14.6.2008 | 08:15
Hún á afmæli í dag =)
Það kom að því... ég er orðin thirty something já eða bara þrjátíuogeins! Mér líður vel, vaknaði fyrir hálftíma síðan, himininn er heiðskýr og veðrið minnir mig einna helst á þegar ég var lítil að halda upp á afmælið mitt. Þá var alltaf gott veður og afmælið endaði að sjálfsögðu alltaf úti.
Ég ætla að klára það sem ég á eftir að gera fyrir afmælið og hafa það svo gott. Svo er það sumarbústaðurinn á morgun, á afmælisdaginn hans pabba, ohh hlakka til!
Hafið það gott öllsömul í dag.
Kveðja afmælisbarnið
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
12.6.2008 | 23:21
Hitt og þetta
Næ engu sambandi við bókina sem ég byrjaði á um daginn. Er komin með nokkrar til að lesa núna, þar á meðal Þúsund bjartar sólir. Ætla að byrja á henni á eftir. Lagði mig þegar ég kom heim úr vinnunni í dag og held að ég sé ekkert að fara að sofa á næstunni. Heimir ekki kominn heim ennþá, Ingibjörg farin að sofa auðvitað svo við Leó sitjum hér og bíðum eftir Desperate housewifes.
Annars erum við farin að halda að kötturinn heldur sennilega að ég sé annaðhvort móðir hans eða konan hans. Svei mér þá. Ef ég yrði á hann byrjar hann að mala og mjálma, hann vill helst orðið sofa upp í hjá mér og þá annað hvort alveg klesstur upp að mér eða á koddanum mínum. Svo sleikir hann mig og nartar í mig, klessir trýninu upp að andlitinu á mér og ég veit ekki hvað og hvað. Núna liggur hann á bumbunni með höfuðið á bringunni á mér og steinsefur á hlið eins og ungabarn. Ég held að þetta sé ekki eðlilegt. Er viss um að hann lætur svona af því að ég er ólétt, svo þegar það verður búið vill hann örugglega ekki sjá mig.
Þjóðverjarnir töpuðu leiknum í dag. Alveg varð ég hissa. Get rétt ímyndað mér að Udo hafi verið brjálaður, bandbrjálaður! Annars fylgist ég ekkert með fótboltanum og gæti ekki verið meira sama um hann. Þakka Guði fyrir að Heimir er ekki fótboltafíkill, myndi aldrei meika það. Hugsið ykkur að sumir karlmenn taka sumarfríið sitt á þessum tíma, svo þeir missi ekki af neinum leik! Hjálpi mér, ég væri búin að sparka manninum öfugum út!
Ég er í fríi á morgun og mánudag. Svo það er fimm daga helgi hjá mér. Afmælið á laugardaginn og ætla ég að halda smá kaffiboð. Á sunnudaginn ætlum við svo upp í bústað og vera þar fram á þriðjudag. Mikið hlakka ég til.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
9.6.2008 | 22:24
Leikskólinn
Las það hjá einum bloggvini mínum að frá og með 1. júní 2008 greiða foreldrar í Fjarðabyggð aðeins vistunargjald fyrir eitt barn á leikskóla. Frábært! Það lítur því út fyrir það að við förum ekki á hausinn haustið 2009 Og ekki nóg með það, við getum bara farið að hrúga niður börnum og borgum aldrei nema eitt leikskólagjald Þetta er sko aldeilis flott. Mér varð nú samt hugsað til Danmerkur, en þar þurftum við ekki að borga neitt fyrir pláss frá klukkan 7-17 (ekki það að Ingibjörg var aldrei svona lengi) þar sem við vorum námsmenn. Þar fylgdi líka allt með, það eina sem við áttum að koma með á hverjum degi var einn ávöxtur. Hér hinsvegar þarf maður sjálfur að koma með bleiur, sóláburð og 15 mínútur skipta ÖLLU máli. Fyndið hvað þetta er ólíkt. Ekki það að ég myndi vilja skipta, því ég er nú mun sáttari með fyrirkomulagið hér en þarna úti.
En já, það er spurning hvort ég verði ekki bara orðin ólétt aftur áður en þessu ári líkur?! Nei ætli það.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
7.6.2008 | 22:58
Jæja
Ætli það sé ekki best að láta vita af sér svona til tilbreytingar. Ég er nú loksins búin að fá út úr prófinu í aðferðafræðinni og ætla ég ekki að segja ykkur hvað ég varð glöð. Einhvern veginn í ósköpunum tókst mér að ná 8!! Ég er bara ekki alveg að fatta það því ég var svo viss um að ég myndi rétt ná ef ég myndi þá ná! En já svona getur maður nú vanmetið sig. Skil svo ekki heldur hvernig ég fékk 8 þegar hæsta einkunnin í þessu námskeiði var 8,5!! Jahérna. Svei mér þá ef ég fer ekki bara að leggja aðferðafræðina fyrir mig *hóst* eða ekki. En þetta var óskaplega gleðilegt og er ég í skýjunum. Kláraði líka síðasta verkefnið sem ég átti eftir núna á fimmtudaginn, svo nú er ég loksins komin í sumarfrí frá skólanum ægilega gott.
Nú er ég komin 35 vikur á leið, bara 5 vikur eftir, eða 3 og nú ef í hart fer þá 6 eða 7 vikur. En eins og ég var búin að segja þá verður það ekkert svoleiðis Ótrúlegt hvað tíminn líður hratt. Ingibjörg er ægilega spennt orðin og segist hlakka mikið til að fá litla barnið og að það ætli að eiga heima hérna hjá okkur. Vonandi helst þessi gleði bara, spurning hvað verður þegar hún áttar sig svo á því að barnið fer ekkert Ef einhver spyr hana hvenær litla barnið kemur þá svarar hún iðulega: á þriðjudaginn eða föstudaginn Gott að hafa það á hreinu.
Vika í afmæli mitt. Alveg finnst mér ekkert merkilegt við það að verða þrjátíuogeins! Eins óspennandi tala og ég get hugsað mér. Samt eru nú öll afmæli merkileg, það er ekki það. Alltaf gaman að eiga afmæli
Jæja ætla upp í rúm að lesa. Var að byrja á bókinni Griðarstaður, eftir sama höfund og skrifaði Musterisriddarann. Líst bara ágætlega á. Fékk hana senda frá fína bókaklúbbnum mínum. Góða nótt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.5.2008 | 22:07
Bongóblíða
Hef svo sem lítið að segja ykkur. Búið að vera þvílíkt gott veður í dag, klukkan 8 í morgun þegar ég dró upp og leit á hitamælinn sýndi hann 16 stig í forsælu! Enda er búið að vera heitt í dag. Ég hef samt lítið fundið fyrir því þar sem ég er búin að verja deginum inni að gera verkefni! Arghh... en allt tekur þetta enda
Verð að sýna ykkur þessa mynd. Leó er nú bara eins og einn af böngsunum þarna. Ingibjörgu finnst þetta ÆÐI og áður en hún sofnaði heyrði ég flissið í henni hingað fram, þá var hún að strjúka honum og knúsa hann Nóttin gekk vel hjá Leó blessuðum og var hann ekkert vælandi. Þegar ég fór fram á klósettið í nótt svaf hann í sófanum og þegar við komum fram í morgun kom hann fram úr þvottahúsinu. Ég setti bælið hans þangað inn í gærkvöldi en ég veit ekkert hvort hann hefur sofið í því, kannski hefur hann bara verið að fá sér að borða. Þyrfti eiginlega að setja upp myndavélar hér yfir næturnar til að fylgjast með ferðum hans.
Allt kom vel út úr sónarnum. Það er nóg legvatn og sagði Hildur að það væri sjálfsagt þess vegna sem ég fyndi svona VEL fyrir öllum hreyfingum. Ég var farin að ímynda mér að barnið væri eitthvað huge þar sem ég finn miklu meiri hreyfingar núna en þegar ég gekk með Ingibjörgu. En sennilega er vatnið orsökin En alltaf svo gaman að fara í sónar og sjá litlu mannveruna sem er að dafna inní manni.
Feðginin fóru í göngu upp í fjall núna seinnipartinn í blíðunni. Sæt mynd af þeim.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
26.5.2008 | 22:50
Leó litli
Þið hefðuð átt að sjá svipinn á Ingibjörgu þegar við komum heim af leikskólanum. Hann var alveg óborganlegur skal ég ykkur segja þegar hún sá köttinn
En hér kemur fyrsta myndin af gripnum sem hlotið hefur nafnið Leó.
Uppí rúminu hennar Ingibjargar, en hún fór með hann strax þangað og sagði honum að liggja kyrr
Hér eru svo tvær af þeim saman... þeim systkinunum
Ein alveg í skýjunum og er alltaf að knúsa hann!
Hann er búinn að vera voða góður síðan hann kom. Var vælinn hérna fyrst en svo er hann allur að koma til, búinn að fara í kassann sinn þrisvar og búinn að borða og drekka. Svo er hann meira og minna bara búinn að sofa í allan dag og liggur nú sofandi hérna við hliðina á mér í sófanum. Alveg yndislegur!! Skil bara ekkert í mér að vera ekki fyrir löngu búin að fá mér kött, svei mér þá
Við erum að fara í 34 vikna sónar í fyrramálið, hlakka mikið til.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
26.5.2008 | 14:35
Ljúf helgi
Það er óhætt að segja að við höfum átt sæludaga fyrir norðan. Alveg yndislegt. Mjög notalegt að gista í Sveinbjarnargerði, í sveitinni þar sem maður heyrir ekki í einu eða neinu. Bara nice. Við gerðum ýmislegt, fórum út að borða (Subway, Greifinn, La Vita e Belle svo eitthvað sé nefnt), í Jólalandið (það er nú bara skylda þegar maður fer til Ak) og í búðir svo eitthvað sé nefnt. Höfðum það svo hrikalega gott inn á milli. Fékk reyndar nett sjokk að koma inn á Glerártorg því það er svo lítið! Hélt að það væri miklu stærra. Neinei pínulítið bara og örfáar búðir. Við erum hinsvegar búin að sjá það að við þurfum sennilega aldrei að fara til Reykjavíkur, því það eru allar búðir á Akureyri... já nema Ikea. Skil ekki af hverju þeir opna ekki búð á Ak.
Á leiðinni heim í gær ákváðum við að kíkja í Laufás, en hvorugt okkar hafði komið þangað. Mjög gaman að skoða gamla torfbæinn og umhverfið þarna er svo fallegt. Þarna var Sr. Pétur Þórarinsson prestur þar til hann lést í fyrra. Ég hafði dálæti á þessum manni en hann samdi meðal annars sálminn Í bljúgri bæn. Hann var með sykursýki og búinn að missa báða fæturna en hann lét það ekki stoppa sig. Man svo vel eftir þættinum með Hemma Gunn þegar hann var gestur þar og systir hans Erna Þórarinsdóttir söngkona, kom fram og söng sálminn fyrir hann. Mjög fallegt og alveg tíu-klúta-moment. En við kíktum líka inn í kirkjuna og að leiðinu hans og tókum umhverfið í nefið.
Hér er Heimir fyrir framan Laufás kirkjuna. Mér fannst hann taka sig svo svakalega vel út þarna á kirkjutröppunum að mér finnst alveg tilvalið að hann skelli sér í prestinn! Hugsa að hann yrði ægilega sætur í prestshempunni Svo sem sama hverju hann klæðist, hann er alltaf sætur
Og hér erum við hjúin í góða veðrinu á bílastæðinu hjá Laufási.
Annars er kisa komin í hús Ég fór og sótti hann í morgun. Hann er bara yndislegur. Ingibjörg er ekki búin að sjá hann þar sem hún er enn á leikskólanum. En það verður gaman að sjá viðbrögðin hjá henni. Verð að taka mynd af honum og sýna ykkur. Við erum ekki enn búin að ákveða nafnið, en erum komin niður á tvö nöfn, Leó eða Dropi. Einhvern veginn finnst mér Leó vera þægilegra. Veit ekki. Best að spyrja Ingibjörgu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
20.5.2008 | 22:20
...
Þá er ég byrjuð að vinna 50% niðri á sjúkrahúsi með Þorgerði. Það er fínt. Ég á reyndar verkefnin enn eftir en ég er þó byrjuð. Bara óttaleg leti að hrjá mig þar sem ég er búin með prófið og þá er ég ekki að nenna að eyða frítímanum í verkefni. En það þýðir ekkert að hugsa svona, bara að reyna að hespa þessu af!
Verð að benda ykkur á þetta, guð ég fékk alveg fiðringinn og langar hrikalega á ball. Þeir eru bara æði og auðvitað besta hljómsveit landsins - ekki spurning!!
Horfðum á Eurovision. Hef svosem voða lítið um það að segja nema hvað sviðið var hrikalega flott!!
Styttist aldeilis í Akureyri hjá okkur hjónaleysunum og við erum sko spennt. Ingibjörg ætlar upp í bústað yfir helgina með ömmu sinni og afa, það verður án efa gaman hjá henni líka. Styttist líka í kisu litlu sem við fáum á sunnudaginn þegar við komum heim. Það verður spennandi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
17.5.2008 | 17:04
Búin á því
Ég var svo andlega búin á því í gær eftir prófið að ég kom heim og fleygði mér beint upp í rúm og svaf í tvo tíma! Prófið gekk svona upp og ofan, og vona ég auðvitað að ég hafi náð. Mér gekk vel í einu hluta, ágætlega í öðrum en svo afleitlega í þeim þriðja, svo maður veit ekkert. Eins og ég var nú búin að leggja mikla áherslu á reikninginn og búin að vera með í maganum yfir honum, komu ekki nema þrjú dæmi. Já ótrúlegt en satt varð ég hálf svekkt! En þetta var svolítið andstyggilegt próf fannst mér og hrikalega mikið sem þurfti að skrifa. Fannst bara eins og ég væri í söguprófi... hver ritgerðin á fætur annarri. Mikið rosalega er ég nú fegin að þetta sé búið! Nú á ég eftir verkefni sem ekkert liggur á, en mér finnst ég bara vera búin fyrst prófið er búið.
Það voru allir komnir út hér á heimilinu klukkan hálf 9 í morgun. Enda sól og gott veður þó það sé nú ekki mikill hiti. Heimir er að laga til í bílskúrnum og Ingibjörg með honum í því. Hann tók hjólin okkar og lagaði þau eftir ferðalagið til Íslands. Ég tók mér hjólahring hérna á planinu, asskoti á ég nú gott hjól! Veit samt ekki hvort ég meiki að hjóla á því hérna um bæinn því það er nú ekki margra gíra. Það er jú bara flatlendi í Danmörku, en hér eru liggur við bara brekkur. Kemur í ljós. Við mæðgur erum nú búnar að leggja okkur (meira hvað maður getur sofið) og Ingibjörg er aftur komin niður í bílskúr að skottast í kringum pabba sinn.
Ætlum að grilla í kvöld og taka nágrannann með í mat.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.5.2008 | 13:08
Fyndið
Nú man ég eitt hrikalega fyndið svona í miðjum prófalestri og ætla að segja ykkur frá því meðan ég man það.
Ingibjörg er ægilega hrifin af Eurovision laginu, sem hún kallar Life og finnst æði að horfa á þau syngja á Youtube til dæmis. Við vorum svo að horfa á þessa hræðilegu fyrstu æfingu þeirra þarna úti, og Friðrik Ómar er svolítinn tíma einn á sviðinu áður en Regína birtist í Siggu Beinteins kjólnum sínum. Jæja Ingibjörg horfir spennt á þetta og segir svo allt í einu: Hvar er mamm'ans? Ég ætlaði að urlast úr hlátri. Svo birtist nú mamman þarna eftir að hafa læðst um á sviðinu og þá varpaði hún öndinni léttar og sagði: Þarna er hún Ég gjörsamlega veinaði!
Jæja ætla að halda áfram með lesturinn. Var voða dugleg í gær og það sem af er deginum í dag, svo ég ætla rétt að vona að ég nái þessu prófi! Aðferðafræði og menntarannsóknir... hverjum dettur eiginlega í hug að læra þetta?! Bara leiðinlegt!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Bloggarar
- Auður
- Baddý hjúkka
- Elsa Sæný
- Frú Jóhanna
- Hrönnsa
- Olla Noregsbaun
- Stefán hversdags
- Steinunn Þóra
- Svanfríður valkyrja