Leita í fréttum mbl.is

Lasarus

Mér fannst Ingibjörg vera svo heit þegar ég sótti hana á leikskólann og það reyndist rétt hjá mér, hún er orðin lasin. Er með hita og hnerrar stöðugt í sig kvefið. Líst ekkert á hvað hún vill lítið nærast. Það er ekki eins og hún megi við því að léttast, það var allt orðið hólkvítt á hana eftir síðustu veikindi. Hún var nú aðeins farin að ná sér á strik og borða almennilega. En það er vonandi að þetta sé bara hiti og hún verði orðin hress á sunnudag. Hún er einu sinni búin að biðja um snuðið en fékk það ekki, hún virðist skilja það, þó hún reyni. Nú er það bara ég sem þarf að halda þetta út Wink Ætla nú rétt að vona að Heimi takist ekki að ná sér í þessa pest eða hitavellu. Er ekki frá því að ég yfirgefi þá heimilið!

Heimir er ekki enn kominn úr vinnunni. Vona nú að Skarðið sé í lagi, reyndar stillt veður en snjókoma... en ekki hvað?! Mamma kom í mat í kvöld og við horfðum á Bubba. Höldum vart vatni yfir honum Eyþór. Alveg er drengurinn guðdómlegur! Syngur eins og engill og svo er hann svo fríður. Ég held að þeir tveir, Arnar og Eyþór, bítist um bitann og mun Eyþór hafa betur. Það er mín spá. Hann fúnkerar flott með þessari eðal hljómsveit.

Það stefnir sem sagt allt í rólega helgi hér á bæ. Enginn íþróttaskóli á morgun, best að tala ekkert um það við dömuna. Ætla að fara upp í rúm og breiða úr mér þar Smile Góða helgi öllsömul!


Snjór

Ég er nú bara ekki að skilja þetta veðurfar hérnamegin á Íslandi. Jahérna. Það er nýbúið að hreinsa allan snjó af götum og jafnvel komið niður í malbik, EN þá byrjar að snjóa aftur og allt fyllist, ojojj. En mikið er ég nú fegin að eiga bílskúr þegar svona veður er. Það er alveg himneskt Smile

Annars ekkert í fréttum. Mamma kom í mat og við horfðum á Hæðina. Finnst þetta ferlega skemmtilegir þættir og á sko eftir að fylgjast með þeim til loka. Samt svo fyndið hvað íslendingar eru lame að apa alltaf allt upp og eru meira að segja með samkynhneigt par í þáttunum. Alveg eins og var í þeim upprunalegu Tounge Reyndar finnst mér þeir nú redda þáttunum, félagarnir Beggi og Pascal, finnst þeir æði! Verður gaman að vita hverjir vinna þetta.

Jæja, ekkert í fréttum! Er þreytt og ætla upp í rúm. Tékka hvort Heimir nenni ekki að nudda mig aðeins fyrir svefninn... það væri ljúft. Guten nacht.


Ingibjörg

Ég er ekki frá því að þetta blogg verði aðallega tileinkað dótturinni, er alveg einstaklega ánægð með hana núna!

Málið er að Ingibjörg er hætt með snuð. Já ég held ég geti bæði skrifað það og sagt það upphátt Wink Ég hef nú ekkert verið að pressa neitt voða mikið á hana, enda er hún rétt rúmlega 2ja og hálfs en ekki 4ra ára. Og mér finnst allt í lagi að börn noti snuð, svona í hófi allavega. Ingibjörg var hætt að nota snuðið nema þegar hún fór að sofa og leggja sig, en nú er hún bara alveg hætt. Leggur sig á leikskólanum án þess og fer svo að sofa á kvöldin án þess Smile Mér finnst hún ægilega dugleg! Hún hefur nú beðið um það ca. einu sinni á dag en ég hef náð að eyða því hjá henni. Nú er bara að vona að hún verði ekki veik á næstunni svo hún detti ekki í duddurnar aftur Tounge

Og já fyrst ég er byrjuð, því þá að stoppa Happy Það er svolítið síðan að hún hætti að nota bleiu. Hún hefur reyndar bleiu enn yfir nóttina en ekkert yfir daginn, og ekki heldur þegar hún leggur sig á daginn. Það er samt eitt vesen og það er að hún fæst ekki til að gera "númer 2" í klósettið. Biður alltaf um bleiu þegar hún þarf að gera það. Veit ekki alveg hvernig á að koma henni til að gera þetta í klósettið, er að hugsa um að þvinga hana ekki svo þetta verði ekki vandamál síðar meir. Þetta kemur sjálfsagt hjá henni... eða við skulum vona það Wink 

Allt fínt að frétta. Var að vinna í dag. Nú verð ég 2-3 morgna í viku niðri á spítala að aðstoða Þorgerði og svo áfram í einhverjum afleysingum þegar þarf. Fínt fyrirkomulag. Fer svo í skólann á morgun og vinnu, og í skólann á föstudag. Er samt haldin mikilli skólaleti núna. Er bara ekki að nenna þessu. En það þýðir ekkert annað en að spýta í lófana, ekki svo langur tími eftir af þessari önn.

Er búin að vera að veltast með það í maganum í ca. mánuð að fara að stunda sundið. Það væri alveg tilvalið að fara á morgnanna þegar ég væri búin að skutla Ingibjörgu á leikskólann. Er samt ekki að geta komið mér af stað! Spurning um að taka allavega sunddótið til og þá gæti ég bara gripið töskuna svona ef ég myndi láta verða af þessu. Þetta er nefnilega svooo gott! 

Hvað eru þeir að hugsa á Stöð 2 að sýna Grey's svona seint?! Veit það einhver! Ætla rétt að vona að ég verði ekki sofnuð áður en þeir byrja!


1. apríl

Og nei ég ætla ekki að ljúga neinu í ykkur, ekki í dag allavega. Ég hef haft varann á mér í allan dag, og hef efast um allar fréttir. Þar með fattaði ég strax að tilkynningin sem Barnaland sendi frá sér um að það ætti héðan í frá allt að vera á dönsku, væri gabb. Já ég er ekki svo vitlaus skal ég ykkur segja Wink Held að ég hafi ekki verið göbbuð í dag.

Við Ingibjörg fengum stórt umslag í pósti í dag. Sendandinn var Sigurlaug. Við vorum ægilega spenntar að rífa upp umslagið og urðum báðar mjög kátar að sjá innihaldið. Einna best var þó merkingin á umslaginu, en þar stóð Gauksmýri 7. Gauksmýri hættir í 6. Málið var að Sigurlaug var stödd á pósthúsinu og gat engan veginn munað nýja heimilisfangið. Mundi þó heitið á götunni hjá mömmu og pabba, en ekki númerið, og mundi svo númerið hjá mér en ekki götuheitið. Splæsti því svo bara saman og úr varð Gauksmýri 7 LoL Já það er um að gera að bjarga sér. Og svo má líka segja að það eru ekki margar Úrsúlur Möndur (í fleirtölu) hér á staðnum svo þetta gat ekki annað en komist til skila. Þúsund þakkir fyrir okkur enn og aftur!! Heart

Eftir að hafa fylgst með kennslu núna í nokkra tíma í skólanum, sé ég það alltaf betur og betur að yngri barna kennsla á sennilega ekki við mig. Það var svo sem eiginlega það sem ég vissi. Ég held svei mér þá að ég hefði ekki þolinmæðina í þennan aldur. Hugsa að ég yrði betri í eldri bekkjum, eða við skulum vona það Tounge Reyndar hefur þetta allt sína kosti og galla auðvitað. Kannski á ég einhvern tímann eftir að prufa yngri barna kennslu, hver veit. Er hinsvegar enn að velta fyrir mér íslenskunni eða samfélagsgreinunum. Veit ekki hvað ég geri. Allavega ætla ég að lauma mér í íslenskutíma hjá Lilju á föstudaginn.

Ætla að horfa á þessa framhaldsmynd sem er í tveimur hlutum í Ríkissjónvarpinu og prjóna... annaðhvort bleikt eða blátt Wink


...

Ingibjörg er komin með pláss á leikskólanum til klukkan 16 frá og með morgundeginum. Ég sem hélt að hún fengi ekki þennan tíma fyrr en í haust. Ég fékk svona nett í magann, finnst það allt í einu svo langur tími, miðað við að hætta klukkan 14. En auðvitað get ég sótt hana hvenær sem er. Og svo er nú ekki eins og henni leiðist blessaðri, hún alveg elskar að vera þarna.

Fékk smá útrás á höfuðleðrinu á dömunni í dag. Gat bara ekki horft lengur á þetta! Greiddi nokkur hrúður í burtu. Í eitt skiptið fór smá hárflyksa með og fylgdi auðvitað öskur í kjölfarið. Ég baðst nú innilegrar afsökunar og sýndi henni "stykkið" og spurði hvort hún vissi hvað þetta væri. Hún horfði vel og lengi á þetta og sagði svo: Já, hlaupabóla! LoL Vissi ekki hvert ég ætlaði ég hló svo mikið.

Veit ekki hvaða bók ég á að lesa næst. Svona fyrir utan uppeldisbókina sem við fengum, þá verð ég að hafa eitthvað annað líka. Annaðhvort verður það Sakleysingjarnir eftir Ólaf Jóhann, eða Síðasti Musterisriddarinn. Úllen dúlla þetta á eftir.

En nú ætla ég að fylgjast með American Idol. 10 manns komnir í úrslit og þá nenni ég að fylgjast með þessu. Ekki séns fyrr en núna.


Letilíf

Hér var legið í rúminu til hádegis í dag. Þvílíkt sem það var ljúft. Ég reyndar vaknaði klukkan 8, og hélt þá hreinlega að ég væri að springa, þar sem ég hafði ekki vaknað til að pissa um nóttina!! Svona er þetta, er bara stanslaust á toilettinu. En ég var fljót upp í aftur og er komin á fullt skrið með Yrsu. Ætla að klára hana núna í kvöld. Heimir kom  með appelsín og páskaegg upp í rúm um 10 leytið!! Sagði að hann mætti þetta alveg þar sem páskarnir fóru framhjá honum Wink Það var líka frekar ljúft að liggja og lesa og eta sælgæti til hádegis.

Það er búið að snjóa þvílíkt mikið í dag. Ég fann alveg jólafiðringinn fara um mig. Þetta var svona stöðug snjókoma með risa flyksum. Ferlega fallegt. Mikið verður gaman næstu jól... en það er víst margt annað sem kemur á undan þeim Grin

Ég þarf alveg að sitja á mér að kroppa ekki í hrúðrið á bólunum á Ingibjörgu. Reyndar er nú alveg heill hellingur farinn, en enn er eitthvað eftir. (Vá mikið af e-um!) Hún er ekkert að spá í þessu, það er bara ég sem er ekki að höndla þetta!

En jæja, ég ætla að fara upp í rúm... að lesa. 


Svarið

Mikið var ég nú glöð að sjá að enginn gat svarað prófinu rétt. Ég þarf því ekki að segja skilið við ykkur Smile En hér kemur svarið :

Hún vonaðist til þess að maðurinn kæmi í jarðaför systur sinnar.
Ef þú gast rétt þá hugsaru eins og geðsjúklingur. Þetta próf var gert af
Bandarískum sálfræðing til að athuga hvort fólk hugsi eins og morðingi.
Margir fjöldamorðingjar hafa verið látnir taka þetta próf og svöruðu þeir
allir rétt.
Ef þú hins vegar svaraðir ekki rétt, gott hjá þér og gleður mig að vera
vinur þinn! Ef vinir þínir fá bingó við þessari spurningu, þá mæli ég með
því að þú skiptir um vinahóp og haldir ákveðni fjarlægð frá þeim.

Annars erum við bara tvö hér í kotinu. Ingibjörg gistir hjá ömmu sinni og afa í kvöld. Hún er reyndar búin að vera þar í allann dag líka. Við brunuðum á Reyðarfjörð eftir íþróttaskólann, á námskeið. Ferlega spennandi uppeldisnámskeið. Skemmtum okkur vel í dag og eigum alveg ábyggilega eftir að geta nýtt eitthvað af þessu sem talað var um. Þetta er þriggja daga námskeið og haldið á hálfsmánaðar fresti svo maður getur "æft" hina og þessa taktík fyrir næsta tíma og rætt svo hvernig til tókst Wink Ægilega spennandi.

Arfavitlaust vetrarveður hérna. Ég er alveg agndofa á þessu, held alltaf að síðasta hretið hafi verið það síðasta þennan veturinn. En nei, svo er nú ekki.   


Sálfræðipróf

Ég fékk þessa gátu eða sálfræðipróf í pósti í morgun. Finnst þetta alveg brilljant. Ætla að skella henni hingað inn en ég birti ekki svarið fyrr en á morgun, eða bara um helgina. Ætla að sjá hvort ég fái einhver viðbrögð frá ykkur. Og þið sem vitið svarið, ekki skemma Wink

Þetta er raunverulegt sálfræðipróf sem byrjar svona:

Það var einu sinni kona sem var í jarðaför móður sinnar. Í jarðaförinni
hitti hún mann sem hún hafði ekki séð áður. Þessi maður var svo fallegur að
konan hafði aldrei séð annað eins. Hún hélt ekki vatni yfir þessum
draumaprins og varð ástfangin upp fyrir haus. Hún komst þó aldrei í það að
fá hjá honum símanúmerið vegna anna í jarðaförinni. Nokkrum dögum seinna
drap konan systur sína.


Spurningin er: Hvers vegna drap hún systur sína?


Jammíí

Ég sit hér uppí sófa með eina ískalda appelsín í gleri og treð í mig fylltar appolo lakkrísreimar Tounge  Hrikalega er þetta gott!! Annars er ég að fara að taka mig á í gosdrykkju, datt all svakalega í það um páskana, og þá aðallega í páskaölið. Það er bara svo gott. Annars er ég með æði fyrir Topp-Lime og get ég alveg drukkið það í staðinn fyrir gosið... bara ekki alveg strax Wink

Ég byrjaði í vettvangsnámi í dag. Voða gaman. Verð alla næstu viku líka.  

Við Heimir horfðum á myndina No Country For Old Men um daginn. Var þvílíkt spennt að sjá hana þar sem hún vann nú nokkra Óskara og fékk góða dóma. Já nei, það voru rétt liðnar 10 mínútur af myndinni þegar ég var komin í tölvuna. Meiri andsk... vitleysan. Heimir horfði hinsvegar á hana alla og sagði hana góða, svona seinni hlutinn allavega.

Er enn að bögglast með bókina hennar Yrsu. Gengur freeeekar seint! Hún er ekki leiðinleg, bara langdregin. Á um 100 bls eftir, spurning hversu langan tíma það tekur að klára þær.


Stutt

Lífið féll í eðlilegar skorður í dag. Ingibjörg fór í leikskólann og Heimir í vinnuna. Hún alveg orðin hress og Heimir svona nokkuð hress. Guði sé lof. Er núna fegin að Ingibjörg sé búin að fá bóluna, það er þá ekki eftir. Það verður því bara einn sjúklingur næst Wink

Bara stutt í dag, er þreytt og ætla upp í rúm að lesa. Og í þessum skrifuðu orðum kemur auglýsing um að Greys byrji aftur í apríl... VEI Grin Góða nótt.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Úrsúla Manda
Úrsúla Manda

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband