Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007
11.8.2007 | 22:52
Jón Sölvi Símonarson
Já elsku litli drengurinn fékk nafnið Jón Sölvi, í höfuðið á afa sínum og langafa. Mér finnst þetta ægilega fallegt nafn og var einmitt búin að veðja á þetta! Ánægjulegt að ég skyldi hafa þetta rétt þar sem að ég hélt nú að hann væri stelpa þegar hann var í bumbunni á mömmu sinni Er líka ánægð að það skyldi ekki koma eitthvað hallærislegt tískunafn sem barnið myndi líða fyrir þegar það væri orðið fullorðið, en það er auðvitað ekki Heiðu stíll. Gaman líka að sjá Svavar í gömlu kirkjunni sinni, en þarna á hann auðvitað heima... eða það finnst mér. Við mæðgur fórum bara tvær í skírnina því Heimir er enn lasinn.
Læt eina mynd af okkur vinkonunum fylgja, vantar bara Rakel, en það er Jóhanna Björg sem heldur á Jóni Sölva. (Magnað að geta kallað hann nafni )
Endilega lesið gullkorn dagsins, það er langt en mikið er það flott.
Gullkorn dagsins:
Gakktu út að kvöldi til, sökktu sjón og huga andartak í djúp næturblámans og glitrandi stjörnugrúann, og finndu til smæðar þinnar. Horfðu inn í augu barns á fyrsta ári þegar það fellur í stafi yfir einhverju sem þér er fyrir löngu farið að þykja hversdagslegt, og minnstu hvað þrátt fyrir alla smæð þína er merkilegt að vera manneskja og ekki strokkur eða steinn. Líttu í kringum þig, á sólskin á hvítum snjó eða dögg á grænu grasi, á skýin og fjöllin eða jafnvel sölnaða móa í haustrigningu, - og hugsaðu þér að á morgun ættirðu að deyja og ljós augna þinna að slokkna fyrir fullt og allt. Mun þér þá ekki finnast sem þú hafir hingað til gengið blindandi um þessa dásamlegu jörð?
Sigurður Nordal
Að lokum er mynd af stoltum föður með son sinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.8.2007 | 20:45
Helgin kærkomin
Já mikið er ég nú fegin að það sé komin helgi... eiginlega búin að þrá það síðan á miðvikudag. Og í dag vann ég síðasta daginn sem innkaupastjóri Heilbrigðisstofnunnar Austurlands. Allt búið að ganga vel og finnst mér þetta mjög skemmtilegt. Reyndar alveg nóg að gera og rúmlega það og ekki veitti af eins og hálfri manneskju með, en það er víst ekki í boði. Líka svo gaman að maður skiptir reglulega um umhverfi, er ekki alltaf á saman staðnum, en einu sinni í viku þarf maður að fara yfir á firðina, Eskifj. Reyðarfj. og Fáskrúðsfj. Einnig finnst mér svaka gaman að vinna á sjúkrahúsinu, alltaf nóg af fólki og bara ferlega skemmtilegt. Ég hef oft velt hjúkkunáminu fyrir mér, en einhvern veginn held ég að ég gæti það aldrei... en samt finnst mér það svo spennandi Kannski að ég fari í hjúkkuna þegar ég verð búin með kennarann Á mánudaginn fer ég svo upp á deild að leysa af sem móttökuritari.
Það á að skíra litla Símon á morgun. Séra Svavar mætir auðvitað á svæðið til þess. Ég er mjög spennt að vita nafnið, er með nokkur í huga, svo það verður gaman að heyra það Veit ekki hvort Heimir komist með, en hann er búinn að vera hundveikur bæði í gær og í dag. (Alveg yrði það nú týbískt að hann myndi smita mig fyrir borgarferðina... Guð náði hann ef svo fer!!) En hann fer nú vonandi að hressast.
Ætla snemma í rúmið... "hóst", það er ekki eins og ég hafi ekki sagt þetta áður Góða helgi öllsömul!
Gullkorn dagsins:
Snú andliti þínu mót sólinni - þá sérð þú ekki skuggana.
(Helena Keller)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.8.2007 | 23:34
Tíminn flýgur
Þá erum við fjölskyldan búin að vera hér heima síðan 15. júní. Sem sagt í 8 vikur og ekki veit ég hvað hefur orðið af öllum þessum tíma!? Þegar ég kom þá hugsaði ég alltaf að ég yrði hérna í ALLT sumar, alveg í þvílíkt langan tíma en áður en maður veit af er komið að því að fara aftur út, en það verður eftir 3 vikur. Rosalega er þetta skrítið. Ég hlakka bara orðið til að fara út, þó mig kvíði líka fyrir. Það verður líka skrítið fyrir Ingibjörgu að vera ekki nálægt ömmu sinni og afa, því hún er jú búin að vera svo mikið með þeim, og það verður þeim sjálfsagt líka erfitt. En við höfum Skypið og svo komum við auðvitað aftur um jólin
Á sunnudaginn eftir rúma viku verður svo haldið til borgarinnar með ömmu og afa. Það er þéttskipuð dagskráin, við Júlía Rós erum búnar að plana Ítalíuferð og svo fer ég auðvitað til þeirra í Vogana. Helenu ætla ég að reyna að hitta og svo auðvitað Sigurlaugu. Eigum bara eftir að finna tíma. Spurning hvort ég hafi nokkurn tíma fyrir skólann? Jú ég er yfirleitt búin á milli 14 og 15, svo eitthvað ætti ég að geta gert. En Sigurlaug, hvernig litist þér á miðvikudag og jafnvel LÍKA fimmtudag í að shoppast og borða?
Ég er orðin ofur spennt að byrja í skólanum. Fæ samt annað slagið kvíðahnút í magann að vera að byrja aftur í skóla, því síðast var ég í skóla 2003! Kvíði því líka að vera að fara í fjarnám, veit ekki hvernig mér mun finnast það. En það kemur allt í ljós, vonandi bara gengur þetta. Ætla ekki að mála skrattann á vegginn áður en þetta byrjar.
Fór ekki snemma að sofa í gær og ekki heldur núna. Gott að það er að koma helgi.
Annað gullkorn dagsins:
Hver mínúta, sem þú sóar í að vera argur, er 60 sekúndur sem þú hefðir getað notið og látið þér líða vel.
(Róbert Stolz)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
8.8.2007 | 22:41
Júlía Rós
Í dag, 9. ágúst, á mín yndislega vinkona, Júlía Rós á afmæli. Til hamingju með daginn elsku besta vinkona Hlakka mikið til að koma til ykkar hjónanna í Vogana eftir aðeins 2 vikur eða svo. Júlía Rós er Eskfirðingur og kynntumst við stöllur árið '90ogeitthvað, en þá fórum við að vinna saman í apótekinu hérna heima. Það var rosalega skemmtilegur tími Þetta samband okkar hefur svo í gegnum árin þróast og í dag er Júlía ein af mínum bestu vinkonum! Hún er yndisleg manneskja og er alltaf hreinskilin, það má hún eiga (Er að hugsa um að hætta að dásama hana, þetta fer að hljóma eins og minningargrein )
Þessi mynd er tekin af okkur dömunum í júní í fyrra, í Köben. Mikið var það skemmtileg ferð.
Önnur vinkona mín á líka afmæli í dag, en það er hún Ragnhildur. Til lukku mín kæra
Gullkorn dagsins:
Betra er að hágráta einu sinni en andvarpa endalaust.
(Málsháttur)
Bloggar | Breytt 9.8.2007 kl. 08:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.8.2007 | 22:20
Af bókamálum
Ég er enn að lesa bókina sem Elma lánaði mér, Predikarinn. Gengur eitthvað hægt hjá mér lesturinn, en bókin er mjög góð. Hef bara ekki dottið í gírinn eftir Flugdrekahlauparann. Ég á svo eftir að skipta bókinni sem ég fékk í afmælisgjöf en ég hef akkúrat ekki græna glóru um hvaða bók ég á að velja mér. Hjálp einhver?! Tek hana með mér suður og skila henni þar. Þar er kannski meira úrval af bókum en hér fyrir austan. Júlía Rós lánaði mér svo Aldingarðinn eftir Ólaf Jóhann, og það lá við að ég skilaði henni strax aftur þegar hún sagði mér að þetta væru allt saman bara smásögur!! Hvað er það? En ég ákvað samt að gefa henni séns, kannski endist ég alla bókina, hver veit.
Í morgun þegar ég vaknaði ofur þreytt lofaði ég sjálfri mér því að fara snemma að sofa í kvöld, hugsa að ég reyni að standa við það og hef þetta því ekki lengra. Kannski ég lesi bara svolítið áður en ég svíf í draumalandið.
Læt eina mynd af okkur mæðgum fylgja í dag
Gullkorn dagsins:
Lífið er dásamlegt fyrir þann sem elskar - og hefur hreina samvisku.
(Leó Tolstoj)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.8.2007 | 23:26
Fín helgi
Þá er Neistaflugið liðið, það fimmtánda í röðinni. Það var ægilega gaman, en reyndar finnst mér þetta aðeins verið farið að þreytast. Held að það væri allt í lagi þó þeir tækju pásu eins og í eitt til tvö ár.
En engu að síður skelltum við hjúin okkur á laugardagsballið með Buff. Þeir eru alveg frábærir, þvílíkt stuð. Mér var sagt að það hefði verið um 1000 manns á ballinu, en ég sel það nú ekki dýrara en ég keypti það. Guði sé lof að þá voru stærstu böllin haldin í íþróttahúsinu svo maður gat alveg dansað. Hér erum við mæðgur við varðeldinn á sunnudagskvöldinu... Ingibjörg orðin þreytt en við mamma greinilega að syngja
Í gærkvöldi hittumst við stelpurnar í árgangi '77 heima hjá Hrönn. Það var mikið skemmtilegt, vorum reyndar ekki allar, vantaði 3 svo við vorum 8. Kalla það nú bara góða mætingu, þar sem við erum 3 sem búum í Danmörku, þrjár í Reykjavík og svo tvær hérna heima. Erum að hugsa um að gera þetta árlega núna.
Heimir fór á hreindýr í gær. Þetta var 6 dýrið sem hann fellur og finnst honum þetta alltaf jafn skemmtilegt. Ég hinsvegar skil þetta ekki... en ég þarf líka ekkert að skilja allt. Set hérna eina mynd af honum með tarfinn. Frekar stoltur
Mér finnst svo gaman að setja inn myndir, því ég kunni það aldrei á gamla blogginu Á sennilega alveg eftir að misnota það svona til að byrja með!
Gullkorn dagsins:
Sóaðu ekki nýjum tárum á gamlar sorgir.
(Evrípídes)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.8.2007 | 23:57
Skemmtilegt kvöld
Ég átti alveg dásamlegt kvöld í faðmi þeirra systra. Átum á okkur gat eins og okkar er von og vísa, hlógum okkur vitlausar og kjöftuðum frá okkur allt vit Það er líka einkar skemmtilegt að spjalla við þær systur, þær eru alveg yndislegar. Pizzurnar voru góðar og forrétturinn líka. Takk elskurnar fyrir skemmtilegt kvöld! Júlíu Rós hitti ég svo fyrir sunnan og ætlum við að gera eitthvað skemmtilegt saman.
Hér er ein mynd af okkur vinkonunum, tekin nákvæmlega fyrir ári síðan. Auðvitað hlægjandi
Hitti hina dökkbrúnu Þóreyju, auðvitað í Egilsbúð. Var búin að hugsa að ég hlyti að hitta hana þegar ég færi út að borða, og það gekk eftir Alltaf gaman að hitta hana.
Bíð ykkur góðrar nætur.
***
Gullkorn dagsins:
Þú getur gleymt þeim sem þú hefur hlegið með en aldrei þeim sem þú hefur grátið með.
Arabískur málsháttur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
1.8.2007 | 15:11
Af mat
Er að fara út að borða í kvöld með þeim systrum Júlíu Rós og Kristjönu. Veit að það á eftir að verða mikið stuð, eins og alltaf þegar við komum saman Ákváðum að fara í Egilsbúð því pizzurnar þar eru svo góðar. Við fjölskyldan pöntuðum okkur pítur um daginn frá Egilsbúð og fengum sent heim. Í pítunni var ekkert nema kjúklingur og pínulítil sósa, varla hægt að kalla það sósu! Var svo hneyksluð að ég hélt ég myndi kafna! Ég meina, það á að vera grænmeti með! Alveg sama hvernig pítu þú pantar, ÞAÐ Á alltaf að vera grænmeti með. Mjög furðulegt fannst okkur.
Við Heimir fórum um daginn niður á Hótel Eddu (held að þetta sé Hótel Edda) að fá okkur að borða. Það var alveg æðislegt! Þvílíkt góður matur, salurinn svo flottur, fallegt útsýni (svona þegar Austfjarðarþokan liggur ekki yfir) og bara allt flott. Egilsbúð finnst mér aðeins vera farin að líta uppá landið, svolítið sjúskað eitthvað. En það fer vonandi batnandi. Læt ykkur vita hvernig maturinn smakkaðist
Annars finnst mér OFUR gaman að vera komin með nýtt blogg veit að ég á eftir að vera OFUR dugleg hérna... svona fyrstu dagana allavega, hérna kemur nýjungagirnin fram
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Bloggarar
- Auður
- Baddý hjúkka
- Elsa Sæný
- Frú Jóhanna
- Hrönnsa
- Olla Noregsbaun
- Stefán hversdags
- Steinunn Þóra
- Svanfríður valkyrja