Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007

Farvel!

Síðasta færslan frá Íslandi í bili! Við erum búin að pakka... eða svona nánast. Taskan hennar Ingibjargar er 17 kg og einnig taskan hans Heimis. Mín hinsvegar er 30 kg!! Hmmm og bara ekki orð um það meir! Blush Hins vegar erum við líka með þrjár töskur í viðbót, svona íþróttatöskur. Ein með skóladótinu mínu, önnur full af dóti og sú þriðja er matur. Spurning hvernig fer með þær. Ég vona bara að ég lendi á eins yndislegum mönnum og ég lenti á í fyrra, sem hleyptu mér í gegn með ofur mikinn farangur! Ég læt ykkur vita Wink

Annars ætla ég að koma mér í bælið... Danmörk heilsa á morgun! Góða nótt


Pakka pakka

Ég er byrjuð að pakka. Mig hryllir við farangrinum... hafið þið nokkuð heyrt þetta áður? Smile Pakkaði niður öllum fatnaðinum af Ingibjörgu og það er heil ferðataska! Setti t.d. niður allt fullt af æðislegum sumarfatnaði sem hún fór ALDREI í! Þetta er náttúrulega bara bilun. Svo á ég eftir að fara í gegnum dótið hennar, hugsa að ég taki nú bara eitthvað takmarkað með af því. Það verður spennandi að vita í hverju kílóafjöldinn endar núna. Að vísu sagði mér einhver að Ingibjörg mætti hafa 20 kg þar sem ég er farin að borga undir hana. Veit það ekki, þyrfti að hringja og kanna það. Allavega ef svo er mættum við hafa 60 kg. Veit samt að það er ekki nóg. Arghhhh... er strax farið að kvíða að pakka fyrir jólin... og eftir jólin, Guð hjálpi mér.

Gullkorn dagsins:

Ef þú vilt ekki fara að mínum ráðum snúðu þér þá til öruggari ráðgjafa: tímans.

Perikles


Komin heim

Aldeilis gaman að fá comment frá Vestmannaeyjum... hef aldrei þekkt neinn þaðan svo þetta finnst mér bara töff Cool Verið duglegar að commenta stelpur mínar!!

Það styttist aldeilis í brottför. Nóg að gera áður en lagt er af stað, fór til tannsa og í klippingu í dag, fór til Maríu Fanneyjar og er svaka fín Smile Síðasti dagurinn í vinnunni er á fimmtudaginn og svo er flugið snemma á föstudagsmorgni. Er ekki að sjá að ég geti einbeitt mér mikið að skólanum þessa dagana, verð bara að leggjast í það þegar ég kem út.

Annars gekk ferðin heim vel. Keyrðum norðurleiðina austur svo við fórum hringinn. Finnst alltaf svo gaman að keyra um landið. Er samt alltaf hrifnari af syðrileiðinni, finnst norðurleiðin miklu lengri einhverra hluta vegna. Ég gisti eina nótt í bústaðnum og svo var brunað heim á sunnudeginum. Yndislegt að knúsa Ingibjörgu eftir viku aðskilnað!

Gullkorn dagsins:

Ef þú vilt skilja lífið verður þú að hætta að trúa því sem fólk segir og því sem það skrifar - en beina sjónum að sjálfum þér - og hugsa.

Anton Tsékoff

 


Gleði og gaman

Nú sit ég hérna í tölvuveri skólans og ætla rétt að láta vita af mér. Það er SVO gaman að vera komin aftur í skóla að ég er bara alveg að springa Smile Hélt samt að ég myndi deyja á mánudagsmorgninum, kveið svo fyrir að mæta. Hringdi í Heimi áður en ég lagði af stað og hringdi svo aftur í hann þegar ég var komin fyrir utan skólann og sagði honum að ég væri hætt við þetta!! Það var eitthvað svo mikið af fólki og mér fannst þetta allt svo yfirþyrmandi eitthvað. Heimir huggaði mig og sagði að ég kynni þó allavega málið, það var annað en hann hafði gert þegar hann byrjaði úti! Auðvitað bjargaðist þetta allt saman og nú finnst mér OFUR gaman. Ég lenti líka í æðislegum bekk, bekk E, mjög fjölbreytilegur hópur og þar erum við fjórar sem að búum í Danmörku og mjög stutt á milli 3ja, þannig að við ætlum að reyna að vera duglegar að hittast.

Nú er búið að breyta náminu þannig að fjarnámið er orðið 100% nám ekki 70% eins og var. Það er sett upp þannig að nú tekur þetta 3 ár eins og staðnámið. Auðvitað er svo hægt að breyta því og sleppa einhverjum áföngum og hagað þessu eins og maður treystir sér til, en ég ætla allavega að reyna að taka þessa önn eins og hún er sett upp. Svo sér maður auðvitað til. Mér finnst þetta allt saman alveg óskaplega spennandi og vona bara að það verði svoleiðis Smile 

Ég er auðvitað búin að vera á útopnu í heimsóknum og öðru síðan ég kom suður. Ægilega gaman. Byrjaði hjá henni Helenu minni á mánudagskvöldinu, fór í mat til hennar. Sátum svo fram á nótt að spjalla eins og gengur og gerist. Á þriðjudeginum brunaði ég svo til Júlíu Rósar og fjölskyldu í Vogana. Borðaði með þeim og skoðaði flottu höllina þeirra sem þau eru nýflutt í. Júlía fór svo með mig rúnt um Vogana, held svei mér þá að hún hafi keyrt hverja einustu götu þar Smile Mikið gaman. Í gær eyddi ég svo deginum og kvöldinu með henni Sigurlaugu minni. Það er alltaf jafn gaman. Fórum bæði í Smáralindina og Kringluna þar sem ég var í aðalhlutverki að eyða peningum Sideways Átum svo á Fridays (en ekki hvar) og fórum á rúntinn. Hef sagt það áður og segi það aftur, ég elska að fara á rúntinn með Sigurlaugu, það er sko bara gaman!! Er hinsvegar að hugsa um að eyða deginum í dag með ömmu og afa. Á morgun þurfum við að skila íbúðinni, svo þá fer ég í Vogana til Júlíu og gisti þar eina nótt. Við stöllur ætlum að fara út að borða á Ítalíu og hafa það að sjálfsögðu skemmtilegt.

Við förum heim á laugardaginn. Hlakka óskaplega til að knúsa Ingibjörgu mína. Sakna hennar mikið. Hlakka auðvitað líka til að knúsa Heimi InLove Þau verða komin upp í bústað svo ég fer þangað. Það verður ljúft að slappa af þar fram á sunnudag. Nú svo er það bara vinnan á mánudag og fram á fimmtudag og svo heilsar Danmörk á föstudag.

Segi þetta gott í bili, skrifa næst þegar ég verð komin heim.


Góður dagur

Þá er annar afmælisdagur prinsessunnar að kveldi kominn. Búinn að vera æðislegur dagur og miðað við viðbrögð dótturinnar við pökkunum get ég ekki beðið eftir jólunum! Óhætt að segja að hún sverji sig í móðurættina Wink Vildi alltaf "meija pakka" eftir hvern pakka sem hún opnaði... ferlega fyndin. Ágúst 161Afmælisveislan tókst vel, börnin stillt og prúð og allt gekk að óskum. Ingibjörg fékk allt fullt af gjöfum og var hún afar ánægð. Takk fyrir allar kveðjurnar, hvernig svo sem þær bárust, þetta er búið að vera yndislegur dagur! Heart

Ég er búin að pakka mér niður fyrir borgarferð. Ætlum að leggja af stað um 9 leytið í fyrramálið. Náði að telja afa af þeirri hugmynd að leggja af stað "í bítið", eða um 6!! Ég hélt nú ekki, í fyrsta lagi færi ég um 9! Og þar við sat Smile Er enn ekki alveg að átta mig á því að ég sé að fara suður í skóla! Ætli ég fatti það nokkuð fyrr en líða fer á vikuna. Finnst þetta eitthvað svo langt í burtu... sem það er einmitt ekki.

Veit ekkert hvenær ég kemst í tölvu til að blogga... en ég læt vita af mér. Hafið það gott á meðan.

Ein fjölskyldumynd í lokin handa ykkur!

Ágúst 173

Gullkorn dagsins:

Auðvelt er að komast hjá gagnrýni með því að segja ekkert, gera ekkert og vera ekkert.

Óþekktur uppruni


Afmælisstelpan

Já nú er víst komin 18. ágúst og elsku litla stelpan mín er orðin 2ja ára Smile Ég er búin að eyða deginum og kvöldinu í eldhúsinu að baka og græja fyrir afmælið sem byrjar klukkan 11 í fyrramálið. Eftir veislu þarf ég svo að fara að pakka og undibúa Reykjavíkurferðina sem verður á sunnudaginn. 

Fyrsta vika 058Hér er ein af mínum uppáhaldsmyndum af þeim feðginum. Ingibjörg 2 daga gömul og svo mikill friður yfir henni, elska þessa mynd!

Aldrei að vita nema að ég skelli inn mynd af 2ja ára skvísunni eftir veislu Wink


Haust

Já ég held að það sé sko pottþétt komið haust hérna fyrir austan. Hryllilega kalt, vindur, rigning (að vísu ekki í dag) og bara leiðindi. Talaði við eina í dag sem var að koma frá Köben, þar var 25-30 stiga hiti og notalegheit!! Mikið vona ég nú að það verði jafn ljúft þegar við komum út.

Ingibjörg verður 2ja ára núna á laugardaginn, 18. Það verður auðvitað afmæli, en ég hef ákveðið að missa mig ekki algjörlega eins og ég gerði þegar hún varð 1 árs Smile Ætla að vera aðeins niðri á jörðinni hvað varðar kökur og annað. Finnst samt reglulega gaman að geta haldið upp á afmælið á sjálfum deginum, en í fyrra héldum við það um verslunarmannahelgina svo Heimir myndi ná því, og það var alveg hálfum mánuði fyrir sjálfan daginn.   

Annars er ég í því að redda þeim hlutum sem eftir á að redda áður en við förum út. Nóg að gera í því alltaf. Á föstudaginn fer Ingibjörg í klippingu og svo í vigtun og mælingu eftir það Smile Það var mér nefnilega mikið kappsmál að barnið yrði mælt tveggja ára, og ég gat eiginlega ekki verið nær afmælisdeginum þar sem hann ber upp á laugardegi. Best að hafa þetta nákvæmt Tounge Nú svo er ég búin að panta tíma fyrir okkur Heimi í klippingu og á morgun förum við til tannlæknis. Allsherjar klössun svona rétt fyrir brottför.

Gullkorn dagsins:

Fegursta blóm jarðar er brosið.

Henrik Wergeland


*Pítan*

Þar sem ég veit að þið (allavega Þórey) bíðið afar spennt eftir pítudómnum þá upplýsist það hér og nú að pítan var ekki góð! Hún var ekki heldur vond en góð var hún ekki! Ég hef allavega tekið þá ákvörðun að hætta að versla mat í Egilsbúð, nema pizzur, því þær eru oftast góðar! Pítan var köld en franskarnar góðar. Eftir þrjá bita af minni pítu spurði ég Heimi hvort það væri einhver kjúklingur í hans því ég var aðeins búin að fá grænmeti með brauðinu! Þegar ég var búin með meira en helminginn af pítunni kom kjúklingurinn í ljós og þá var allt grænmeti búið!! Ég er bara búin að gefast upp... ég er hætt þessu og nú geri ég bara mínar pítur sjálf!! Enda geri ég þær góðar Wink Get orðið frekar pirruð þegar maturinn er ekki eins og maður vill hafa hann... já og ef hann er ekki eins og hann á að vera. 

Þegar ég hringdi og pantaði matinn ákvað ég að nota sparitóninn (sem getur verið mjög ógnandi), og sagði farir mínar ekki sléttar og jafnframt að ef maturinn yrði ekki eins og ég vildi hafa hann yrði ég brjáluð!! Drengurinn hinumegin á línunni stamaði bara: já að sjálfsögðu, og einnig fræddi ég hann á því að kjúklingapítur ættu líka að vera með grænmeti! Hefði átt að fræða hann á því að það á að blanda kjúkling og grænmeti saman í pítuna, en ekki hafa það lagskipt!

Ég hef lagt árar í bát og mun ekki nefna pítur aftur á nafn hér á þessu bloggi. Held jafnframt að ég sé að bilast og er dauðhrædd um að mig muni bara dreyma p**** í alla nótt!! Crying

Annað gullkorn dagsins:

Tilvera okkar er undarlegt ferðalag. Við erum gestir og hótel okkar er jörðin.

Tómas Guðmundsson


Matur

Við erum orðin tvö í kotinu. Mamma og pabbi farin upp í bústað með Ingibjörgu. Ætlum því bara að hafa það nice og panta okkur mat úr Egilsbúð Smile Ætlum að gera aðra tilraun með kjúklingapítu, best að taka það skýrt fram að grænmeti eigi að vera með í pítunni!! Svei mér þá, veit ekki hvað ég geri ef þetta klúðrast Angry Spurning um að athuga hver það er sem eldar núna og jafnvel tala við þá manneskju!

Við Heiða erum að spá í að taka okkur ís-rúnt í kvöld. Bara tvær. Mjög langt síðan við höfum gert þetta hérna heima í Neskaupstað. Spurning um að upplifa aftur gelgjuárin, leggja bílnum og labba um Cool Jiii hvað það er fyndið að hugsa til þess hvað maður gat labbað oft fram og tilbaka í bænum. Farið niður á Króka, labbað að apótekinu, snúið við og tilbaka. Komið við í Króka, labbað svo inn á Tröllanaust og svo aftur inn á Króka... alveg var þetta málið Grin Those where the days my friend...

Gullkorn dagsins:

Aldrei er menningin meira svívirt en þegar hún er kennd við drykkjusiði.

Þórleifur Bjarnason rithöfundur

 


Tölvur

Þegar við komum út ætlum við að kaupa okkur nýja fartölvu. Dell að sjálfsögðu. Hlakka mikið til, því okkar gamla er alveg að syngja sitt síðasta. T.d. er "þ" farið af og ekki hægt að nota þann takka, örvarnar til hliðar virka ekki, auk þess er hún alltaf að detta úr sambandi (það er eitthvað laust þarna í innstungudæminu), batteríið eyðilagðist og svona mætti lengi telja. Og ég er ekkert að grínast í ykkur! Ég var nú samt svo séð að áður en "þ" datt alveg út, þá copy-aði ég það og vistaði á word skjali. Svo nú þarf maður alltaf að byrja á að opna það skjal og copy-a "þ", og svo er það bara Ctrl og V! Þetta er orðið svolítið þreytandi, svo við ákváðum að fjárfesta í einni þegar út kæmi. Fartölvur eru líka mun ádýrari úti en hérna heima. Jiii hvað ég hlakka til Cool

Annars fínasta helgi að baki. Heimir orðinn ágætlega hress, svo það fara allir til vinnu á morgun. Dagurinn í dag búinn að vera ekta innidagur, rigning á köflum og þungt yfir. Vona svo innilega að haustið verði ljúft úti í Köben!

Ætla uppí rúm að lesa, góða nótt Sleeping

Gullkorn dagsins:

Örlög er dulnefnið sem Guð notar þegar hann kærir sig ekki um að skrifa nafn sitt undir.

Anatole France


Næsta síða »

Höfundur

Úrsúla Manda
Úrsúla Manda

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband