Leita í fréttum mbl.is

Þorrablót

Mikið svakalega var nú gaman á sveitablótinu í gær. Við skemmtum okkur konunglega. Ég sagði það líka að hér eftir yrðum við fastagestir á þessum blótum og er ég búin að tryggja mér pláss Wink Ég er búin að ákveða að skella mér á allaballablótið um næstu helgi með mömmu og pabba. Ég bara verð! Heimir verður þá bara heima. Eitthvað var ég að reyna að reikna aftur í tímann og sennilega hef ég ekki farið í ein 10 ár eða svo á allaballablótið. Allavega síðast þegar ég var þá var Helga Steins með í annálnum og það er laaaangt síðan hún hætti. Svo ég er bara spennt fyrir næsta laugardagskvöldi Grin Í dag er mér samt búið að líða eins og ég hafi farið á ærlegt fyllerí! Það fór samt ekki áfengisdropi inn fyrir mínar varir þar sem drengurinn er enn á brjósti. En það komu nú móment í gærkvöldi þar sem ég hefði alveg verið til í að vera að hella í mig Tounge En það verður bara á næsta ári... þ.e.a.s. ef ég verð ekki ólétt þá LoL Verð nú samt að segja að ég hef nú alltaf lúmskt gaman af því að vera edrú og fylgjast með liðinu í kring.

Þar sem ég er frekar framlág er ég að hugsa um að koma mér bara snemma í bælið - svona einu sinni! Ég kláraði Auðnina um daginn og varð ekki fyrir vonbrigðum. Núna ætla ég að klára Áður en ég dey, en ég er hálfnuð með hana og skella mér svo á Arnald.

Það er hvorki hættulegt né skammarlegt að detta - en að liggja kyrr er hvort tveggja.

Konráð Adenauer


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessi sveitaþorrablót eru alveg málið, ansi langt síðan ég hef farið líka en ég man að þetta var aðal skemmtunin heima á Esk. Er ekki kosið í Þorrablótsnefnd, mér skilst að það sé voða gaman.

Júlía Rós (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 08:07

2 identicon

Já alltof langt síðan maður hefur farið á Nobbarablót...

Egilsstaðablótið var einmitt helvíti gott á föstudaginn...ég var einmitt að segja múttu að ég þyrft að taka hana með einhvern tíma...kannski bara á næsta ári; þá verða Berglind og Valdimar í nefnd og Kristín Árna og Stefán...sem sagt fullt af Nobburum á Héraði :) Bara gaman...

Heiða Árna (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 10:21

3 Smámynd: SigrúnSveitó

Mig hefur einmitt lengi langað austur í byrjun Þorra...skella mér á sveitablótið, og svo á Allaballablótið helgina á eftir. Hef ekki farið á blót á Nobbí síðan ég var að vinna í Tröllanaust...svo mér reiknast til að það hafi verið 1994...ööööörfá ár síðan...þegar Bakkus var ennþá vinur minn ;)

SigrúnSveitó, 26.1.2009 kl. 19:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Úrsúla Manda
Úrsúla Manda

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 696

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband