Leita í fréttum mbl.is

Julen

Nú er ég búin að skreyta alla íbúðina! Setti meira að segja upp aðventuljósið, en ætla samt ekki að kveikja á því fyrr en fyrsta í aðventu. Finnst ekki passa að kveikja á því fyrr. Ingibjörg tók fullan þátt í skreytingunni og fagnaði vel hverjum jólasvein sem ég dró upp úr kassanum Wink Hún hefur reyndar tekið algjöru ástfóstri við Nissepigen og stóra jólasveinahöfuðið og getur endalaust dúllað sér eitthvað í kringum þau. Það nýjasta er að raða á þau bómull!! Hún tók nokkra daga í að leggja tuskur yfir þau og þrífa þau. Svo þetta virðist vera svona skeið. Frekar fyndið að fylgjast með henni Grin Ég skellti auðvitað jólalögum á fóninn og komst í þvílíkan jólagírinn. Í fyrra fékk ég í jólagjöf geisladiskinn 100 jólalög. Ferlega skemmtilegur. Á morgun ætla ég að fara í Amager Center og kíkja í búðirnar þar. Kaupa fleiri jólagjafir. Elska þennan tíma!!

Ég er líka búin að kaupa mér jólarós. Get bara ómögulega munað hvernig ég á að hugsa um hana. Þórey komdu með smá blómavisku. Nokkur atriði sem ég þarf að vita: Á ég oft að vökva hana eða er það sjaldan? Má ég umpotta? Eða á ég að hafa hana í pottinum sem hún er í? Má skína sól ekki vökvað hana því familyan fer til Íslands yfir jólin. Spurning hvort ég geti fengið nágrannan til að passa blómin mín tvö. Held ég endi á því.

Var að panta miða fyrir fjölskylduna á Skoppu og Skrítlu. Þær eru að koma hingað út og verður sýning sunnudaginn 2. des. Hlakka mikið til. Ingibjörg hreinlega elskar þær. Hún á þær bæði á DVD og CD, og henni finnst ekkert leiðinlegra að hlusta bara á þær í CD og leira eða teikna á meðan Smile

Gullkorn dagsins:

Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja.

Jóhannes S. Kjarval


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jólastjarna heitir þetta nú í "bransanum" ;) En ég fann þessa fínu síðu handa þér til að skoða. Allar leiðbeiningar sem þú þarft sýndist mér. http://notendur.snerpa.is/systaoggaui/jolablom.htm

Mér hefur nú ekki gengið neitt sérlega vel að halda í henni lífinu hjá mér. Þarf bara að passa þegar hún er keypt að henni verði ekki kalt, því þá getur hún fengið sjokk og aldrei náð sér á strik eftir að heim er komið.

Gangi þér vel.

Þoka (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 15:32

2 identicon

ohhh...æði! Get ekki beðið eftir að henda seríunum upp hjá mér, er búin að lofa sjálfri mér að ég fái að setja þær upp þegar ég er búin með eitt stórt verkefni í skólanum. Jibbý

Annars verð ég að segja þér, ég las  "Ég er líka búin að kaupa mér júlíurós". Ég las þetta tvisvar yfir áður en ég fattaði að þarna stóð JÓLArós... Hef einmitt alltaf kallað þetta Jólastjörnu svo ég var engu nær með þessa jólarós.

Smill (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 16:31

3 identicon

Til hamingju með jólaskrautið:)

Svanfríður (IP-tala skráð) 15.11.2007 kl. 15:43

4 Smámynd: Kristjana Atladóttir

Góða skemmtun á sýningunni.  Við erum byrjuð í undirbúningnum líka. 

Kristjana Atladóttir, 16.11.2007 kl. 09:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Úrsúla Manda
Úrsúla Manda

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband