Leita í fréttum mbl.is

Jólafrí

Mér gekk vonum framar í prófinu í morgun, og get sagt ykkur það að ég hef sennilega ekki fallið Smile (þori ekki að segja að ég hafi náð, hitt hljómar betur). Og það var markmiðið sem ég setti mér þegar ég var í metro á leiðinni á Österport í morgun. Svo já ég er sátt. Prófið gilti 60% og verkefni og skylduumræður rest. Ég hef fengið fínt út úr því svo vonandi verður lokaeinkunn ekki alveg það lélegasta.

Ingibjörg var heima í dag en fer í leikskólann á morgun. Er orðin nokkuð hress, en að vísu með hósta.

Feðginin eru sofnuð og er ég búin að eiga náðuga stund með sjálfri mér að skrifa jólakort. Jiii hvað mér finnst það skemmtilegt. Kveikti á dagatalakertinu (það er mér hjartans mál að brenna alltaf einn dag í einu, má alls ekki fara yfir á næsta dag), fékk mér piparkökur og mjólk og spilaði jólatónlist. Algjör unaður skal ég ykkur segja.

Af skafdagatalinu er þetta að frétta: mig vantar eitt hreindýr og þá vinn ég 5000 Dkr!! Enn tek ég bara einn dag í einu (jeminn ég er bara orðin eins og alkarnir!) og ætla mér að halda því og taka dagatalið með mér til Íslands! Heimir varð eitthvað spenntur yfir sínu svo hann skóf allt í dag!! (Og vann ekki neitt.) Ég hef því vinninginn og er farin að hafa óbilandi trú á sjálfri mér að sína stillingu. Ég mun hinsvegar láta reyna á það betur núna þegar jólakortin fara að streyma inn. Hef ákveðið að REYNA að opna þau ekki fyrr en á aðfangadagskvöld. Ég veit, þið hafið heyrt þetta áður... en hafi þið trú á að ég geti þetta? Vilji þið heita á mig? Þá eru meiri líkur á að ég geti þetta Tounge

Styttist all verulega í Ísland. Ég þarf að fara í bæinn áður en við förum. Það verður nóg að gera fyrir brottför. Pakka inn gjöfum, fara til Hrafnhildar og co og svo erum við að spá í að kíkja í Tívoli á morgun þegar Ingibjörg er búin á leikskólanum. Það verður gaman að sjá öll ljósin í myrkri. Hlakka til.

En já, vildi bara láta við af prófinu, og takk fyrir baráttukveðjurnar Wink

Gullkorn dagsins:

Vonin lífs er verndarengill.

Kristján Jónsson Fjallaskáld


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Þú ert frábær. Ef þú getur stillt þig um að opna jólakortin ekki fyrr en á aðfangadagskvöld, skal ég senda þér nýárskort. Hlakka til að sjá ykkur.

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 14.12.2007 kl. 10:35

2 identicon

Mér þykir þú aldeilis hafa stjórn á þér og gott að þér gekk vel í prófinu. Fyrir mér er bara ekki til nein regla sem segir að maður eigi að opna jólakortin á aðfangadagskvöld. Þetta er bara mjög skemmtilegur póstur sem maður opna strax. Og ekkert samviskubit yfir því.

Jóhanna (IP-tala skráð) 14.12.2007 kl. 12:57

3 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Sammála Jóhönnu. Oft verið svo heppin að opna kort frá einhverjum sem ég gleymdi að senda kort!!!

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 14.12.2007 kl. 20:11

4 identicon

Þú átt eftir að "brillera" á þessum prófum. Ég er sammála Jóhönnu að það er ótrúlega gott að opna bara strax jólakortin. En ég er alin upp við það að það er alveg heilög stund á Aðfangadagskv. þegar mútta opnar kortin sín, en ég hef brotið þá hefð

Hlakka til að sjá ykkur.

Kv. Guðlaug 

Guðlaug (IP-tala skráð) 14.12.2007 kl. 22:25

5 identicon

Ég er alltaf svo spennt að opna kortin, get ekki beðið  Njóttu þess að vera komin í jólafrí það er svo frábær tilfinning þegar síðasta prófið er búið, kannski ég sakni þess? Er maður ekki skrítinn! Gott að gekk vel.

Kær kveðja Sunna

Sunna (IP-tala skráð) 14.12.2007 kl. 23:01

6 Smámynd: SigrúnSveitó

Hjá mér er það mjög heilagt að opna ekki jólakortin fyrr en á aðfangadagskvöld, þegar pakkarnir eru opnaðir, krakkarnir að leika með nýja dótið...þá er heilög stund þar sem kortin eru lesin hátt! Alger sæla.

Gott að heyra að þér gekk vel í prófinu.

Aðventukveðja af Skaganum... 

SigrúnSveitó, 15.12.2007 kl. 21:52

7 identicon

Ég fékk úr síðasta prófinu mínu í morgun, aldrei á minni löngu skólagöngu hef ég fengið eins hörmulega einkunn!

Júlía Rós Atladóttir (IP-tala skráð) 22.12.2007 kl. 10:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Úrsúla Manda
Úrsúla Manda

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband