuogeins! Mér líður vel, vaknaði fyrir hálftíma síðan, himininn er heiðskýr og veðrið minnir mig einna helst á þegar ég var lítil að halda upp á afmælið mitt. Þá var alltaf gott veður og afmælið endaði að sjálfsögðu alltaf úti.

Ég ætla að klára það sem ég á eftir að gera fyrir afmælið og hafa það svo gott. Svo er það sumarbústaðurinn á morgun, á afmælisdaginn hans pabba, ohh hlakka til!

Hafið það gott öllsömul í dag.

Kveðja afmælisbarnið Wizard


Hitt og þetta

Næ engu sambandi við bókina sem ég byrjaði á um daginn. Er komin með nokkrar til að lesa núna, þar á meðal Þúsund bjartar sólir. Ætla að byrja á henni á eftir. Lagði mig þegar ég kom heim úr vinnunni í dag og held að ég sé ekkert að fara að sofa á næstunni. Heimir ekki kominn heim ennþá, Ingibjörg farin að sofa auðvitað svo við Leó sitjum hér og bíðum eftir Desperate housewifes. 

Annars erum við farin að halda að kötturinn heldur sennilega að ég sé annaðhvort móðir hans eða konan hans. Svei mér þá. Ef ég yrði á hann byrjar hann að mala og mjálma, hann vill helst orðið sofa upp í hjá mér og þá annað hvort alveg klesstur upp að mér eða á koddanum mínum. Svo sleikir hann mig og nartar í mig, klessir trýninu upp að andlitinu á mér og ég veit ekki hvað og hvað. Núna liggur hann á bumbunni með höfuðið á bringunni á mér og steinsefur á hlið eins og ungabarn. Ég held að þetta sé ekki eðlilegt. Er viss um að hann lætur svona af því að ég er ólétt, svo þegar það verður búið vill hann örugglega ekki sjá mig.

Þjóðverjarnir töpuðu leiknum í dag. Alveg varð ég hissa. Get rétt ímyndað mér að Udo hafi verið brjálaður, bandbrjálaður! Annars fylgist ég ekkert með fótboltanum og gæti ekki verið meira sama um hann. Þakka Guði fyrir að Heimir er ekki fótboltafíkill, myndi aldrei meika það. Hugsið ykkur að sumir karlmenn taka sumarfríið sitt á þessum tíma, svo þeir missi ekki af neinum leik! Hjálpi mér, ég væri búin að sparka manninum öfugum út!

Ég er í fríi á morgun og mánudag. Svo það er fimm daga helgi hjá mér. Afmælið á laugardaginn og ætla ég að halda smá kaffiboð. Á sunnudaginn ætlum við svo upp í bústað og vera þar fram á þriðjudag. Mikið hlakka ég til.


Leikskólinn

Las það hjá einum bloggvini mínum að frá og með 1. júní 2008 greiða foreldrar í Fjarðabyggð aðeins vistunargjald fyrir eitt barn á leikskóla. Frábært! Það lítur því út fyrir það að við förum ekki á hausinn haustið 2009 Wink Og ekki nóg með það, við getum bara farið að hrúga niður börnum og borgum aldrei nema eitt leikskólagjald Tounge Þetta er sko aldeilis flott. Mér varð nú samt hugsað til Danmerkur, en þar þurftum við ekki að borga neitt fyrir pláss frá klukkan 7-17 (ekki það að Ingibjörg var aldrei svona lengi) þar sem við vorum námsmenn. Þar fylgdi líka allt með, það eina sem við áttum að koma með á hverjum degi var einn ávöxtur. Hér hinsvegar þarf maður sjálfur að koma með bleiur, sóláburð og 15 mínútur skipta ÖLLU máli. Fyndið hvað þetta er ólíkt. Ekki það að ég myndi vilja skipta, því ég er nú mun sáttari með fyrirkomulagið hér en þarna úti.

En já, það er spurning hvort ég verði ekki bara orðin ólétt aftur áður en þessu ári líkur?! LoL Nei ætli það.


Jæja

Ætli það sé ekki best að láta vita af sér svona til tilbreytingar. Ég er nú loksins búin að fá út úr prófinu í aðferðafræðinni og ætla ég ekki að segja ykkur hvað ég varð glöð. Einhvern veginn í ósköpunum tókst mér að ná 8!! Ég er bara ekki alveg að fatta það því ég var svo viss um að ég myndi rétt ná ef ég myndi þá ná! En já svona getur maður nú vanmetið sig. Skil svo ekki heldur hvernig ég fékk 8 þegar hæsta einkunnin í þessu námskeiði var 8,5!! Jahérna. Svei mér þá ef ég fer ekki bara að leggja aðferðafræðina fyrir mig Wink *hóst* eða ekki. En þetta var óskaplega gleðilegt og er ég í skýjunum. Kláraði líka síðasta verkefnið sem ég átti eftir núna á fimmtudaginn, svo nú er ég loksins komin í sumarfrí frá skólanum Wizard ægilega gott.

Nú er ég komin 35 vikur á leið, bara 5 vikur eftir, eða 3 og nú ef í hart fer þá 6 eða 7 vikur. En eins og ég var búin að segja þá verður það ekkert svoleiðis Tounge Ótrúlegt hvað tíminn líður hratt. Ingibjörg er ægilega spennt orðin og segist hlakka mikið til að fá litla barnið og að það ætli að eiga heima hérna hjá okkur. Vonandi helst þessi gleði bara, spurning hvað verður þegar hún áttar sig svo á því að barnið fer ekkert Smile Ef einhver spyr hana hvenær litla barnið kemur þá svarar hún iðulega: á þriðjudaginn eða föstudaginn Happy Gott að hafa það á hreinu.

Vika í afmæli mitt. Alveg finnst mér ekkert merkilegt við það að verða þrjátíuogeins! Eins óspennandi tala og ég get hugsað mér. Samt eru nú öll afmæli merkileg, það er ekki það. Alltaf gaman að eiga afmæli Grin

Jæja ætla upp í rúm að lesa. Var að byrja á bókinni Griðarstaður, eftir sama höfund og skrifaði Musterisriddarann. Líst bara ágætlega á. Fékk hana senda frá fína bókaklúbbnum mínum. Góða nótt.


Höfundur

Úrsúla Manda
Úrsúla Manda

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband