Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

11. september

Má eiginlega segja að þessi dagsetning hafi verið stór hjá mér/okkur:

11. september 1977, var ég skírð í Norðfjarðarkirkju, prestur sr. Svavar.

2001, hryðjuverkaárásin í U.S.A. það muna allir eftir þeim skelfilega atburði.

11. september 2005, var Ingibjörgin mín skírð í Norðfjarðarkirkju, prestur sr. Svavar.

2006, flytjum við mæðgur út til Köben, en Heimir hafði farið í byrjun ágúst til að byrja í skólanum. 

Og nú í dag 2007, giftum við Heimir okkur!! Já við fórum niður í Jónshús með Ingibjörgu með okkur... Neheiiiiiiiii DJÓK!! LoL Mér fannst bara alveg tilvalið að rugla aðeins í ykkur... en nei það hefur ekkert markvert gerst hjá okkur í dag. Samt spurning hvort þetta verði giftingardagurinn? Neiii ég held ekki, langar að gifta mig í júní-júlí.

Dagurinn í dag hjá Ingibjörgu var mun betri en í gær. Nú grét hún bara þegar ég fór, hvorki þegar hún borðaði né fór að sofa. Vonandi allt á uppleið bara Halo

Er hræðilega syfjuð núna, best að fara að leggja sig. Á morgun ætla ég mér að leggjast yfir þroska- og námssálarfræðina!! 

Gullkorn dagsins:

Ei vitkast sá er verður aldrei hryggur, hvert visku barn á sorgar brjóstum liggur.

Steingrímur Thorsteinsson


Fatnaður

Sept 029Hér er mynd af rófunni minni með selinn sinn, sem hún hefur tekið ástfóstri við síðan við komum út. Sjáið þið eitthvað athugavert við myndina? Eitthvað öðruvísi en vant er að vera? Jú ég skal segja ykkur hvað það er... Ingibjörg er ekki í NEINU bleiku!! Við erum að tala um að hún er ekki einu sinni í bleikum sokkum og það er ekki neitt bleikt í bolnum hennar! þetta verða eiginlega að teljast tíðindi hjá móðurinni. Ingibjörg hefur ekki verið kölluð "bleika barnið" fyrir ekki neitt!! Grin

Í dag fórum við Heimir enn aðra Fields ferðina og aftur endaði ég í H&M (en ekki hvar?) Markmið ferðarinnar var sem sagt að kaupa boli á dömuna því hún er nánast vaxinn upp úr öllu sem hún á. Hún er á svo skemmtilegu skeiði núna (eða þannig) að hún er á milli númera. Að ofan er í hún í 98, en að neðan 92. Hún er svo grönn að buxur nr. 98 haldast ekki upp um hana. En já smá útúrdúr... ég lagði sem sagt af stað með það í farteskinu að kaupa EKKI bleika boli! Og viti menn, ég kom heim með þrenna nýja boli, einn ljósbláan - þann lit hefur hún aldrei átt, einn brúnan með bleikum röndum (að vísu) og einn fjólubláan! Ég var hins vegar áður en ég vissi af, komin með tvo bleika í hendurnar, sem ég fór svo og skilaði og reyndi að innprenta það enn og aftur í hausinn á mér,  að hún þyrfti ekki endilega að vera í bleiku! Haldiðið að ég sé eðlileg?! Errm

Finnst þó vanta núna í H&M almennilegar stelpubuxur. Eitthvað annað en gallabuxur er ég að meina. Fann engar almennilegar. Fann ekki heldur nein náttföt, ekki í hennar stærð og ekki heldur sokkabuxur! Hvað er málið með það?! Vantaði algjörlega stærð 92-98, bæði til 86-92 og 98-104! Ekki alveg að gera sig! Reyndar er spurning að prufa aðra H&M verslun, stundum eru ekkert alveg sömu vörurnar í hverri búð. 

En nóg af þessum fatapælingum. 

Ingibjörg átti erfiðan dag í leikskólanum. Grét þegar ég fór, grét þegar hún átti að fara að borða og át bara nokkrar rúsínur og grét þegar hún átti að leggja sig. Ekki skemmtilegt! Svo var hún sofandi þegar ég kom kl. 2 að sækja hana og var allt í lagi þegar ég vakti hana. Vonandi er þetta bara svona smá bakslag og hún hristir þetta af sér. Tekur bara sinn tíma. Á morgun á ég aftur að sækja hana kl. 2 og á miðvikudag verður hún til 3. þetta kemur allt saman...

Gullkorn dagsins:

Daginn, sem þú komst í heiminn, gréstu en ástvinir þínir glöddust. Lifðu þannig að daginn, sem þú kveður, gráti ástvinir þínir en þú sért sjálfur glaður.

Sören Kirkegaard 


Af öllu og engu

Jæja þetta er nú aldeilis búin að vera ljúf helgi. Við fórum í dýragarðinn í gær, sem var auðvitað bara gaman. Alveg elska ég að fara í dýragarða, hef alltaf gert. Gæti alveg setið í heilann dag fyrir framan apana. Ingibjörgu finnst þetta ekki heldur leiðinlegt Smile og er ég búin að heita því að fara með hana í apagarðinn í þýskalandi. þegar við sáum mörgæsirnar rak Ingibjörg upp öskur og hljóðaði "Georg"!! Grin Við ætluðum vitlaus að verða úr hlátri. (þeir sem ekki vita að þá er Georg mörgæsin hjá Íslandsbanka sem var).

Heimir setti upp eldhúsljósið fína sem við keyptum á föstudeginum. Við erum næstum búin að vera hérna í heilt ár og ekki verið með neitt ljós yfir eldhúsborðinu. Höfum alltaf verið að spá í að kaupa en aldrei gert neitt í því fyrr en nú. Kemur svaka vel út og er ég afar ánægð. 

Sept 025Hér er verðandi eiginmaður minn í nýju Bertoni jakkafötunum sínum Cool Hann er ekki ómyndarlegur, það má hann eiga LoL ... og já, hann er MINN!!!! Tounge

Ingibjörg er rétt búin að vera í viku á leikskólanum og er strax komin með hor í nös. Alveg týbískt! Hún hefur ekki verið með neitt í allt sumar! Sem betur fer þolir hún illa að hafa hor, svo hún lætur alltaf vita þegar þarf að snýta henni eða þurrka. Guði sé lof, mér þætti leiðinlegt ef hún væri bara með horið niður undir höku!! Ojbarasta Sick

Heimir er úti að grilla og Ingibjörg að horfa á Söngvaborg. Við munum því borða hreindýr á velupplýstu borði eftir smá, namminamm Wink 

Gullkorn dagsins:

Betra er vel gert en vel sagt.

Benjamín Franklín


Aðlögun

Það er bara búið að ganga vel í aðlöguninni með Ingibjörgu. Hún er eiginlega algjör hetja í mínum augum! Ég var með henni bæði mánudag og þriðjudag en fór klukkutíma í burtu í gær. Hún var auðvitað ekki sátt við að ég skyldi fara en hætti að gráta um leið og ég var farin úr augsýn. Í morgun grét hún ekki einu sinni þegar ég fór, bara kyssti mig bless og allt í góðu!! Smile Mikið er ég glöð. Hún á að borða með þeim í dag og ég sæki hana um 12 leytið. Svo það er bara gleði framundan hjá dömunni... vonandi.

Annars er bara allt fínt að frétta. Nóg að gera í náminu, en ég hlakka til í næstu viku þegar ég fæ nægan tíma til að einbeita mér að þessu. Svolítið óþægilegt að ætla að læra með Ingibjörgu heima. Maður nær ekki alveg að fókusa á efnið, eða mér gengur það allavega illa.  

Sennilega róleg helgi framundan hjá okkur, ætlum reyndar að fara í dýragarðinn. Hlakka til, langt síðan við höfum verið þar.

Jæja, ætla í búðina áður en ég sæki stelpuna. 


Köben

Við erum komin heim. Köben heilsaði með rigningu en svo hefur ekkert rignt meira um helgina og hitastigið verið um 20 stigin. Ferðalagið gekk vel og það var bara mjög ljúft að komast í dótið sitt. Aðeins að ferðatöskukílóunum... jújú við vorum með 100 kg, og eina ferðina enn hleyptu þeir okkur í gegn Grin Heimir sagði að ég væri snillingur í að fá það í gegn sem ég vildi! Held ég geti bara verið sammála honum í því Wink Strákarnir sem voru að innrita sögðust bara vilja eiga inni matarboð... held ég hafi uppá þeim við tækifæri. Segi það og skrifa enn og aftur, Egilsstaðir eru alveg málið!!! Allavega hvað yfirvigtina varðar Tounge

Heimir byrjar í skólanum á morgun, það verður spennandi að vita hvernig það verður allt saman. Við Ingibjörg förum hinsvegar á vöggustofuna. Geri passlega ráð fyrir að við þurfum í gegnum aðra aðlögun. En það kemur í ljós. 

Gullkorn dagsins:

Gættu vel að mínútunum - stundirnar gæta sín sjálfar.

Chesterfield lávarður


Farvel!

Síðasta færslan frá Íslandi í bili! Við erum búin að pakka... eða svona nánast. Taskan hennar Ingibjargar er 17 kg og einnig taskan hans Heimis. Mín hinsvegar er 30 kg!! Hmmm og bara ekki orð um það meir! Blush Hins vegar erum við líka með þrjár töskur í viðbót, svona íþróttatöskur. Ein með skóladótinu mínu, önnur full af dóti og sú þriðja er matur. Spurning hvernig fer með þær. Ég vona bara að ég lendi á eins yndislegum mönnum og ég lenti á í fyrra, sem hleyptu mér í gegn með ofur mikinn farangur! Ég læt ykkur vita Wink

Annars ætla ég að koma mér í bælið... Danmörk heilsa á morgun! Góða nótt


Pakka pakka

Ég er byrjuð að pakka. Mig hryllir við farangrinum... hafið þið nokkuð heyrt þetta áður? Smile Pakkaði niður öllum fatnaðinum af Ingibjörgu og það er heil ferðataska! Setti t.d. niður allt fullt af æðislegum sumarfatnaði sem hún fór ALDREI í! Þetta er náttúrulega bara bilun. Svo á ég eftir að fara í gegnum dótið hennar, hugsa að ég taki nú bara eitthvað takmarkað með af því. Það verður spennandi að vita í hverju kílóafjöldinn endar núna. Að vísu sagði mér einhver að Ingibjörg mætti hafa 20 kg þar sem ég er farin að borga undir hana. Veit það ekki, þyrfti að hringja og kanna það. Allavega ef svo er mættum við hafa 60 kg. Veit samt að það er ekki nóg. Arghhhh... er strax farið að kvíða að pakka fyrir jólin... og eftir jólin, Guð hjálpi mér.

Gullkorn dagsins:

Ef þú vilt ekki fara að mínum ráðum snúðu þér þá til öruggari ráðgjafa: tímans.

Perikles


Komin heim

Aldeilis gaman að fá comment frá Vestmannaeyjum... hef aldrei þekkt neinn þaðan svo þetta finnst mér bara töff Cool Verið duglegar að commenta stelpur mínar!!

Það styttist aldeilis í brottför. Nóg að gera áður en lagt er af stað, fór til tannsa og í klippingu í dag, fór til Maríu Fanneyjar og er svaka fín Smile Síðasti dagurinn í vinnunni er á fimmtudaginn og svo er flugið snemma á föstudagsmorgni. Er ekki að sjá að ég geti einbeitt mér mikið að skólanum þessa dagana, verð bara að leggjast í það þegar ég kem út.

Annars gekk ferðin heim vel. Keyrðum norðurleiðina austur svo við fórum hringinn. Finnst alltaf svo gaman að keyra um landið. Er samt alltaf hrifnari af syðrileiðinni, finnst norðurleiðin miklu lengri einhverra hluta vegna. Ég gisti eina nótt í bústaðnum og svo var brunað heim á sunnudeginum. Yndislegt að knúsa Ingibjörgu eftir viku aðskilnað!

Gullkorn dagsins:

Ef þú vilt skilja lífið verður þú að hætta að trúa því sem fólk segir og því sem það skrifar - en beina sjónum að sjálfum þér - og hugsa.

Anton Tsékoff

 


Gleði og gaman

Nú sit ég hérna í tölvuveri skólans og ætla rétt að láta vita af mér. Það er SVO gaman að vera komin aftur í skóla að ég er bara alveg að springa Smile Hélt samt að ég myndi deyja á mánudagsmorgninum, kveið svo fyrir að mæta. Hringdi í Heimi áður en ég lagði af stað og hringdi svo aftur í hann þegar ég var komin fyrir utan skólann og sagði honum að ég væri hætt við þetta!! Það var eitthvað svo mikið af fólki og mér fannst þetta allt svo yfirþyrmandi eitthvað. Heimir huggaði mig og sagði að ég kynni þó allavega málið, það var annað en hann hafði gert þegar hann byrjaði úti! Auðvitað bjargaðist þetta allt saman og nú finnst mér OFUR gaman. Ég lenti líka í æðislegum bekk, bekk E, mjög fjölbreytilegur hópur og þar erum við fjórar sem að búum í Danmörku og mjög stutt á milli 3ja, þannig að við ætlum að reyna að vera duglegar að hittast.

Nú er búið að breyta náminu þannig að fjarnámið er orðið 100% nám ekki 70% eins og var. Það er sett upp þannig að nú tekur þetta 3 ár eins og staðnámið. Auðvitað er svo hægt að breyta því og sleppa einhverjum áföngum og hagað þessu eins og maður treystir sér til, en ég ætla allavega að reyna að taka þessa önn eins og hún er sett upp. Svo sér maður auðvitað til. Mér finnst þetta allt saman alveg óskaplega spennandi og vona bara að það verði svoleiðis Smile 

Ég er auðvitað búin að vera á útopnu í heimsóknum og öðru síðan ég kom suður. Ægilega gaman. Byrjaði hjá henni Helenu minni á mánudagskvöldinu, fór í mat til hennar. Sátum svo fram á nótt að spjalla eins og gengur og gerist. Á þriðjudeginum brunaði ég svo til Júlíu Rósar og fjölskyldu í Vogana. Borðaði með þeim og skoðaði flottu höllina þeirra sem þau eru nýflutt í. Júlía fór svo með mig rúnt um Vogana, held svei mér þá að hún hafi keyrt hverja einustu götu þar Smile Mikið gaman. Í gær eyddi ég svo deginum og kvöldinu með henni Sigurlaugu minni. Það er alltaf jafn gaman. Fórum bæði í Smáralindina og Kringluna þar sem ég var í aðalhlutverki að eyða peningum Sideways Átum svo á Fridays (en ekki hvar) og fórum á rúntinn. Hef sagt það áður og segi það aftur, ég elska að fara á rúntinn með Sigurlaugu, það er sko bara gaman!! Er hinsvegar að hugsa um að eyða deginum í dag með ömmu og afa. Á morgun þurfum við að skila íbúðinni, svo þá fer ég í Vogana til Júlíu og gisti þar eina nótt. Við stöllur ætlum að fara út að borða á Ítalíu og hafa það að sjálfsögðu skemmtilegt.

Við förum heim á laugardaginn. Hlakka óskaplega til að knúsa Ingibjörgu mína. Sakna hennar mikið. Hlakka auðvitað líka til að knúsa Heimi InLove Þau verða komin upp í bústað svo ég fer þangað. Það verður ljúft að slappa af þar fram á sunnudag. Nú svo er það bara vinnan á mánudag og fram á fimmtudag og svo heilsar Danmörk á föstudag.

Segi þetta gott í bili, skrifa næst þegar ég verð komin heim.


Góður dagur

Þá er annar afmælisdagur prinsessunnar að kveldi kominn. Búinn að vera æðislegur dagur og miðað við viðbrögð dótturinnar við pökkunum get ég ekki beðið eftir jólunum! Óhætt að segja að hún sverji sig í móðurættina Wink Vildi alltaf "meija pakka" eftir hvern pakka sem hún opnaði... ferlega fyndin. Ágúst 161Afmælisveislan tókst vel, börnin stillt og prúð og allt gekk að óskum. Ingibjörg fékk allt fullt af gjöfum og var hún afar ánægð. Takk fyrir allar kveðjurnar, hvernig svo sem þær bárust, þetta er búið að vera yndislegur dagur! Heart

Ég er búin að pakka mér niður fyrir borgarferð. Ætlum að leggja af stað um 9 leytið í fyrramálið. Náði að telja afa af þeirri hugmynd að leggja af stað "í bítið", eða um 6!! Ég hélt nú ekki, í fyrsta lagi færi ég um 9! Og þar við sat Smile Er enn ekki alveg að átta mig á því að ég sé að fara suður í skóla! Ætli ég fatti það nokkuð fyrr en líða fer á vikuna. Finnst þetta eitthvað svo langt í burtu... sem það er einmitt ekki.

Veit ekkert hvenær ég kemst í tölvu til að blogga... en ég læt vita af mér. Hafið það gott á meðan.

Ein fjölskyldumynd í lokin handa ykkur!

Ágúst 173

Gullkorn dagsins:

Auðvelt er að komast hjá gagnrýni með því að segja ekkert, gera ekkert og vera ekkert.

Óþekktur uppruni


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Úrsúla Manda
Úrsúla Manda

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband