Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007

Fréttir

Það eru miklar breytingar framundan hjá okkur familyunni á næstunni. Við erum að flytja heim til Íslands! Jánei, ég er ekki að grínast í ykkur! Sex ár urðu aðeins að 1 og hálfu ári, og er ég nú bara nokkuð sátt við það Wink En já, Heimir er sem sagt hættur í skólanum. Veit ekki hversu nánari útskýringar ég á að fara í hér. En alla vegna námið sem hann ætlaði upprunalega í er ekki lengur kennt. Hann fór því í annað nám, líkt hinu, en líkaði ekki. Þetta var skiljanlega ekki auðveld ákvörðun, en eftir langa íhugun og umræður fram og tilbaka, varð þetta endanlega útkoma. Hann er núna að vinna hjá tölvufyrirtæki sem íslendingur á og ætlar að vinna þar þangað til við förum heim um jólin. Svo verður bara komið út janúar, pakkað og flutt heim Smile Og já, við ætlum ekki að láta staðar numið í Reykjavík, heldur að flytja heim til Neskaupstaðar, okkur og foreldrum mínum til mikillar ánægju Happy Já ég hlakka til, þó ég nenni engan veginn að fara að pakka og flytja... enn einu sinni!! En svona er nú lífið.

Annars fín helgi að baki. Fórum í gær og sjáum þegar kveikt var á jólaljósunum á Amagerbrogade og horfðum á skrúðgönguna. Voða gaman, fengum jólaglögg og eplaskífur. Ingibjörg ætlaði að missa sig þegar hún sá alla jólasveinanna og skrækti alveg uppyfir sig Grin Dagurinn í dag hefur svo eiginlega einkennst af leti. Ætluðum í jólatívolíið í dag en hættum við, förum bara seinna.

En já, segið svo að ég geti ekki sagt ykkur fréttir!! Tounge Ætla að fara að sofa.

Gullkorn dagsins:

Almenningsálitið er afar ótryggur vinur.

Björnstjerne Björnsson


Gleði

Ingibjörg var svooo hamingjusöm þegar hún fór á leikskólann í morgun. Ég var með hana heima í gær líka, því hún var með svo mikinn hósta. Sofia vinkona hennar var akkúrat að koma um leið og við og brostu þær báðar allan hringinn Smile Ekki skemmdi það svo fyrir að þau fóru beint út að leika. Fann líka að lundin léttist í mér þegar ég hjólaði heim, yndislegt að komast út og að allt er orðið eðlilegt aftur.

Nú sit ég hér og er að reyna að koma mér í lærdómsgírinn. Námið hefur alveg setið á hakanum í næstum heila viku og ég er engan veginn að nenna þessu! Mig langar miklu frekar að fara að pakka inn jólagjöfum og gera eitthvað skemmtilegt!! Tounge En það þýðir víst ekki núna, maður verður bara að spýta í lófana og hella sér í þetta. 

32 dagar til jóla... jeminn hvað ég hlakka til!


"Ýsi gott"

Fröken Ingibjörg tekur inn lýsi á morgnanna með pabba sínum. Í morgun fóru þau feðgin á undan mér á fætur og eftir smá stund heyri ég smjatt og svo: "Ummm ýsi gott... meira". Ég fékk alveg æluna upp í háls get ég sagt ykkur. Lýsi finnst mér hreinasti viðbjóður! V I Ð B J Ó Ð U R! Þegar ég var krakki tók ég alltaf inn lýsi og drakk svo vel af Sanasól í restina. Kom lýsinu annars ekki niður. En ég er mjög glöð yfir því að barnið skuli geta tekið þetta inn og passa mig bara að vera ekki viðstödd þegar inntakan fer fram. Í kvöld var hún svo eitthvað að vesenast við ísskápinn og sagði: "Meira ýsi!" Hún fær það bara í fyrramálið.

Annars er hún búin að vera lasin. Því miður varð kvefið meira en bara kvef. Hún missti nú algjörlega röddina í gær en var svo ágætlega hress í dag. Hugsa jafnvel að hún fari á leikskólann á morgun. Það er ekki eins og hún fari neitt út þar... er bara inni.

Gullkorn dagsins:

Vinsemd er mál sem daufir heyra og blindir sjá.

Mark Twain


Góður dagur

Við áttum virkilega ljúfan dag hjá Hrafnhildi og fjölskyldu. Vorum hjá þeim í bæði kaffi og kvöldmat. Ægilega gaman hjá okkur eins og alltaf. Ingibjörg er svo hrifin af frændsystkinum sínum að það er alveg dásamlegt. Hún segir Aggi (Andri Snær), Paggi (Patrekur) og svo Annibelli fyrir Önnubellu, og svo snúast þau svoleiðis í kringum hana og reyna að gera henni allt til hæfis Smile 

Það styttist aldeilis í fótboltaleikinn Ísland-Danmörk. Heimir er einmitt að fara ásamt Viðari og Andra Snæ. Mig langaði ekkert neitt svakalega (væri annað ef við værum að tala um handboltann) nema þá bara til að sjá Eið Smára og sem betur fer keypti ég ekki miða út af því, þar sem hann verður ekki einu sinni með! Svo er náttúrulega alveg bókað mál að Ísland tapar þessum leik, svo það yrðu bara leiðindi. Leikurinn er að ég held sýndur í sjónvarpinu svo ég sit þá bara svekkt yfir þessu hérna heima, ef ég nenni þá að horfa.

Mamma og pabbi komin frá Jamaica man!! Var að tala við þau á Skypinu, og eru þau sko brún og sælleg. Sögðu að þetta hefði verið æðisleg ferð frá A-Ö. Jiii hvað ég vildi að ég hefði verið þarna líka. Spurning að fara þangað í brúðkaupsferð Wink Og nei við erum ekki búin að gifta okkur Grin 

Gullkorn dagsins:

Ein erfiðasta þraut manns er að gera sér grein fyrir að hann er ekki í miðju alls sem er og gerist - heldur í jaðri þess.

W. Somerset Maugham


Slappleiki

Úfff hér á bæ eru allir eitthvað slappir. Við fullorðna fólkið erum stoppuð af kvefi og hálf sloj og nú er Ingibjörg búin að hnerra í allan dag og komin með hor. Vona að þetta verði ekkert meira en kvef.

Ég var hálf grátandi í allt gærkvöld yfir síðasta þættinum í Vild med dans. Svei mér þá Shocking Fékk einmitt sms frá Jóhönnu í miðjum þætti, en þá sat hún líka skælandi yfir þessu í Odense. Ég var afar ánægð með úrslitin, Robert og Marianne unnu. Hér sjái þið http://programmer.tv2.dk/dans/article.php/id-9385094.html þau og fyrir neðan eru myndbönd af dönsunum þremur sem þau dönsuðu í gærkvöldi. Vicki og Steen eru þarna líka. Dans númer 2 fannst mér æðislegur, Robert svo svakalega flottur í honum. Þriðji dansinn sem var freestyle var líka frábær, þau eru eiginlega bara í einu orði sagt ÆÐI! Endilega kíkið.

Nenni ekki meiru... ætla upp í rúm. Eigi þið góðan sunnudag kæru vinir.

Gullkorn dagsins:

Við vitum aldrei gildi neins fyrr en við höfum misst það.

Cervantes


Julen

Nú er ég búin að skreyta alla íbúðina! Setti meira að segja upp aðventuljósið, en ætla samt ekki að kveikja á því fyrr en fyrsta í aðventu. Finnst ekki passa að kveikja á því fyrr. Ingibjörg tók fullan þátt í skreytingunni og fagnaði vel hverjum jólasvein sem ég dró upp úr kassanum Wink Hún hefur reyndar tekið algjöru ástfóstri við Nissepigen og stóra jólasveinahöfuðið og getur endalaust dúllað sér eitthvað í kringum þau. Það nýjasta er að raða á þau bómull!! Hún tók nokkra daga í að leggja tuskur yfir þau og þrífa þau. Svo þetta virðist vera svona skeið. Frekar fyndið að fylgjast með henni Grin Ég skellti auðvitað jólalögum á fóninn og komst í þvílíkan jólagírinn. Í fyrra fékk ég í jólagjöf geisladiskinn 100 jólalög. Ferlega skemmtilegur. Á morgun ætla ég að fara í Amager Center og kíkja í búðirnar þar. Kaupa fleiri jólagjafir. Elska þennan tíma!!

Ég er líka búin að kaupa mér jólarós. Get bara ómögulega munað hvernig ég á að hugsa um hana. Þórey komdu með smá blómavisku. Nokkur atriði sem ég þarf að vita: Á ég oft að vökva hana eða er það sjaldan? Má ég umpotta? Eða á ég að hafa hana í pottinum sem hún er í? Má skína sól ekki vökvað hana því familyan fer til Íslands yfir jólin. Spurning hvort ég geti fengið nágrannan til að passa blómin mín tvö. Held ég endi á því.

Var að panta miða fyrir fjölskylduna á Skoppu og Skrítlu. Þær eru að koma hingað út og verður sýning sunnudaginn 2. des. Hlakka mikið til. Ingibjörg hreinlega elskar þær. Hún á þær bæði á DVD og CD, og henni finnst ekkert leiðinlegra að hlusta bara á þær í CD og leira eða teikna á meðan Smile

Gullkorn dagsins:

Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja.

Jóhannes S. Kjarval


ÆÐI! :)

Nú sit ég hér með nýju tölvuna mína í fanginu... bara flott!! Hún kom semsagt í dag. Ægilega ánægð með litinn á henni. Hér sjáið þNóvember 006ið hana. Það fylgdi líka svona hulsa með henni, en mig langaði einmitt svo í svoleiðis. Heimir er búinn að setja allt í hana sem á að vera. Ég finn engan mun á skjástærðinni, bara alls engan, en það er svolítið skrítið að hafa allar skipanir og allt á dönsku. Það venst. Og svo er hún svo létt! Takkaborðið er silfrað... geðveikt!! Cool Nóvember 009

Næsta föstudagskvöld er úrslitakvöldið í Vild med dans! Eftir standa mín uppáhalds pör, Vicki og Steen, Robert og Marianne. Mig langar eiginlega að seinna parið vinni, þau eru svo æðisleg, en jafnfram eiga hin það fyllilega skilið. Finnst þetta svolítið erfitt. En við erum að tala um að spenningurinn í mér fyrir þessu er bara svipaður og fyrir Idolið heima! Enda er þetta ferlega skemmtilegt.

Nú eru mamma og pabbi að spóka sig um á Jamaica. Þau eru alsæl þarna, 30 stiga hiti og algjör paradís. Væri alveg til í að vera þarna lika svei mér þá! En já talandi um veður, það snjóaði í ca. 10 mínútur hér í gær. Kom semsagt smá föl og var hún horfin stuttu síðar... en samt fyrsti snjórinn Smile Verður gaman að vita hvenær alvöru snjórinn kemur.

Jæja ég ætla í bælið, góða nótt öllsömul.

Gullkorn dagsins:

Dagurinn í dag er morgundagurinn sem þig dreymdi um í gær.

Kínverkur málsháttur


Já Nei

Mikið að gera í skólanum þessa dagana. Ég var í Hróarskeldu í allan gærdag hjá Áslaugu og hún kom svo til mín í dag. Við erum að vinna saman verkefni fyrir þroska- og námssálarfræðina. Hlakka mikið til þegar það verður búið en við þurfum að skila því inn fyrir miðnætti á morgun. Ekki svo sem mikið eftir hjá okkur, en það er alltaf hægt að bæta við og laga.

Í fyrramálið erum við að fara að skoða börnehave fyrir Ingibjörgu. Hann heitir Snorreloppen og er hérna á Snorragötu, bara stutt frá okkur. Held að þetta sé æðislegur leikskóli. Hlakka til að sjá hann.

Og neinei tölvan mín kom ekki í dag og er ég frekar pirruð yfir því. Þeir sögðu að hún kæmi á milli 8 og 16 og passaði ég mig á því að fara ekki út úr húsi þann tíma! Helv... Devil Ætlum að hringja á morgun og athuga hvað sé eiginlega í gangi. Ég sem var orðin svooo spennt. 

Gullkorn dagsins:

Ekki allir fara á kirkjugarðsballið í haust, sem hlökkuðu til þess í vor.

Halldór Laxness


Gleði

Það var verið að hringja til að láta mig vita að tölvan mín er væntanleg 8. nóvember!!! JÁ!! Núna á fimmtudaginn! Þetta er nú eiginlega viku fyrir tímann og það er sjaldan að það gerist hér í Danmörku. W00t Ég svoooo spennt að ég er alveg að missa mig! Þar sem þolinmæði er nú ekki mín strerkasta hlið að þá á ég ekki eftir að geta beðið eftir því að Heimir setji allt inn í tölvuna og annað svo hægt sé að fara að nota hana. Vildi að ég fengi hana í hendurnar, gæti stungið henni í samband og farið að vinna á henni... STRAX Tounge

En ég bara varð að láta ykkur vita svo þið gætuð glaðst fyrir mína hönd Wink
 

 


Stutt

Aðeins að fræga fólkinu... ég er að horfa á Brothers and Sisters og er að spá í Calistu (Ally McBeal). Er hún búin að fara í einhverjar nettar aðgerðir í andlitinu? Finnst hún vera með svo "fyllt" andlit og skrítin... Get svo svarið það að mér finnst hún eitthvað breytt síðan úr Ally þáttunum. Jú auðvitað hefur hún elst, en ekki hefur hún nú fitnað blessunin. Og eitt annað... Britney Spears... er hún komin með hár, eða er hún alltaf með hárkollur? Veit það einhver? 

Gullkorn dagsins:

Slétt er heimaalningsins gata.

Stefán frá Hvítadal


Næsta síða »

Höfundur

Úrsúla Manda
Úrsúla Manda

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband