Leita í fréttum mbl.is

Stutt á milli

Mér finnst fyndið þegar fólki talar um að stutt sé á milli barnanna minna. Sem sagt 3 ár. Mér finnst 3 ár á milli barna ekki vera stutt. Mér finnst það passlegt. Ég hefði ekki viljað eignast annað barn fyrr né seinna. Held að þetta hafi bara akkúrat verið réttur tími. Stutt á milli finnnst mér þegar tvö ár og innan við það eru á milli barna. (Tala nú ekki um 14 mánuðir eins og hjá sumum Wink) Ég væri samt alveg til í að það myndu ekki líða 3 ár á milli með það þriðja. Eftir 3 ár verð ég 34 ára. Held það væri fínt að vera 33 þegar þriðja barnið kæmi og svo 35 þegar það fjórða kæmi. Neiii nú er ég að grínast Grin Ég hugsa að ég stoppi þegar ég verð komin með þriðja barnið. En svo veit maður aldrei... Jú ég veit það víst, held að 3 sé bara fínt. Ég verð 42 ára þegar Ingibjörg fermist, 45 þegar Ármann fermist og svo yrði ég kannski 47 þegar það þriðja myndi fermast. Vóó þá verð ég orðin svolítið gömul! Jeminn sé það núna þegar ég skrifa þetta svona niður... já kannski ætti ég bara að eiga tvö börn?! Já neinei þrjú verða þau! En ég sé að ég verð greinilega að drífa í þriðja barninu! Vona að þið haldið ekki að ég sé búin að tapa glórunni í þessum hugleiðingum mínum Smile Og já, best að taka það samt fram svona til vonar og vara að ég er ekki ólétt! Endurtek: EKKI ÓLÉTT!

Annars er allt fínt að frétta. Var í skoðun með Ármann Snæ í morgun. Hann er orðinn 7,1 kg! Jájá bara flottur Tounge 

Af skólamálum er það að frétta að ég er búin að segja mig úr einu námskeiði. Ég er semsagt í tveimur námskeiðum núna. Fannst þetta aðeins of mikið og fannst ég ekki njóta þess almennilega að vera í fæðingarorlofi. Geta ekki komist í göngutúr þegar mig langar því þá er ég með samviskubit yfir því að vera ekki heima að læra. Finnst það ekki alveg nógu gott. Svo ég ætla að láta tvö námskeið duga þessa önnina. Ég er samt ekki alveg að nenna þessu og nenni hreinlega ekki að læra, þá sérstaklega í öðru námskeiðinu. En maður má ekki láta svona! Bara að spýta í lófana og drífa þetta af.

Sólin skín í dag, mjög fallegt veður. Við mamma ætlum að labba í bæinn eftir hádegi, og ég ætla ekki að vera með neitt samviskubit Wink 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

14 mánuðir á milli er alveg málið, mæli með því :) Ferðu svo að læra!

Júlía Rós (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 13:39

2 Smámynd: Smilla

Um að gera að njóta þess að vera til...ekki vera endalaust að læra. Fínt að taka þetta á eigin hraða og hafa nógan tíma til að sinna börnum, heimili og umfram allt SJÁLFUM sér

Smilla, 19.9.2008 kl. 15:17

3 identicon

Þrjú er frábært!!!

Júlía er örugglega sammála  en ég væri alveg til í fleiri ef ég væri yngri og gæti bara verið heima endalaust, börn eru yndisleg. En maður verður líka að hafa tíma til að sinna þeim sem að maður á.......

Mér finnst fínt að hugsa til þess að þegar ég verð fimmtug þá verður mitt yngsta 18 ára.......alveg hreint brilljant.......þá ætla ég að gera margt......en maður má samt ekki einblína of mikið á framtíðina, maður veit jú aldrei, best að lifa í núinu og njóta þess

Gangi þér vel í náminu, og ég er alveg hjartanlega sammála skvísunni hérna á undan mér

Þessi ritgerð var í boði Svövu

Svava Rós Alfreðsdóttir (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 18:42

4 identicon

Já ég held líka að 3 séu alveg fínt, en ekki verra að eiga fleiri. Ég vil samt sjálf eignast 3 stykki, í augnablikinu á ég eitt og hálft, það þýðir að ég þarf að eignast 2 í viðbót, en Palli á þá orðið 4 og hann vill helst ekki eiga fleiri en 3 :Þ Smá dilemma hérna, en auðvitað fæ ég að ráða...hehehehhehe hvað annað

Unnar var orðinn 4 ára þegar Árni fæddist og það var alveg hrikalega þægilegt hvað hann var orðinn sjálfbjarga, 3ja ára eru þau orðin nokkuð sjálfbjarga líka þannig að það er sennilega ekki svo slæmt.

Hins vegar fann ég að þegar ég var yngri (það eru 3 og hálft ár á milli mín og Júlíu) að mér fannst ég aldrei mega vera með að leika með Júlíu og hennar vinkonum, hurðinni bara alltaf skellt á nefið á mér. Þannig að kannski að því leyti væri betra að hafa það styttra á milli, sem sagt skemmtilegra fyrir börnin

Váaaaaaaaaaaaa hvað Ármann Snær er orðinn þungur, sko ekkert verið að gefa eftir þar! Skil þig vel með lærdóminn. Mér fannst yndislegt að vera frjáls í fæðingarorlofinu, geta hitt aðrar mömmur og svona án þess að eitthvað hangi yfir manni.

kv frá Egs.

Heiða Árna (IP-tala skráð) 20.9.2008 kl. 11:03

5 identicon

Finnst nú eiginlega ekki mega vera meira en 3. ár á milli, það eru 3. ár á milli ÍÓ og VS og finnst það vanta hvað þau eru litlir félagar, eru reyndar alveg svakalega ólík, hefði kannski verið skemmtilegra fyrir þau ef það hefði verið styttra á milli

Held að ef það er of langt á milli er þetta orðið svo þægilegt að maður leggur kannski ekki í lítið kríli - en það er auðvitað misjafnt.

Við förum í borgina á mánud, ætliði að kíkja um helgina, reyni nú kannski að koma í morgun!!

Brynja Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 20.9.2008 kl. 22:15

6 Smámynd: SigrúnSveitó

3 er fínt og 4 er líka alveg súperfínt, finnst mér!

En það sem ég vildi sagt hafa...það er best að lifa í NÚINU! Ekki spá of mikið í framtíðina...því eins og ein kona sagði, nútíðin er ekki til til bara núið! Það er núna sem við erum að semja framtíðina. 

Og alveg sama hvort við eignumst börnin okkar þegar við erum 18 eða 38...þeim finnst við pottþétt gamlar lummur þegar þau eru gelgjur...hehehe...

SigrúnSveitó, 30.9.2008 kl. 21:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Úrsúla Manda
Úrsúla Manda

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband