1.9.2008 | 23:31
Skólinn og Haribo
Jæja þá er skólinn að byrja hjá mér. Allt að byrja í þessari viku. Ég hlakka nú bara til eins og alltaf þegar ég er að byrja í skóla. Hef verið svona síðan ég var barn. Ég endurnýi reyndar ekki lengur pennaveskið mitt og tösku á hverju ári eins og þá (kaupi mér nú samt yfirleitt einhverja nýja penna) en ég er alltaf með svona spennu í maganum. Ætla að halda mig við þessi 3 námskeið sem ég var búin að skrá mig í og sjá svo bara til þegar líður aðeins á önnina hvort mér finnst þetta of mikið.
Heimir keypti stóran poka af Haribo hlaupböngsum í fríhöfninni á Grænlandi. Skemmst er frá því að segja að ég er á góðri leið með pokann. Hef dundað mér við að borða hann undanfarið. Mikið finnst mér þetta gott. Reyndar finnst mér grænu og gulu bangsarnir bestir og verða þessir rauðu og glæru yfirleitt eftir. Skil ekki af hverju það er ekki hægt að kaupa Haribo poka bara með grænum og gulum böngsum. Er viss um að það eru fleiri sömu skoðunar!
Annars er lífið að falla í eðlilegar skorður. Ingibjörg farin á leikskólann, Heimir byrjaður aftur í vinnunni og við mæðginin bara tvö heim á daginn. Voða notalegt.
10 dagar í skírn mikið hlakka ég til að geta farið að kalla drenginn nafninu sínu.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Bloggarar
- Auður
- Baddý hjúkka
- Elsa Sæný
- Frú Jóhanna
- Hrönnsa
- Olla Noregsbaun
- Stefán hversdags
- Steinunn Þóra
- Svanfríður valkyrja
Athugasemdir
Þú getur ekki ímyndað þér hvað ég skil þig vel með hlaupbangsana...
og já jiiiiii, hlakka hriiiikalega mikið til að heyra nafnið.
Smilla, 2.9.2008 kl. 01:28
Mér finnst glæru bestir .
Það verður gaman að heyra nafnið, gott að heyra/lesa að allt gengur vel og að þið hafið það gott.
Kærar kveðjur heim
Svava Rós Alfreðsdóttir (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 10:06
Þú verður bara að koma upp skiptimarkaði með hlaupbangsa. Svava getur t.d. komið sínum grænu í þín en þú á móti sent henni þína glæru.
Steinunn Þóra (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 10:52
Jii Steinunn þú sniðug! Ég hugsa að það sé alveg markaður fyrir þetta. Svava, ég tek þessa glæru frá fyrir þig og þú færð þá þegar þú kemur næst
Úrsúla Manda , 2.9.2008 kl. 12:11
Besta ráðið er auðvitað að sannfæra börnin um að rauðu og gulu séu bestir - hinir séu ógeðslegir...þá á maður þá EINN
Smilla, 2.9.2008 kl. 13:52
Hvaða lit borðar þú svo af Smarties?
Hulda Elma Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 17:06
Ég hlakka líka til að vita nafnið á drengnum. Ég sá klukkið:) ég skelli því inn til mín í kvöld:)
Svanfríður (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 18:05
Við værum góðar saman með hlaupbangsana, mér finnst rauðu og glæru bestir!!! Appelsínugulu, gulu og grænu verða alltaf eftir
Stella Rán, 2.9.2008 kl. 20:44
Ég er greinilega svona mikill nammigrís....ég borða bara alla bangsana!!!!!! Sumir eru kannski betri en aðrir, en nammi er bara svo gooooootttt! Erum einmitt í átaki á mínu heimili, reynum að borða ekki nammi á hverju kvöldi, þannig að nú kaupi ég mér bara nammi á daginn....ehehheeh ....ekki segja Palla ;)
Heiða Árna (IP-tala skráð) 3.9.2008 kl. 12:32
Blanda saman grænu og glæru. Ég borða það bara og hitt fer ofan í gesti eða í ruslið. Reyndar er ég búin að taka það upp eftir Pétri bróður að ég fer í nammilandið í Hagkaup ef mig langar í hlaup og kaupi bara grænu og glæru úrin. Þau eru svo stór og það er töng, þannig að það er létt að veiða uppúr litina ;)
Þoka (IP-tala skráð) 4.9.2008 kl. 08:44
Aha... gleymdi einu. Hef það sterklega á tilfinningunni að strákurinn komi til með að heita Tómas.
Þoka (IP-tala skráð) 4.9.2008 kl. 08:46
Það verður auðvitað Gylfi hvað annað!
Anna (IP-tala skráð) 7.9.2008 kl. 22:48
Hæhæ :) Ég kíki stundum hérna inn en kvitta sjaldan.
Rauðu bangsarnir eru bestir, þannig að ég skal fá þá bara hehe.
Gangi þér annars vel í skólanum
Daníel Geir (IP-tala skráð) 10.9.2008 kl. 11:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.