Leita í fréttum mbl.is

Gleði

Það var verið að hringja til að láta mig vita að tölvan mín er væntanleg 8. nóvember!!! JÁ!! Núna á fimmtudaginn! Þetta er nú eiginlega viku fyrir tímann og það er sjaldan að það gerist hér í Danmörku. W00t Ég svoooo spennt að ég er alveg að missa mig! Þar sem þolinmæði er nú ekki mín strerkasta hlið að þá á ég ekki eftir að geta beðið eftir því að Heimir setji allt inn í tölvuna og annað svo hægt sé að fara að nota hana. Vildi að ég fengi hana í hendurnar, gæti stungið henni í samband og farið að vinna á henni... STRAX Tounge

En ég bara varð að láta ykkur vita svo þið gætuð glaðst fyrir mína hönd Wink
 

 


Stutt

Aðeins að fræga fólkinu... ég er að horfa á Brothers and Sisters og er að spá í Calistu (Ally McBeal). Er hún búin að fara í einhverjar nettar aðgerðir í andlitinu? Finnst hún vera með svo "fyllt" andlit og skrítin... Get svo svarið það að mér finnst hún eitthvað breytt síðan úr Ally þáttunum. Jú auðvitað hefur hún elst, en ekki hefur hún nú fitnað blessunin. Og eitt annað... Britney Spears... er hún komin með hár, eða er hún alltaf með hárkollur? Veit það einhver? 

Gullkorn dagsins:

Slétt er heimaalningsins gata.

Stefán frá Hvítadal


Notalegt

1. nóv í fyrra kom fyrsti snjórinn þann veturinn. Það virðist hinsvegar ekkert bóla á snjónum eins og staðan er í dag. Þvílíka blíðan búin að vera, sól og 16 stiga hiti.

Enn ein rólegheita helgin liðin. Við ætluðum bæði að vera svo dugleg að læra, en það fór nú eitthvað lítið fyrir því. Við grilluðum í kvöld. Svínakjöt handa mér og íslenskar lambakótelettur fyrir húsbóndann. Ingibjörg fékk auðvitað bæði. Mikið svakalega finnst mér lambakjöt ógeðslegt. Hreinasti viðbjóður! Og lyktin... svona fituvibbafíla! Gæti hreinlega ælt Sick 

Útijólaserían var sett upp í dag. Kemur vel út. Í gær setti ég svo upp seríu í herberginu hennar Ingibjargar og inni í svefnherbergi. Ég gat bara ekki hætt þegar ég var búin að setja upp eina, var næstum því búin að ráðast á alla gluggana í íbúðinni. En ég ætla að bíða eftir næstu helgi. Þá fer Nov 063ALLT jólaskraut upp Smile Hér er mynd af svefnherbergisglugganum, vil hafa marglita seríu þar því ég elska birtuna frá þeim. Það er svo kósý að vera undir sæng og sjá litina koma undan gardínunum Heart

Þórey, límmiðarnir komu í dag. Þúsund þakkir enn og aftur. Hrökk reyndar í kút þegar ég sá að þeir voru silfraðir, en lyklaborðið hlýtur að vera silfrað... ég treysti þér Wink Nú vantar bara tölvuna, jiii hvað ég hlakka til! Bara 10 dagar í hana.

Gullkorn dagsins:

Þið eigið að gleðjast yfir lífinu á hverjum degi; ekki að slá því á frest, þar til hann er orðinn að fortíð, að uppgötva að þetta voru yndislegar stundir! Treystið ekki á hamingju ókominna daga. Því eldri sem maður verður þeim mun betur finnur maður að það að njóta andartaksins er náð, gjöf gulli betri.

María Curie


Jólaskraut og bækur

Fjölskyldan fór niður í geymslu áðan til að taka til og sækja jólaskrautið. Jamm, jólaskrautið er komið hingað upp og ég er búin að fara í gengum það. Ohh ég elska þennan tíma! (Svona ef það skyldi hafa farið framhjá ykkur). Ég ætla samt ekki að skreyta núna, ætla að reyna að geyma það fram að næstu helgi. Ég ætla samt núna að setja útiseríuna upp og jafnvel 1-2 seríur í glugga. Mér finnst það allt í lagi, er ekkert svo snemma í því. Næsta helgi verður svo alveg kjörin til allsherjar skreytingar. 

