Leita í fréttum mbl.is

-

Ákvað að henda inn smá færslu svona áður en ég dett úr öllu bloggstuði og nenni þá ekki að skrifa neitt næstu vikurnar! Wink 

Við skötuhjú ætlum að skella okkur á þorrablót um helgina. Hlakka mikið til að gúffa í mig öllum þessum guðdómlega mat. Fyrsta skipti sem ég fer á sveitablót. Rosalega langt síðan ég fór á blót, man hreinlega ekki hvað er langt síðan ég fór síðast á allaballablót. Þau eru alltaf svo skemmtileg, annállinn sniiiiiild. Held ég fari ekki á það núna, fer bara næsta ár.

Veit svo sem ekki hverju ég á að ljúga í ykkur. Ætla upp í rúm að lesa Yrsu - ég veit ég er enn að lesa hana. Á nú samt ekki nema 50 bls eftir eða svo, svo þetta hlýtur að takast hjá mér Smile Næstur í röðinni er svo hann Arnaldur karlinn.

- Hvar sem mest var þörf á þér, þar var best að vera.

Stephan G. Stephansson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er að lesa Varginn, og hann fær ekki margar stjörnur hjá mér. Ég er búin með um 80 bls. og ennþá ekkert spennandi

Heiða Árna (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 08:31

2 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Það má nú segja að það hafi orðið stjörnuhrap hjá mér við að lesa Auðnina. Afsakplega lítið spennandi, kjaftæði hrúgað saman til að ná blaðsíðufjölda. Þetta var mín upplifun við lesturinn. Kannski fullmikið að segja að það hafi verið stjörnuhrap, betra að segja skýfall!

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 22.1.2009 kl. 10:38

3 Smámynd: Úrsúla Manda

Þú ert að grínast í mér Elma - jiii mér finnst þessi bók svo mögnuð!! Þér finnst hún þá ekki jafn scary og mér  en ég er kannski bara ólétt eins og þú stakkst upp á  NEI ég er það ekki!!!!

Úrsúla Manda , 22.1.2009 kl. 21:02

4 identicon

Skemmtu þér vel á þorrablótinu, mig langar að fara á þorrablót hef ekki farið svo árum saman. Geggjaðar myndinar þegar þið voruð að gefa Ármanni grautinn.

knús úr Kópavogi

Þórunn guðrún (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 10:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Úrsúla Manda
Úrsúla Manda

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband