Leita í fréttum mbl.is

Smá blogg

Bara rétt að láta heyra frá mér. Allt gott að frétta héðan. Allir dafna vel og Hr. Hlunkur blæs út Grin Nóg að gera fyrir skírnina á morgun og ég get ekki beðið eftir því að geta kallað hann nafninu sínu.

Annars ætla ég að láta ykkur vita af því að við erum ekki að fara að gifta okkur! Það eru nokkrir búnir að spyrja mig að þessu núna undanfarið og virðist þessi saga ganga fjöllunum hærra hér í bæ. Ég get nú ekki annað en hlegið, þeir sem segja þetta þekkja mig greinilega ekki neitt!! Það er ekki í mínum anda að ætla að gifta mig "í kyrrþey" eða suprise. Ó NEI. Ég þarf örugglega ár til að skipuleggja þetta og svo ætla ég að gifta mig í júní eða júlí. Og þá vitið þið það og ekki orð um það meir Tounge

Mígandi rigning núna og drengurinn sefur eins og engill úti í vagni. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ohh ég væri líka sofandi núna úti í vagni ef ég gæti....þvílíkt svæfandi þessi rigning!!! Spurning hvort að þetta verði Ármann litli eða Guðni, eða kannski Ármann Guðni, eða Ármann Gísli....eða bara út í loftið.....spennandi....skylda að setja nafnið strax á netið!

Heiða Árna (IP-tala skráð) 10.9.2008 kl. 14:55

2 identicon

Hló alveg upphátt þegar ég las þessa færslu. Að einhverjum skuli detta það  í hug að þú myndir gifta þig í kyrrþey eða í Las Vegas eða eitthvað slíkt... muhahahha. Ég reikna með því að þú þyrftir svona þriggja ára undirbúning og ég er nokkuð viss um að þetta er komið í "ferli" hjá þér. Allavega hvað varðar prestinn og kirkjuna og tímann.....

Þoka (IP-tala skráð) 10.9.2008 kl. 16:25

3 Smámynd: Smilla

Ó mæ, þú að gifta þig svona allt í einu...nei hættu nú alveg.
Get ekki beðið eftir að heyra nafnið

Smilla, 10.9.2008 kl. 16:58

4 Smámynd: Úrsúla Manda

Rétt hjá þér Þórey, þetta er komið í ferli  Hef meira að segja verið að huga að gestalistanum... en hef setið á mér að byrja á honum!

Úrsúla Manda , 10.9.2008 kl. 23:03

5 identicon

Til hamingju með daginn, hlakka til að heyra nafnið.

Það er nú meira en nóg fyrir þig að trúlofunin hafi verið óvænt, ohh hvað það var gaman að vera vitni af því (þó það hafi eyðilegt fyrir mér gott djamm) :) :)

Júlía Rós (IP-tala skráð) 11.9.2008 kl. 10:57

6 Smámynd: María Katrín Jónsdóttir Ármann

Til hamingju með nafnið á gutta litla Fallegt

María Katrín Jónsdóttir Ármann, 11.9.2008 kl. 20:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Úrsúla Manda
Úrsúla Manda

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband