24.8.2008 | 10:04
Silfur varð það
Og mér finnst silfur fallegra en gull svo ég er sko bara sátt
TIL HAMINGJU ÍSLAND!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.8.2008 | 22:41
Stuð og spenna
Þarna var ég í gærkvöldi http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/08/22/haldid_upp_a_sigurinn/ með bæði börnin og mömmu og pabba. Ferlega skemmtilegt. Þegar dimma tók var kveiktur varðeldur og spilað á gítar og sungið. Voða gaman.
Ég sit hér og berst við drenginn. Er að reyna að láta hann taka snuð! Hann liggur pollrólegur í ömmustólnum, japlar á snuðinu í örfáar sekúndur og spýtir því svo út úr sér. Og þetta endurtekur hann aftur og aftur. Virðist ekki fatta það að hann eigi að sjúga þetta apparat. Spurning að útbúa eitthvað unit til að halda snuðinu uppí honum. Verður gaman að vita hvort hann verði eins og systir hans, en hún fór að nota snuð þegar hún hætti á brjósti 9 og hálfs mánaða.
Annars er ég með í maganum yfir leiknum í fyrramálið. Jeminn þetta verður spennandi. Vona að þið, öll sem eitt vaknið til að fylgjast með. Og enn og aftur segi ég, hugsið ykkur ef við vinnum, spáið í það! Þessi litla þjóð
ÁFRAM ÍSLAND!!
Góða nótt og sofið rótt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.8.2008 | 14:54
Jahá! =)
Þurfum við að ræða þetta eitthvað?! Alveg var þetta magnaður leikur. Óhætt að segja að maður sé í skýjunum núna. Nú er bara að taka gullið á sunnudaginn... jii hvað það væri nú gaman. Ef strákarnir spila eins og þeir gerðu í dag þá leggja þeir frakkana, sannið þið til! Ég ætla rétt að vona að það verði búið að þvo rauðu búningana svov þeir geti spilað í þeim
ÁFRAM ÍSLAND!
... og góða helgi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.8.2008 | 10:08
Spenna í loftinu
Já nú er ég orðin mjög spennt fyrir leiknum á eftir. Ég hef náð að halda mér niðri á jörðinni og gera mér ekki miklar vonir um að strákarnir vinni, því ég veit ég verð svo hrikalega svekkt ef þeir tapa. En nú er það þotið út í veður og vind - ég er komin með hnút í magann! Var að hlusta á Bylgjuna og þar var verið að spila handboltalagið og baráttukveðjur til strákanna svo ég er að missa mig Hugsið ykkur ef við vinnum þennan leik... PÆLIÐÍÞVÍ. Við verðum að vinna, VERÐUM! Guð ég er spennt!!
ÁFRAM ÍSLAND!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.8.2008 | 22:42
Strákarnir okkar
Alveg eru þeir að standa sig eins og hetjur þessar elskur! Hugsið ykkur ef við vinnum Spánverjana að þá spilum við um gullið! GULLIÐ maður lifandi, það væri nú gaman. Ég semsagt sit skælandi yfir hverjum handboltaleiknum á fætur öðrum... makalaust alveg hreint. Gaman að fylgjast með Guðmundi þjálfara, hann er svo mikil snúlla. Alveg eins og lítil mús eða naggrís, yndislegur bara. Nú svo gleðst ég líka yfir því að Danirnir skyldu hafa tapað sínum leik, svo þeir eru dottnir út. ÁFRAM ÍSLAND
Afmælisdagurinn hennar Ingibjargar gekk nú aldeilis vel. Hún var yfir sig ánægð með veisluna, gjafirnar og auðvitað Sollu stirðu kökuna sem hún var búin að biðja um í nokkrar vikur. Svo skemmtilegur aldur sem hún er á núna, spáir svo mikið í hlutina og svo hrynja auðvitað gullkornin alveg hægri vinstri. Þegar hún sat í rúminu okkar og ég týndi hvern pakkann á fætur öðrum út úr fataskápnum og raðaði í kringum hana, dæsti hún og sagði: Ég á bara ekki til orð! Alveg agndofa á þessu öllu saman. Og nú er ég orðin svolítið mikið spennt fyrir jólunum. Já enda ekki seinna vænna - það er að koma september! Þetta verða aldeilis skemmtileg jól og erum við búin að plana svona hitt og þetta... já eða ég sko *hóst*
Heimir er á fullu að undirbúa sig fyrir Grænlandsförina. Þetta verður mikið ævintýri hjá honum miðað við lýsingarnar. Ég get huggað mig við það að ég fæ NÓG af hreindýrakjöti til að eta. Jammí - veisla.
Jæja, er að horfa á Opruh tala við Tom Cruise. Guð viðbrögðin hjá konunni sem var komið á óvart eru dásamleg Svona ykkur að segja þá er þetta nákvæmlega eins og ég myndi bregðast við ef ég ætti að hitta Kristján minn Arason auglitis til auglitis! Get svarið það. I know - ekki eðlileg!
Hér er ein fjölskyldumynd tekin á afmælisdaginn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
16.8.2008 | 23:49
Hér er ég
Þá er ég búin að taka mér mánaðarpásu eða svo, og var það bara ósköp ljúft.
Hér gengur allt ljómandi vel. Drengurinn dafnar vel, orðinn mánaðargamall blessaður og blæs hreinlega út. Hann er orðinn 5,2 kg 4ra vikna - Ingibjörg var 5,6 kg þegar hún var 9 vikna Óhætt að segja að hann blómstrar hreinlega. Hann er voða vær og góður, og auðvitað alveg yndislegur. Ingibjörg er svakalega góð við hann og segir öllum voðalega stolt, að hún sé stóra systir og eigi lítinn bróður Það hefur ekkert bólað á neinni afbrýðissemi hjá henni, ekki ennþá alla vega.
Við ætlum að skíra 11. september, en það er einmitt dagurinn sem Ingibjörg var skírð og ég líka. Séra Svavar ætlar að mæta og skíra drenginn - að sjálfsögðu
En daman á bænum verður 3ja ára núna á mánudaginn. Já tíminn líður sko hratt, eftir þrjú ár byrjar hún í skóla! Pakkarnir farnir að streyma í hús og hef ég skellt þeim strax inn í fataskáp svo hún sjái þá ekki... og þá freistast ég ekki heldur til að rífa þá upp Leikskólinn byrjar svo á þriðjudaginn og verður voða gott þegar allt kemst í eðlilegt horf aftur. Nú er verið að reyna að rétta svefntímann af, fyrr að sofa og fyrr á fætur. Það gengur hinsvegar ekkert of vel. Nú svo fer skólinn að byrja hjá mér. Ég skráði mig í fullan skóla, semsagt þrjú námskeið. Ég ætlaði bara að taka tvö námskeið, en svo var bara svo spennandi námskeið í boði núna sem heitir Trúarbragðafræði og trúarbragðakennsla, að ég bara varð að skrá mig í það líka. Ég sé svo bara til hvort mér finnist þetta of mikið og minnka þá við mig. Kemur allt í ljós.
En já það er semsagt allt gott að frétta og líður mér vel að vera orðin tveggja barna móðir Heimir er enn í fæðingarorlofi og verður það út ágúst. Hann er reyndar að fara til Grænlands í næstu viku á hreindýraveiðar og verður hann viku í burtu. Það verður skrítið að vera ein með þau bæði, en ég á nú góða að svo það verður ekkert mál.
Læt þetta duga í bili. Góða nótt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
18.7.2008 | 23:31
Vísitölufjölskyldan
Ég ætla nú að byrja á að þakka ykkur öllum fyrir kveðjurnar, bæði hér og á barnalandinu. Ég fór nú bara að vola yfir öllum fallegu orðunum ykkar... en ég má það nú líka alveg núna
Er að hugsa um að segja ykkur í grófum dráttum frá þessu öllusaman, fyrst þið fenguð næstum því að fylgjast með útvíkkuninni í beinni En þetta gekk semsagt allt saman eins og í sögu. Ég hringdi í Salný um þrjúleytið til að athuga hvort við gætum hisst og tékkað á stöðunni á mér. Það var lítið mál og mættum við klukkan hálf fjögur. Þá var ég semsagt komin með um 9 í útvíkkun og allt á réttri leið. Heimir hringdi í mömmu og bað hana að drífa sig til okkar, en þau höfðu brunað úr bústaðunum um hádegið. Eftir ca. klukkutíma var ég farin að rembast og klukkan 16:56 skaust drengurinn í heiminn. Ég ætlaði eiginlega ekki að trúa því hversu fljótt þetta gekk fyrir sig og erum við alveg í skýjunum. Ég hugsaði þegar ég fékk rembingsþörfina, já okey, þá eru svona 2 tímar eftir, og var ekki að kaupa það þegar Salný sagði að ég yrði örugglega búin fyrir 17. En hún hafði á réttu að standa. Man líka að hún sagði að ég yrði að klára þetta fyrir kl. 17, svona til að vera áfram í sléttu tölunum Og það tókst. Er líka afar sátt við afmælisdaginn, 16.07.08. Bara flott.
En litli kútur er sko alveg fullkominn í alla staði. Hann var nákvæmlega jafn stór og þungur og systir hans, 14 merkur og 51 cm. Okkur finnst hann nú líkur henni þegar hún var svona glæný, nema hann er ekki jafn dökkur yfirlitum og hún var. Ég held líka að ég eigi svolítið í honum, eða ég tel mér allavega trú um það Ingibjörg er alsæl með bróður sinn. Segir að þau séu vinir. Hún bað um að fá að halda á honum í dag og gekk það vel hjá henni. Sagði svo eftir smá stund: úfff hann er þungur Það verður spennandi að fylgjast með henni næstu daga.
Ég er enn á sjúkrahúsinu í góðu yfirlæti en við förum heim á morgun. Það er sko óhætt að segja að það er hugsað vel um mann hér, þetta er bara eins og 5 stjörnu hótel. Mér fannst svaka fínt að eiga á Lansanum, en guð hjálpi mér ef ég miða það við þessa veru hér, þá var það eins og að eiga í fjósi! Salný er líka alveg eðall, svo restin af börnunum mun ég eiga hér með Salný mér við hlið
Jæja þá hafi þið fengið það helsta. Ég ætla að fara að sofa og hvíla mig með litla kút. Takk enn og aftur fyrir kveðjurnar. Góða nótt.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
16.7.2008 | 18:33
PRINS ER FÆDDUR!
Lítill prins fæddist klukkan 16:56, 14 merkur og 51 cm . Móðir og syni heilsast vel og fjölskyldan er alsæl með að teljast núna vísitölufjölskylda :)
Innilega til hamingju öll með litla prinsinn ykkar - Kveðja Júlía Rós og fjölskylda.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (37)
16.7.2008 | 12:48
Jæja nr. tvö =)
Best að láta vita hérna Nú virðist eitthvað vera að gerast. Og svona ef þið viljið nánari lýsingar þá er ég komin með um 4 í útvíkkun og verkirnir aukast jafnt og þétt. Aldrei að vita nema barnið komi bara í dag, já eða á morgun Trúi því allavega ekki að þetta detti niður núna, ég bara neita að trúa því. En það væri svo týbískt að þetta kæmi eftir viku! Neinei í dag!
En takk fyrir commentin við síðustu færslu. Júlía Rós setur inn fréttir þegar eitthvað meira gerist.
Kveð ykkur í bili.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
16.7.2008 | 00:15
Jæja
Já þá eru komnir 6 dagar framyfir hjá mér. Ég vaknaði reyndar í nótt við verki og hugsaði með mér að ég yrði kannski bara búin að eiga í dag, en svo var nú ekki. Skoðun á morgun og þá er spurning hvort belgjalosun hafi eitthvað að segja. Vonandi. Annars fer þetta nú að styttast - nema ég verði bara eins og fílarnir og gangi með í ár. Hver veit
Ingibjörg fór upp í bústað með ömmu sinni og afa í kvöld. Hún var voða spennt. Þau ætla að vera fram á fimmtudag, nema að ég hringi Það er nú gott að vita að þau eru ekki í nema rétt klukkutíma fjarlægð, ekki lengi að bruna niðureftir.
Annars langar mig að koma einu á framfæri. Ég las færslu hjá einni bloggvinkonu minni þar sem hún skrifar um hvað fólk er lélegt að kvitta fyrir komu sína og er að velta því fyrir sér að læsa síðunni sinni svo ókunnugir (sem aldrei skilja eftir sig spor) geti ekki lesið um hennar hagi. Ég gæti bara ekki verið meira sammála. Nú koma yfir 200 gestir á síðuna mína á hverjum degi og það eru ekki margir sem kvitta. Ég veit að sumir koma oftar enn einu sinni og oftar en tvisvar, en nú hef ég ákveðið að ef ég fæ ekki X mörg kvitt núna við þessa færslu þá mun ég hætta að blogga! Svo einfalt er það. Ég bara nenni ekki að blogga svo "allir" geti lesið og skilji ekkert eftir sig. Nema jú að ég bara læsi síðunni.
En þá viti þið það. Ætla upp í rúm að lesa. Er alveg að gefast upp á bókinni Rimlar hugans en ég á nú ekki mikið eftir svo ég ætla að klára hana. Bið ykkur vel að lifa þangað til næst... ef það verður þá eitthvað næst
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Bloggarar
- Auður
- Baddý hjúkka
- Elsa Sæný
- Frú Jóhanna
- Hrönnsa
- Olla Noregsbaun
- Stefán hversdags
- Steinunn Þóra
- Svanfríður valkyrja