24.2.2008 | 21:18
Netlaus!!
Ég er ENN netlaus!! Eigum að fá rouderinn í þessari viku (hef nú heyrt þetta áður!) Það verður nú gott. Ég hef því lítið bloggað því ég reyni aðallega að nota tímann sem ég er hérna hjá mömmu og pabba til að læra. En að öðru...
Já við fórum í sónar og fengum að vita kynið. Þið fáið hinsvegar ekki að vita það Allt kom vel út og allt í góðu. Nú var mér flýtt um tvo daga og er ég því sett 10. júlí. Ég ÆTLA hinsvegar að koma með það fyrr, en EKKI seinna en 10. júlí! Er mjög sátt við 8. júlí. Barnið hefði þá flotta kennitölu, 08.07.08.
Það gengur eins og í sögu á leikskólanum með Ingibjörgu. Það má eiginlega segja að ég hafi átt erfiðara en hún í þessari aðlögun en svona er það nú bara. Hún var ein allan föstudaginn og var hin ánægðasta. Fór að sofa án nokkurra vandkvæða og borðaði vel Vonandi verður hún eins kát á morgun.
Heimir fékk úthlutað hreindýri, öllum til mikillar gleði!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.2.2008 | 20:08
Aðlögun
Jæja nú erum við búin að búa á Nesbakkanum í eina viku og líður svakalega vel Erum reyndar enn að ganga frá og laga til, og svo eigum við eftir að taka kassana ofan af háalofti hérna í Gauksmýrinni og fara í gegnum þá. Erum enn ekki komin með netið og er ekkert víst að það náist fyrir lok næstu viku! Er ekki mikið hress með það. Hlakka til að geta komist á netið og geta lært þegar mér hentar, þurfa ekki alltaf að koma til mömmu og pabba til þess.
Annars byrjar daman í aðlögun á leikskólanum á morgun. Förum í einn klukkutíma í heimsókn og svo lengist það með hverjum deginum þangað til á föstudag að hún verður ein allan tímann. Svona ef það gengur vel hjá okkur Hún er allavegna mjög spennt þegar maður ræðir þetta við hana.
Sónar ekki á morgun heldur hinn og trúið mér, ég fer ekki úr sónarnum fyrr en ég veit kynið!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
11.2.2008 | 18:05
Og þá er ég flutt :)
Jamm við sváfum fyrstu nóttina á laugardeginum, svo gæfan ætti nú alls ekki að klikka. Það var svo ógeðslegt veður og brjálað rok á föstudagskvöldinu að við ákváðum að sofa hérna hjá mömmu svo hún yrði nú ekki ein (pabbi úti á sjó), og svo auðvitað náðum við að koma okkur betur fyrir á laugardeginum og gera þetta aðeins heimilislegra. Sváfum öll eins og steinar, og líður bara svakalega vel þarna á bökkunum Við erum búin að koma okkur ágætlega fyrir þó það sé nú smá eftir ennþá í kössum, en það er nægur tími. Ingibjörg á nú ekki lítið af dóti og það tekur alveg sinn tíma að fara í gegnum það allt saman og flokka og ganga frá. Mér líður þó vel að vera búin að koma reglu á fötin hennar.
Eitt sem mér finnst leiðinlegt við flutning er að vesenast í símakerfinu og netinu og öllu því. Það er þó ekki hægt að kvarta undan Símanum í þetta skiptið, en við vorum komin með heimasíma nákvæmlega sólarhring eftir að Heimir talaði við þá!! Bara snilld. Man þegar við fluttum í Reykjavík en þá tók það þá hátt í tvær vikur að flytja heimasímann!! Var gjörsamlega að urlast og var búin að undirbúa mig fyrir það sama núna. En nei, það er ekki það sama að vera í Reykjavík og Neskaustað, svo mikið er víst Netið er hinsvegar ekki komið en vonandi fer það nú að koma. Vonlaust að vera netlaus, svona sérstaklega í sambandi við skólann. Þó ég komi nú hingað til mömmu og pabba í tölvuna þá er auðvitað best að geta farið á netið þegar manni hentar.
Heimir byrjaði í vinnunni í dag og lætur bara vel af sér, svona fyrsta daginn Er að vona að ég heyri frá leikskólanum í vikunni svo það mál fari nú allt að skýrast.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
7.2.2008 | 22:41
Næstum flutt
Já við erum svona næstum því flutt. Sóttum búslóðina á Seyðisfjörð í gær og var allt dótið komið inn í íbúð klukkan 10 í gærkvöldi. Mikið vorum við fegin að vera komin með það! Byrjuðum svo í gærkvöldi að taka upp úr kössum og héldum áfram í dag. Ætlum að sofa annaðkvöld. Getur ekki annað en boðað gott að sofna í nýrri íbúð á "föstudegi til fjár" og vakna þar á "laugardegi til lukku" Trúi ekki öðru.
Ég er byrjuð að vinna niður á Heilsugæslu. Byrjaði á mánudeginum og er að leysa af í móttökunni. Verð þar sennilega í tvær vikur í viðbót eða svo. Bara gaman. Get nú samt alveg sagt ykkur það að mér finnst ógeðslega erfitt að vakna dag eftir dag klukkan 7 á morgnanna!! Hef ekki þurft þess síðan í sumar held ég bara. Líka frekar erfitt að fara á ein á fætur meðan feðginin sofa á sínu græna.
Fór í mæðraskoðun í vikunni og er allt í góðu. Er komin 18 vikur á leið. Förum í sónar 19. feb til að vitað kynið... og ég er gjörsamlega að missa mig af spenningi
En já af leikskólamálum hjá Ingibjörgu er það að frétta, að hún byrjar um miðjan mánuðinn. Mikið er ég glöð! Var farin að sjá fram á að barnið kæmist ekki inn fyrr en næsta haust!! Hún verður frá 8-14 til að byrja með. Þetta verður spennandi hjá henni og vonandi á hún eftir að plumma sig fínt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.2.2008 | 10:58
Stutt
Ætla bara að óska afmælisbarni dagsins til hamingju En það er enginn annar en hann Hermann, ektamaður Júlíu Rósar.
Hermanni kynntist ég sennilega árið 2002 (ef ég man rétt), þegar þau hjónin fóru að draga sig saman. Yndislegur maður í alla staði, vill allt fyrir mann gera og er vinur vina sinna.
Elsku Hermann, hafðu það gott og njóttu dagsins. Ég knúsa þig næst þegar ég hitti ykkur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.2.2008 | 11:31
Vetur konungur
Ég get nú alveg sagt ykkur það að það er langt síðan að ég hef upplifað svona vetur eins og er núna. Ég hef auðvitað ekki verið hér fyrir austan á þessum tíma síðan ég veit ekki hvenær, en svona vetur hefur ekki verið í borginni svo ég muni. Núna er þetta eiginlega svona eins og var svo oft þegar ég var krakki. Að vísu eru ekki húshæða-háir skaflar, en skaflinn hérna úti á palli og víðar er sko ágætlega hár! Mér finnst þetta nú bara svolítið notalegt verð ég að segja.
Takk öllsömul fyrir kveðjurnar við síðustu færslu Það gengur vel hjá okkur í íbúðinni, erum búin að mála og nú vantar bara búslóðina. Vonandi fáum við hana á morgun, það er, hún er komin á Seyðisfjörð svo vonandi verður nú hægt að ná í hana. Að það verði ekki allt ófært
Jæja ég er að hugsa um að fara að snúa mér að verkefninu í aðferðafræði. Mikið er það leiðinlegt!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.1.2008 | 23:11
Raðhúsa/íbúða eigendur :)
Bara rétt að láta vita að við erum búin að fá HÚSIÐ afhent Áttum ekki að fá það fyrr en 1. feb, en svona er nú gott að kaupa af fólki sem er með hlutina á hreinu!! Búið að þrífa allt og skrúbba og bóna svo það var ekki eftir neinu að bíða. Bara æði!!
Fórum upp í hérað í dag og versluðum málningu og fleira dót. Nú er bara að byrja á morgun!! Mikil hamingja með þetta allt saman
Svo er bara að óska þess að búslóðin verði komin fyrir helgi, það yrði alveg fullkomið! Þá væri bara hægt að sofa þarna í næstu viku... vííjjj, bara gleði
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
27.1.2008 | 22:51
Jæja
Óttaleg leti er þetta nú í blogginu þennan fyrsta mánuð ársins. Ég er bara alveg hætt að nenna þessu. En svo veit ég að allt í einu dett ég í gírinn... það er bara mislangt í þennan gír.
Heimir kom í gærkvöldi. Það gekk vel að keyra og ekkert að veðri. Sennilega stoppar hann í tvær vikur eða svo og fer þá aftur suður, og þá vonandi ekki lengur en í viku. Og já það styttist all verulega í að við fáum íbúðina! Í þessari viku takk fyrir! Við erum orðin rosalega spennt og hlökkum mikið til. Ef þið hafið mikla þörf fyrir að bera húsgöng og kassa þá endilega hafið samband og ég læt ykkur vita nákvæma tímasetningu.
Heimir sagði við mig áðan hvort við ættum ekki bara að sleppa því að fá að vita kynið á barninu. Ég leit nú bara á hann og hreytti í hann hvort hann væri eitthvað verri?! Eins og ég gæti gengið með barn í níu mánuði án þess að vita kynið!? Já Nei, það er bara ekki fræðilegur möguleiki. Mér finnst alveg nóg að geta ekki fengið að vita þetta fyrr en í kringum 20 viku, því ég vil vita þetta strax! Ég spurði hann á móti hvort ég ætti bara að fá að vita þetta, en þá var svarið, Úrsúla þú veist að það myndi aldrei ganga. Og er það sennilega rétt hjá honum... Auðvitað verðum við að vita þetta. Punktur!
Jæja ég ætla að fara að horfa á Private practice. Mikið hrikalega eru þetta góðir þættir! Maður lifandi. Mér finnst þeir samt ekki betri en Grey's, það er afar fátt sem mér finnst toppa þá þætti ef þá nokkuð. P. P. slagar þó hátt í þá. Verst að ég á bara tvo þætti eftir, held það sé ekki komið meira inn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
20.1.2008 | 23:17
Boltinn
Ég get nú alveg endalaust svekkt mig yfir handboltanum. Er hinsvegar að spá í að gera það ekki, ætla bara að segja að þeir virðast bara alls ekki getað átt tvo góða leiki í röð! Alveg er það stór merkilegt. Vona að þeim gangi betur í milliriðlinum, en guð veri með þeim þegar þeir mæta þjóðverjunum. En maður veit þó aldrei...
Annars erum við mæðgur búnar að eiga góða helgi. Eyddum föstudagskvöldinu í pizzuáti og fleiru skemmtilegu hjá Brynju og co, og í dag fórum við í eins árs afmæli til Freys litla. Ægilega gaman.
Heimir er á leiðinni til landsins. Hann verður reyndar fyrir sunnan alla næstu viku að vinna, en svo kemur hann vonandi til okkar
Sigrún, hér kemur sinnepssósan. Hún er nú afar einföld... en góð:
2 msk. majónes, 2 msk. sýrður rjómi, 1 tsk. dijon sinnep, 1 tsk. hunang og ½ tsk. sítrónusafi. Aromat krydd og svartur pipar.
Ég setti reyndar meira af sinnepi, sýrðum rjóma og sítrónusafa. Ægilega gott með góðri samloku Og þá er ég orðin svöng!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
16.1.2008 | 23:27
Margt skrítið
Mér finnst svo skrítið að hugsa til þess að ég sé alveg flutt hingað til Neskaupstaðar. Ekki leiðinleg tilhugsun, heldur yndisleg og mér líður vel. Mér finnst bara svo skrítið að ég sé ekki að fara suður bráðum eða út, til að eiga heima þar. Enn þá skrítnara finnst mér svo að ég á eftir að eiga heima hér, og ekki hér í Gauksmýrinni hjá mömmu og pabba! Ég hef aldrei búið "ein" í Neskaupstað, búið hér og ekki með mömmu og pabba! Nú ætla ég að búa hér í bæ, í mínu húsi, með mínum húsgögnum og hafa mínar venjur og siði. Hitta svo mömmu bara í búðinni einhvern tímann og svona, rekast á hana í bænum... (Vona að þið haldið ekki að sé orðin eitthvað biluð). Ég á bara svo erfitt með að ímynda mér þetta. En ætli ég eigi svo ekki bara eftir að vera með annan fótinn hér í Mýrinni, allavega svona til að byrja með... mig grunar það. Og ekki verður nú langt á milli okkar heldur
Ingibjörg fór niður í Breiðablik til langömmu sinnar og langafa í gær (svo ég gæti einbeitt mér aðeins að náminu... í friði). Til að gera langa sögu stutta var hún þar í rúma 3 klukkutíma og vildi svo helst ekki koma heim. Alveg merkilegt hvað henni finnst svakalega skemmtilegt að vera hjá þeim. Nei kannski ekki svo merkilegt, því hún hefur þau gjörsamlega í vasanum og þau gera bara nákvæmlega það sem hún segir þeim að gera Hún er líka með einhverja matarást á langömmu sinni, því hvergi borðar hún eins vel og hjá þeim.
Ég er hinsvegar stödd á þeim tímapunkti meðgöngunnar að ef ég sé eitthvað girnilegt þá verð ég að fá það NÚNA! Þetta er frekar erfitt þegar það eru ekki margir skyndibitastaðir hér í towninu, og ég sé auglýsingar frá American Style, Ruby Tuesday og svo ekki sé nú talað um Subway. Klukkan hálf tíu í gærkvöldi var ég að fletta mogganum og rakst þá á hrikalega girnilega samloku auglýsingu. Ég fór að ræða þessa auglýsingu við pabba og jarma yfir því hvað mig langað eina svona feita samloku. Að lokum stóð pabbi upp, sótti grillið og við gerðum okkur eina feita Ég lagaði sinnepssósu sem ég fann í Jóa Fel svo þetta gat ekki farið úrskeiðis!
Nú ætla ég hinsvegar að kveikja á Greys og reyna að dreifa huganum frá t.d. Quiznos!! Þeir eru nefnilega æði!! Guð ég verð að fá mér svoleiðis í mars þegar ég fer suður!! Ohhh nú langar mig alveg rosalega í einn bát... þetta gengur bara ekki lengur...
Góða nótt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Bloggarar
- Auður
- Baddý hjúkka
- Elsa Sæný
- Frú Jóhanna
- Hrönnsa
- Olla Noregsbaun
- Stefán hversdags
- Steinunn Þóra
- Svanfríður valkyrja