14.1.2008 | 22:55
Hitt og þetta
Þá er ég búin að taka mér vikufrí frá blogginu, svo nú er best að hefjast handa á ný. Langaði að deila þeim gleðifregnum með ykkur að við skötuhjú erum að fara að fjölga mannkyninu!! Já ég er semsagt ófrísk og er að detta í 15 vikuna. Þá viti þið það Ég er sett um miðjan júlí, 11. 12. eða 14. eru þær dagsetningar sem ég hef heyrt, en ég hef ákveðið að eiga 8. júlí. Við sjáum svo til hvernig það fer, allavega tók Ingibjörg ekkert mark á mínum óskum og beið í nákvæmlega 2 vikur framyfir settan tíma. Ég fór í hnakkaþykktarmælinguna fyrir sunnan í síðustu viku og kom allt vel út, svo nú er bara að bíða og hlakka til
Já ég er komin aftur heim til Neskaupstaðar. Það gengur svo vel hjá Heimi að pakka niður og ganga frá öllu að hann náði að snúa mér frá því að koma. Og ég er sko bara sátt að losna við þetta stúss Pabbi hans fór út og er að hjálpa honum, svo hann er nú ekki aleinn blessaður. Vonandi kemst hann bara sem fyrst heim! Við fáum afhent 1. feb, ótrúlega stutt í það, og er ég mjög spennt
Það var mikið að gera í Reykjavíkinni eins og alltaf. Mikið um að vera í skólanum, en samt alltaf gaman. Ég hafði það gott í Vogunum og náði að hitta hina og þessa. Við Sigurlaug áttum góðan eftirmiðdag saman og enduðum á Fridays. Við erum ekki mikið fyrir að breyta til Eins eyddi ég degi með Heiðu, kíktum í Smáralindina og átum góðar pizzur.
Ég held samt að ég fari ekki lengra en til Egilsstaða næstu tvo mánuðina eða svo. Nenni ekki þessum þvælingi lengur! Um miðjan mars verður svo seinni staðlotan, svo þá er næsta ferð suður.
Kristjana á afmæli í dag... til lukku mín kæra
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
7.1.2008 | 22:44
Búin...
Það er nú bara úr mér allur vindur eftir þennan fyrsta skóladag, svei mér þá. Fór í fyrsta námskeiðið á kjörsviðinu sem ég valdi mér og líst mér vel á. Námskeiðið heitir Inngangur að samfélagsgreinum. Kennarinn er æði og ákvað hann að sleppa öllum prófum og hafa frekar 5 verkefni eða svo yfir önnina sem myndu þá gilda 20% hvert. Aldeilis flott. Tveir áfangar eru því próflausir svo ég tek bara tvö próf í vor. Það var svakalega gaman að hitta allar stelpurnar Fórum svo fjórar saman eftir skólann í dag í Kringluna á kaffihús og áttum notalega stund.
Ég er alveg að sofna, ætla að slökkva ljósið og setja Greys af stað. Vona að ég nái eins og einum þætti áður en ég svíf í draumaheiminn, og dreymi svo bara Dr. McDreamy... eða bara Heimi í læknaslopp Þarf ekki að mæta í skólann á morgun fyrr en klukkan 12, hoho svo ég fæ að sofa út! Bið ykkur vel að lifa.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.1.2008 | 22:39
Vogarnir
Jæja ég er komin í Vogana. Við komum suður rétt eftir hádegi á föstudag eftir mikinn hristing í háloftunum. Var komin með ælupokann upp að andlitinu þegar við sveimuðum yfir borginni til lendingar, en þetta slapp sem betur fer. Var samt hálf óglatt það sem eftir lifði af deginum Föstudagskvöldið vorum við í mat hjá Simma og Línu, fengum æðislegt lasagne sem ég fékk auðvitað uppskrift af og svo var bara brunað í Vogana og farið að sofa. Annars eyddum við þessum tveimur dögum aðallega í húsgagnaverslunum og að skoða bíla.
Í gærkvöldi fórum við svo út að borða með Júlíu Rós og Hermanni. Við dömurnar völdum Argentínu og urðu þeir heldur betur glaðir, eins og við vissum. Rosalega góður maturinn og þjónustan var alveg 100% Ferlega skemmtilegt kvöld.
Heimir minn er farinn út, ég skutlaði honum á völlinn klukkan 6 í morgun. Ferðin gekk vel, en hann var tæpa tvo tíma að tékka sig inn!! Tvo tíma! Ég hefði farið yfirum. Veit hreinlega ekkert leiðinlegra þegar maður er að ferðast, en langar biðraðir og seinkanir. Ég vil að þessir hlutir gangi smurt fyrir sig!
Ingibjörg er hin hressasta hjá ömmu sinni og afa, eins og ég svo sem vissi, og er ekkert vesen á henni. En mikið hlakka ég til að fá hana til mín.
Ég er búin að eiga náðugan dag, er búin að horfa á tvo Greys þætti og er nú komin upp í rúm til að horfa á meira elska þessa þætti! Svo tekur alvara lífsins við á morgun, skóli klukkan hálf 9. Hlakka til að hitta allar stelpurnar, þær eru svo hressar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
3.1.2008 | 23:02
Bækur og borgin
Kláraði Harðskafa hans Arnalds í nótt, gat ekki hætt fyrr en ég var búin. Finnst hún góð, en hún var svolítið draugaleg, eða svona spúkí. Ég var því fegin þegar ég slökkti ljósið að geta hjúfrað mig upp að Heimi. Næst á dagskrá er svo Aska eftir Yrsu og þar á eftir er bókin eftir þann sem skrifaði Flugdrekahlauparann. (Man í augnablikinu ekki hvað hún heitir, og hvað þá höfundurinn).
Ég hef verið að hlusta á diskinn hans Einars Ágústar frænda míns. Fékk hann í jólagjöf. Mikið svakalega er þetta góður diskur. Hann rúllar bara á repeat. Lögin eru óskaplega þægileg og textarnir fallegir. Og ekki skemmir það nú að hann tekur eitt lag með Sálinni og svo syngur auðvitað Stebbi með honum dúet. Bara flott! Mæli eindregið með þessum disk.
En við erum tilbúin fyrir ferðina á morgun. Eigum hádegisflug svo maður þarf ekki að vakna fyrir allar aldir! Hugsa að ég myndi bara ekki meika það að þurfa að vakna fyrir klukkan 9, svei mér þá. Hér erum við búin að sofa til 10 hálf 11 alla morgna. Bara lúxus á þessu Við verðum í Vogunum í góðu yfirlæti ef ég þekki húsráðendur rétt. Annað kvöld er svo matur hjá Simma og Línu, og á laugardagskvöldið bjóðum við Júlía Rós karlpeningnum út að borða. Þeir vita ekki hvert, en þeir verða mikið glaðir þegar þeir komast að því! Það fyrsta sem við ætlum hinsvegar að gera þegar við lendum í borginni á morgun, er að bruna á Subway!! Hef lengi þráð það! Í nótt þegar ég var búin með bókina fékk ég óstjórnlega löngun í einn bát og ég hef ekki hugsað um annað síðan. Svoleiðis er það nú
En jæja, læt frá mér heyra úr borginni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
2.1.2008 | 23:19
Raðhús/íbúð
Fórum í raðhúsið okkar (þetta var skrifað fyrir JR ) í dag og mældum allt sem við þurftum að mæla. Það er ýmislegt sem við ætlum að kaupa í Danmörku svo það er eins gott að vera með allar lengdir og breiddir á hreinu. Annars er þetta nú svo ljúft fólk sem við erum að kaupa af, að við megum bara hafa samband ef okkur vantar einhverjar upplýsingar, ekki málið. Hlakka all svaðalega til að flytja, samt er eitthvað svo mikið sem á eftir að gerast á þessum rúma mánuði þangað til við fáum afhent.
Við skötuhjú erum að fara suður núna á föstudaginn. Heimir fer svo út á sunnudag og ég byrja í skólanum á mánudag. Mamma kemur með Ingibjörgu laugardaginn 13. jan og við mæðgur fljúgum svo út 14. Svo er bara spurning hvenær við komum aftur, hversu snögg við verðum að pakka og ganga frá. Ég spái að það verði 20 og eitthvað. Já það er óhætt að segja að það sé nóg um að vera og mikill þeytingur svona fyrsta mánuð ársins. Ætli ég eigi nokkuð eftir að urga mér það sem eftir er ársins?! Jú nema þá til að fara suður í skólann. Held ég fari allavegna ekkert erlendis... er eiginlega komin með nóg af þessu í bili!
Oprah er í sjónvarpinu og er að tala við Kenny Rogers. Hvað er maðurinn eiginlega orðinn gamall?! Sjötugur kannski? Hann á sko 3ja og hálfs árs gamla tvíbura!! Ég er svo aldeilis hissa. Allt hægt í Ameríkunni
Jæja, ég er farin upp í rúm að lesa Arnald.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
2.1.2008 | 00:01
Árið 2008
Gleðilegt ár elsku vinir og takk fyrir samveruna á árinu sem er nú liðið. Árið 2007 hefur verið viðburðaríkt hjá okkur fjölskyldunni og ég veit það fyrir víst, að þetta nýja ár verður viðburðaríkara Hlakka til þess.
Heimir minn átti afmæli í gær og áttum við notalegan dag. Mér finnst alltaf svo magnað þegar síðasti dagur ársins rennur upp, en þá er allt "í síðasta skipti" (Get orðið svolítið dramatísk). Okkur hér á heimilinu fannst Skaupið bara fínt, að vísu fannst mér aðeins of gróft þetta með Hitler, annars mjög gott. Það fóru allir út á pall að horfa á raketturnar, mjög mikið skotið upp hér í bænum.
Annars erum við búin að eiga ljúfa daga á milli hátíðanna. Fórum upp í bústað og sváfum eina nótt. Hreinasti unaður að vera þarna uppfrá. Við Heimir fórum út rétt um miðnætti, alveg magnað að standa bara ein í skóginum í kolniðamyrkri, engin ljós og engin læti. Svo skemmdi það nú ekki fyrir að það var alveg stjörnubjart, norðurljós og skítakuldi! Rosalega fallegt.
Annars er það í fréttum að við erum búin að skrifa undir kauptilboð á íbúð og fáum afhent 1. febrúar!! Æðislegt að komast svona fljótt í eigið húsnæði. Svo nú er bara að drífa sig út, pakka og koma aftur. ALKOMIN!! Jeminn hvað ég hlakka til!!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
24.12.2007 | 15:59
Gleðileg jól
Við Ingibjörg sitjum hér fyrir framan sjónvarpið, Heimir er að stússast í eldhúsinu í sósugerð og mamma og pabbi fóru í kirkjugarðinn. Allir pakkar eru komnir undir tréð og kveikt er á öllum jólaljósum. Til að toppa þetta allt saman er veðrið yndislega fallegt, stillt og kalt og hvít jörð. Einmitt það sem ég var búin að óska mér! Þegar við vöknuðum í gærmorgun var allt hvítt og hefur það haldist, algjör draumur.
Ég opnaði öll jólakortin áðan og skammast mín ekkert fyrir það! Heiða og Símon komu hérna og þá sagði Heiða mér að þau opnuðu sín kort alltaf í hádeginu á aðfangadag. Fannst þetta alveg brilljant hugmynd og eins og Heimir sagði að þá verður víst nóg um að vera í kvöld í pakkaflóðinu. Nákvæm tímasetning á þessu var kl. 15. Mér finnst ég samt hafa staðist þessa þrautaraun og ætla að gera þetta aftur á næsta ári!! Er mjög ánægð með mig
Allir eru orðnir spenntir fyrir kvöldinu og hefur Ingibjörg ekki rifið upp einn einasta pakka ennþá. Hún skilur að það eigi ekki að opna pakkana fyrr en í kvöld, og trúið mér, þá verður stuð Hún stoppar samt iðulega við jólatréð og virðir fyrir sér pakkaflóðið. Það væri gaman að vita hvað hún væri að hugsa.
En jæja, ég vil óska ykkur öllum gleðilegra jóla, elsku vinir nær og fjær. Vona að þið hafið það gott yfir þennan yndislega tíma.
Gleðileg jól.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
22.12.2007 | 23:58
Fagra Ísland
Mikið óskaplega er nú ljúft að vera komin heim. Hlakka til að vera alkomin í lok janúar. Ekkert ferðavesen lengur, allavega ekki svona ört og langt!
Annars er bara allt fínt í fréttum. Familyan er öll búin í klippingu og allir eru búnir að fá ný föt (ég semsagt líka, það tókst í H&M daginn áður en við fórum heim) svo við lendum ekki í kettinum. Við skreyttum jólatréð í fyrradag og fannst Ingibjörgu það alveg æðislegt. Hún setti yfirleitt 2-3 kúlur á hverja grein og var ægilega ánægð Hún er alveg að missa sig í jólagleðinni, hrópar uppyfir sig á hverjum morgni þegar hún lítur í skóinn í glugganum og er alveg með á nótunum að það megi ekki opna pakkana strax. Svo mætir jólasveinninn í hús á morgun með gjöf og er ég alveg gífurlega spennt að sjá viðbrögðin Hún er mjög hrifin af jólasveinunum og er ekki hrædd við þá, en það er spurning hvernig þetta verður þegar öll athyglin beinist að henni.
Ég er búin að pakka inn öllum gjöfum og skrifa öll kort, svo nú á bara eftir að gera loka léttu þrifin og fara í jólabaðið! Held að þá sé allt tilbúið.
Það streyma hingað jólakort og ég ætla bara að segja ykkur það að ég er ekki búin að opna NEITT!! Finnst ég hafa mikinn sjálfsaga og sýni mikla stillingu. Ætla að opna kortin á aðfangadagskvöld, á eftir pökkunum. Kannski bara uppí rúmi, áður en ég byrja á Arnaldi
Þorláksmessa á morgun, hafið það gott kæru vinir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
13.12.2007 | 22:52
Jólafrí
Mér gekk vonum framar í prófinu í morgun, og get sagt ykkur það að ég hef sennilega ekki fallið (þori ekki að segja að ég hafi náð, hitt hljómar betur). Og það var markmiðið sem ég setti mér þegar ég var í metro á leiðinni á Österport í morgun. Svo já ég er sátt. Prófið gilti 60% og verkefni og skylduumræður rest. Ég hef fengið fínt út úr því svo vonandi verður lokaeinkunn ekki alveg það lélegasta.
Ingibjörg var heima í dag en fer í leikskólann á morgun. Er orðin nokkuð hress, en að vísu með hósta.
Feðginin eru sofnuð og er ég búin að eiga náðuga stund með sjálfri mér að skrifa jólakort. Jiii hvað mér finnst það skemmtilegt. Kveikti á dagatalakertinu (það er mér hjartans mál að brenna alltaf einn dag í einu, má alls ekki fara yfir á næsta dag), fékk mér piparkökur og mjólk og spilaði jólatónlist. Algjör unaður skal ég ykkur segja.
Af skafdagatalinu er þetta að frétta: mig vantar eitt hreindýr og þá vinn ég 5000 Dkr!! Enn tek ég bara einn dag í einu (jeminn ég er bara orðin eins og alkarnir!) og ætla mér að halda því og taka dagatalið með mér til Íslands! Heimir varð eitthvað spenntur yfir sínu svo hann skóf allt í dag!! (Og vann ekki neitt.) Ég hef því vinninginn og er farin að hafa óbilandi trú á sjálfri mér að sína stillingu. Ég mun hinsvegar láta reyna á það betur núna þegar jólakortin fara að streyma inn. Hef ákveðið að REYNA að opna þau ekki fyrr en á aðfangadagskvöld. Ég veit, þið hafið heyrt þetta áður... en hafi þið trú á að ég geti þetta? Vilji þið heita á mig? Þá eru meiri líkur á að ég geti þetta
Styttist all verulega í Ísland. Ég þarf að fara í bæinn áður en við förum. Það verður nóg að gera fyrir brottför. Pakka inn gjöfum, fara til Hrafnhildar og co og svo erum við að spá í að kíkja í Tívoli á morgun þegar Ingibjörg er búin á leikskólanum. Það verður gaman að sjá öll ljósin í myrkri. Hlakka til.
En já, vildi bara láta við af prófinu, og takk fyrir baráttukveðjurnar
Gullkorn dagsins:
Vonin lífs er verndarengill.
Kristján Jónsson Fjallaskáld
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
11.12.2007 | 22:18
Veikindi
Hér er ekki skemmtilegt ástand! Ingibjörg sárlasin með hita, hósta og ælu, og ég að reyna að læra fyrir þetta blessaða próf sem er á fimmtudaginn. Er ekki alveg að sjá þetta fyrir mér. Heimir ætlar þó að vera heima á morgun svo þá ætti ég að geta lært eitthvað. Ekki skemmtilegt. Rétt fyrir prófin hugsaði ég einmitt, að vonandi yrði barnið ekki lasið meðan ég væri í prófunum. En já svona er þetta.
Ég er farin upp í rúm. Spurning um að skella sér fyrst í sturtu, mér finnst allt anga af ælulykt Ógeð!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Bloggarar
- Auður
- Baddý hjúkka
- Elsa Sæný
- Frú Jóhanna
- Hrönnsa
- Olla Noregsbaun
- Stefán hversdags
- Steinunn Þóra
- Svanfríður valkyrja