Óhætt að segja að ég sé afar spennt fyrir nýju bókinni hans Arnalds Indriða, Harðskafi. Ætla pottþétt að fá hana í jólagjöf. Verð svo að finna mér aðra bók til að fá í jólagjöf, verð að fá tvær. Er Yrsa Sigurðardóttir ekkert að koma með bók fyrir jólin, viti þið það? Annars er hún mjög góð bókin hans Ólafs Jóhanns sem ég er að lesa núna, Slóð fiðrildanna. Hann er alveg magnaður höfundur. Skrítið að ég skuli ekki fyrir löngu hafa dottið í hann, en sumt tekur tíma. Maður þarf nefnilega að vera viss stemmdur finnst mér fyrir ýmsum höfundum. Fyrir nokkrum árum gerði ég tilraun að lesa bók eftir hann, gafst upp og var bara engan veginn að fíla hann. En maður þroskast víst með árunum Wink

Það brutust út mikil fagnaðarlæti hér hjá okkur mæðgum rétt fyrir 10 í kvöld. Lai og Mie eru dottin út úr Vild med Dans!! Wizard Mikið rosalega var ég ánægð!! Veit að fjölskyldan á Engvej steig einnig villtan dans þegar úrslitin voru kunngjörð. Eftir eru þá þrjú pör og því tveir þættir eftir af þessari seríu. Svakalega skemmtilegir þættir!  

Gullkorn dagsins:

Karlar setja lög - en konur móta almenningsálitið.

Leó Tolstoj


...

Ussuss nýjasta serían af ER er roooosaleg! Ég ætla ekki að segja meira því ég veit að heima á Íslandi eru þið einni seríu á eftir. Sko mig, kjaftaði ekki frá neinu núna Wink

Annars nenni ég ekki að blogga neitt núna, er bæði þreytt og andlaus. Ingibjörg á frí á morgun, það er starfsdagur hjá pædigounum. Mér finnst því vera hálfgerður föstudagur í dag. Hlakka þó til á morgun, pizza og Vild með dans! Tounge

Ætla uppí rúm, góða nótt. 

Gullkorn dagsins:

Hættur allsgnægtanna eru viðsjálli en hættur vöntunarinnar. Þær læðast að okkur. En vöntunin skapar drauminn og draumurinn er efniviður allra framtíðardáða. Þar sem draumurinn hverfur og eltingaleikur við stundargaman og stundarþægindin kemur í staðinn er framtíðin í hættu.

Þórarinn Björnsson skólameistari


Shop till U drop

Í dag er ár liðið frá því við fluttum hingað á Myggenæsgade 7. Það var bókstaflega eins og koma í himnaríki miðað við Öresundskollegið sem var hreinasta helv... en þar bjuggum við í 1 og hálfan mánuð. Það er óskaplega ljúft að búa hér á Íslandsbryggju, stutt í allar áttir. Það sem mér finnst líka gott er að við finnum ekkert fyrir þvi að búa í stórborg hérna inni í götunni okkar, enda er þetta alveg lokað hverfi. Já þetta er ljúfur staður.

Dagurinn var sko aldeilis fínn. Náði að kaupa 4 og hálfa jólagjöf og er ánægð með það. Gott að vera aðeins komin af stað. Hitti svo eina mömmuna þegar ég sótti Ingibjörgu og sagði henni að ég hefði verið í Fields að versla jólagjafir. Hún starði á mig eins og ég væri eitthvað verri... já þú ert svolítið snemma í því Grin Gat ekki annað en brosað. Við Hlín tókum svo pásu eftir H&M og fengum okkur gott að borða og tókum svo restina af Fields í nefið. Ægilega gaman hjá okkur. Ætlum að endurtaka þetta í nóvember og taka þá stefnuna í hliðargöturnar af Strikinu. Þær eru jú æðislegar.

Keypti Milka súkkulaðidagatal handa Ingibjörgu. Gott súkkulaði og það er reglulega falleg mynd á dagatalinu. Náði líka nokkrum skó gjöfum og meðal annars þeirri sem hún á að fá á aðfangadagsmorgun. Svo þarf auðvitað að spá í gjöf sem jólasveinninn kemur sjálfur með. Spurning að það verði einhver íslensk jólasveinabók? Það gæti verið skemmtilegt Smile 

En ég er þreytt eftir búðarápið og ætla upp í rúm að sofa. Guten nacht! 

Gullkorn dagsins:

Rósum rignir aldrei af himnum ofan. Ef þú vilt fleiri rósir en til eru verður þú að gróðursetja fleiri rósarunna.

Georgía Eliot


Jólagjafir og skólinn

Ég er að fara í Fields í fyrramálið og ætla að dvelja þar allan daginn! Ójá að kaupa jólagjafir Wink Við Hlín, en hún er með mér í skólanum og býr í Holte, ætlum að spóka okkur um. Ætli mesti tíminn fari ekki í H&M og Toys'r us, finnst það líklegt. Var að hugsa um að reyna að klára skó gjafirnar handa Ingibjörgu líka. Hlakka mikið til.

Við Áslaug erum búnar að fá einkunn fyrir rannsóknarritgerðina okkar. Fengum 9! Erum afar ánægðar Smile Svo fékk ég 9,4 fyrir fína hugarkortið mitt. Er ægilega glöð með það líka. Vildi að þessir áfangar væru próflausir, að það væru bara verkefnaskil. Mikið væri það ljúft. Kvíði all svakalega fyrir prófunum og þá sérstaklega þroska- og námssálarfræðinni. En eins og ég er búin að segja oft og mörgum sinnum, ef ég fell þá tek ég bara prófið aftur í ágúst. 

Við áttum að velja okkur kjörsvið í síðustu staðlotu í skólanum. Finnst það frekar snemmt þar sem maður er rétt að átta sig á hvernig skólinn virkar og annað í þeim dúr. Það var ýmislegt sem að heillaði mig, t.d. íslenska, samfélagsgreinar og almenn grunnskólakennsla. Ég skoðaði þetta svo auðvitað allt vel og vandlega. Varð fyrir vonbrigðum með íslenskuna því ég var að spá í henni sem kjörsvið, en svo held ég bara að það séu margir leiðinlegir áfangar innan hennar. Fannst það svona þegar ég kynnti mér það betur. Nú og svo er helv... stærðfræðin í almennri grunnskólakennslu sem stoppaði mig. Hugsið ykkur, ég er orðin þrítug og enn hræðist ég stærðfræði! En ég ákvað að velja það sem ég hef áhuga á og hef gaman af, svo ég valdi samfélagsgreinarnar. Þar inni er svo 4 í boði og vel ég 2. T.d. sögu og kristnifræði. Kosturinn við samfélagsgreinarnar er að þar er mikið val og þá get ég t.d. valið íslensku áfanga og dönsku og annað sem mér finnst áhugavert. Þetta er það sem heillar mig núna, en svo má auðvitað skipta um kjörsvið ef þetta er engan veginn það sem maður vill. 

Jæja ég er farin upp í rúm. 

Gullkorn dagsins:

Hrokafull hálfmenntun er einn versti óvinur vits og hugsunar.

Sigurbjörn Einarsson


XPS M1330

Jæja þá er búið að panta tölvuna. Og fyrir valinu varð XPS M1330, rauð. Fengum svo meldingu um að hún væri væntanleg hingað til okkar 14. nóvember. Það er nú mun styttri tími en við bjuggumst við, við erum jú í Danmörku þar sem allt gerist á hraða snigilsins. Þannig að nú er bara hægt að láta sig hlakka til Smile Það reyndar kom upp úr krafsinu að það er ekki hægt að fá tölvuna með ensku stýrikerfi svo ég fæ gripinn á dönsku! Ætlum að sjá hvernig það gengur, annars bara að kaupa nýtt stýrikerfi.

Það var verið að byrja að sýna fyrsta þáttinn í seríu 3 af Prison Break í kvöld. Við skötuhjú sátum alveg negld niður fyrir framan imbann. Þvílík spenna! Guð á himnum. Þetta endar alltaf svo spennandi að það er varla séns að bíða eftir næsta mánudegi. Svo var Brothers and sisters aftur að byrja. Hlakka til að fylgjast með þeim aftur.  

Á náttborðinu bíður mín Slóð fiðrildanna eftir Ólaf Jóhann. Kláraði Skíðaferðina um helgina og er alveg lost! Veit svei mér þá ekki hvernig bókin endaði. Mjög skrítið. Er reyndar búin að senda mail á Þóreyju til að vita hvernig hún túlkaði þessa bók. 

Gullkorn dagsins:

Þó að það geti verið dapurleg sjón að sjá myndarlegt fólk í hrörlegum hreysum er hitt enn ömurlegra að sjá menningarsnautt og ljótt fólk í glæstum sölum. Það er raunalegt þegar húsakynnin bera langt af fólkinu.

Þórarinn Björnsson skólameistari


Ef þú ert kennari...

Þetta fékk ég sent frá einni sem er með mér í skólanum. Verð að deila þessu með ykkur því mér finnst þetta hryllilega fyndið!! LoL Ég meina, sjái þið þetta fyrir ykkur ef maður myndi framkvæma eitthvað af þessu? Grin Jesús góður!

-Talaðu alltaf lægra og lægra en svo í lokin, bentu á einn nemandann og öskraðu : "HVAÐ VAR ÉG AÐ SEGJA!!!??"

-Kenndu með fingrabrúðum

-Veldu af handahófi einhvern nemanda, spurðu svo ýmsar spurningar og taktu tíman meðan hann svarar... fussaðu svo og sveiaðu þegar hann svarar

-Segðu nemendunum að kalla þig "Ljómalind" eða "Pétur Pan"

-Stoppaðu í miðri kennslu allt í einu, grettu þig og spurðu nemendurna hvort þú sért með feitann rass

-Vertu með speglagleraugu og talaðu bara tyrknesku... láttu sem þú heyrir ekki í nemendum

-Byrjaðu kennsluna á að syngja og dansa "Sex Machine" eftir James Brown

-Leggðu nemendum fyrir það heimaverkefni að lesa frá Jóhannesi til Njar
ðar í símaskránni fyrir næsta tíma... og taktu fram að það verði próf

-Láttu alltaf tvo nemendur dreifa rósarblöðum á undan þér þegar þú labbar um stofuna

-Biddu nemanda aðeins um aðstoð upp við töflu... láttu þá skrifa undir samning meðan þú græjar á þig stálbrynju og stingur slípirokknum í samband.

-Byrjaðu kennsluna á því að brjóta tappann af vodkaflösku og öskra: "TÍMINN ER BÚINN, ÞEGAR FLASKAN ER BÚIN!"

-Láttu eins og kennslustofan sé full af vatni og syntu um allt!

-Urraðu á nemendurna og kallaðu þá alltaf "háseta"

-Komdu með lítinn hvolp í tíma... alltaf þegar einhver spyr þig spurningar, þá ferð þú og spyrð hvolpinn

 -Vertu í bleikum kjól, með englavængjum og biddu alla að kalla þig "Krúselíus!"

 -Hnerraðu framan í nemendurna

-Komdu hlaupandi inní kennslustofuna, froðufellandi og öskraðu ! "ERU ÞIÐ Í STUÐI!!!???? ÉG HEYRI EKKI Í YKKUR!!! ERUÐI Í STUÐI!!??!??!

 Annars er bara mígandi rigning hér í dag. Það er þá hægt að bóka það að Ingibjörg fari ekkert út í dag!! Meiri vitleysan! Ég er að reyna að koma mér í lærdómsgírinn og er að bíða eftir að stytti upp til að skjótast út í búð.

Hafið það gott í dag. 


Rólegheit

Þá er búið að breyta klukkunni og er nú bara einn tími á milli Íslands og Danmerkur. Eins furðulegt og það nú er að þá finnst mér ég nær fólkinu heima en þegar það eru tveir tímar á milli. Ég veit, skrítið Wink

Enn ein ljúf helgin að baki. Dagurinn í dag er búinn að vera sérstaklega letilegur. Kannski vegna tímabreytinga Smile Vöknuðum í seinna fallinu, röltum niður á Íslandsbryggju á leikvöllinn þar, komum heim og borðuðum, enduðum svo öll upp í rúmi og sváfum í tvo hálfan klukkutíma! Svo var grillað hreindýr og haft það náðugt í allt kvöld. Ógurlega ljúft líf. Í gær komu Hrafnhildur og fjölskylda í lummukaffi. Mjög gaman og voru þau hjá okkur fram eftir kvöldi.  

Okt 504 Það er sko bara búið að vera hífandi rok í dag. Mér finnst ég ekki hafa upplifað svona "rok" hérna áður. Oft verið einhver gola/vindur enn ekki svona hvasst. Fannst bara eins og ég væri á Austurströndinni úti á Seltjarnarnesi. En það var nú bara góð tilfinning. Rokið aftraði þó ekki feðginunum að fara út að grilla. Það var bara að græja sig rétt og skella sér svo út með nokkur teppi Smile

Annars eru þau sofnuð og ég sit hér enn. Sagði við Heimi að ég ætlaði að kíkja aðeins á skólann. Einmitt, sit núna að blogga! 

Gullkorn dagsins:

Steinn, sem liggur kyrr, drepur grasið undir sér.

Maxim Gorki


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Úrsúla Manda
Úrsúla Manda

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband