Leita í fréttum mbl.is

Fréttir

Það eru miklar breytingar framundan hjá okkur familyunni á næstunni. Við erum að flytja heim til Íslands! Jánei, ég er ekki að grínast í ykkur! Sex ár urðu aðeins að 1 og hálfu ári, og er ég nú bara nokkuð sátt við það Wink En já, Heimir er sem sagt hættur í skólanum. Veit ekki hversu nánari útskýringar ég á að fara í hér. En alla vegna námið sem hann ætlaði upprunalega í er ekki lengur kennt. Hann fór því í annað nám, líkt hinu, en líkaði ekki. Þetta var skiljanlega ekki auðveld ákvörðun, en eftir langa íhugun og umræður fram og tilbaka, varð þetta endanlega útkoma. Hann er núna að vinna hjá tölvufyrirtæki sem íslendingur á og ætlar að vinna þar þangað til við förum heim um jólin. Svo verður bara komið út janúar, pakkað og flutt heim Smile Og já, við ætlum ekki að láta staðar numið í Reykjavík, heldur að flytja heim til Neskaupstaðar, okkur og foreldrum mínum til mikillar ánægju Happy Já ég hlakka til, þó ég nenni engan veginn að fara að pakka og flytja... enn einu sinni!! En svona er nú lífið.

Annars fín helgi að baki. Fórum í gær og sjáum þegar kveikt var á jólaljósunum á Amagerbrogade og horfðum á skrúðgönguna. Voða gaman, fengum jólaglögg og eplaskífur. Ingibjörg ætlaði að missa sig þegar hún sá alla jólasveinanna og skrækti alveg uppyfir sig Grin Dagurinn í dag hefur svo eiginlega einkennst af leti. Ætluðum í jólatívolíið í dag en hættum við, förum bara seinna.

En já, segið svo að ég geti ekki sagt ykkur fréttir!! Tounge Ætla að fara að sofa.

Gullkorn dagsins:

Almenningsálitið er afar ótryggur vinur.

Björnstjerne Björnsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Rafnkell Gíslason

Verið bara hjartanlega velkomin heim! það er aldrei of seint að mennta sig. Sjáumst!

Guðmundur Rafnkell Gíslason, 26.11.2007 kl. 08:55

2 identicon

Já vá er bara búið að negla það að fara heim í janúar, þá náum við eflaust ekki að heimsækja ykkur. Skil ykkur vel að langa heim, það er best að vera á Íslandi. Það sér nú ekki fyrir endann á þessum flutningum, þið verðið ekki lengi fyrir austan :)

Júlía Rós (IP-tala skráð) 26.11.2007 kl. 09:00

3 identicon

Leiðinlegt að námið hans Heimirs sé ekki ennþá kennt enn skemmtilegar fréttir að fá ykkur heim. hlakka til að sjá ykkur um jólin .

Ragnhildur Tryggvadóttir (IP-tala skráð) 26.11.2007 kl. 10:31

4 identicon

ja hérna hér. Já það er engin ástæða til að hanga í námi sem maður hefur ekki áhuga á. Vesen á þeim að hætta að kenna hitt. En það á nú aldeilis eftir að fara vel um ykkur fyrir austan:)

Jóhanna (IP-tala skráð) 26.11.2007 kl. 11:06

5 identicon

Það er sko ekkert annað! Til hamingju með þessa ákvörðun, hún hefur örugglega ekki verið létt. Gaman að fá ykkur á Austurlandið, ég hlýt þá að rekast á ykkur reglulega í Bónus og auðvitað nýja Blómaval ;) Það verður samt leiðinlegt að geta ekki lengur lesið Danmerkurpistla frá þér :) kv frá Íslandinu Heiða og strákarnir

Heiða Árna (IP-tala skráð) 26.11.2007 kl. 11:06

6 identicon

Gaman að þið séuð að koma heim en við verðum þá bara að skreppa saman í H&M ferðir út...þú sleppur ekki svo auðveldlega

Smill (IP-tala skráð) 26.11.2007 kl. 11:34

7 Smámynd: Úrsúla Manda

Takk öllsömul fyrir kveðjurnar

Úrsúla Manda , 26.11.2007 kl. 14:01

8 identicon

Leiðinlegt að heyra með námið hans en til hamingju þó með erfiða ákvörðun. En sem betur fer hefur þetta eina og hálfa ár ekki verið til einskis því það er alltaf gefandi og lærdómsríkt að flytja í nýtt umhverfi.

Gangi ykkur vel. Svanfríður

Svanfríður (IP-tala skráð) 26.11.2007 kl. 14:29

9 identicon

Verið bara velkomin í fjörðinn fagra. Takk fyrir upplýsingarnar, ég held að gamla settið verði nú ánægt að fá ykkur heim. Kv Guðlaug

Guðlaug (IP-tala skráð) 26.11.2007 kl. 17:33

10 identicon

Ohh hvað mig hlakkar til að fá ykkur hingað austur í sæluna, veit að þetta var erfið ákvörðun. Íris Ósk ljómaði þegar ég sagði henni þetta en hafði um leið áhyggjur af við myndum þá aldrei fara til Danmerkur :) 

Brynja (IP-tala skráð) 27.11.2007 kl. 09:30

11 identicon

Var búin að fá þessar fréttir og verða bara að segja að ég var nokkuð ánægð! Þú klárar þitt nám þá bara hérna heima og Heimir finnur sér örugglega eitthvað nám sem hentar honum. Þá verður ekki leiðinlegt að fylgjast með Ingibjörgu. Það hvarflaði aldrei að mér að þíð mynduð setjast að í "borg óttans"

Elma (IP-tala skráð) 27.11.2007 kl. 15:12

12 identicon

Jibbý

Ég er svo glöð að þið ætlið að koma austur

En auðvita hefur þetta verið erfið ákvörðum en svona er lífið.

Hlakka til að sjá ykkur um jólin.

Knús og kossar og glatt hjarta

Guðlaug

Guðlaug (IP-tala skráð) 28.11.2007 kl. 10:30

13 identicon

Velkommen hjemm!!!Já,ég er ekki hissa,mamma þin og snilldarkokkurinn á Bjarti NK himinlifandi með þessa ákvörðun ykkar að flytja á Norðfjörð.

Hertoginn á Bjarti NK (IP-tala skráð) 28.11.2007 kl. 17:09

14 Smámynd: SigrúnSveitó

Ja hérna hér, já þú segir fréttir.  Kemur þó ekki á óvart að þið ætlið austur...vissi að stefnan væri tekin þangað...fyrr eða síðar.

Djö...ég hefði betur tekið þig á orðinu með að kaupa dagatal DR1 þarna í haust...kom aldrei í verk að fá einhvern í málið... 

SigrúnSveitó, 30.11.2007 kl. 14:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Úrsúla Manda
Úrsúla Manda

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband