Bloggfærslur mánaðarins, september 2008
22.9.2008 | 09:22
Dagvaktin
Já ekki klikkaði fyrsti þátturinn af Dagvaktinni. Ég er búin að bíða spennt síðan í maí þegar stöð2 fór að auglýsa þessa þætti, og ég gat sko hlegið í gærkvöldi. Pétur Jóhann er svo hrikalega fyndinn! Ingibjörg pikkar meira að segja upp frasana úr þáttunum, lengi var hún með "Ég á afmæli" (Pétur Jóhann) og svo núna er það nýjasta "Hann er níu ára Ólafur!" Ég veltist um af hlátri og þá tvíeflist hún auðvitað.
Hér er sól og blíða, Ármann Snær kominn út í vagn og ég ætla í sturtu og fara svo að læra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
19.9.2008 | 12:04
Stutt á milli
Mér finnst fyndið þegar fólki talar um að stutt sé á milli barnanna minna. Sem sagt 3 ár. Mér finnst 3 ár á milli barna ekki vera stutt. Mér finnst það passlegt. Ég hefði ekki viljað eignast annað barn fyrr né seinna. Held að þetta hafi bara akkúrat verið réttur tími. Stutt á milli finnnst mér þegar tvö ár og innan við það eru á milli barna. (Tala nú ekki um 14 mánuðir eins og hjá sumum ) Ég væri samt alveg til í að það myndu ekki líða 3 ár á milli með það þriðja. Eftir 3 ár verð ég 34 ára. Held það væri fínt að vera 33 þegar þriðja barnið kæmi og svo 35 þegar það fjórða kæmi. Neiii nú er ég að grínast Ég hugsa að ég stoppi þegar ég verð komin með þriðja barnið. En svo veit maður aldrei... Jú ég veit það víst, held að 3 sé bara fínt. Ég verð 42 ára þegar Ingibjörg fermist, 45 þegar Ármann fermist og svo yrði ég kannski 47 þegar það þriðja myndi fermast. Vóó þá verð ég orðin svolítið gömul! Jeminn sé það núna þegar ég skrifa þetta svona niður... já kannski ætti ég bara að eiga tvö börn?! Já neinei þrjú verða þau! En ég sé að ég verð greinilega að drífa í þriðja barninu! Vona að þið haldið ekki að ég sé búin að tapa glórunni í þessum hugleiðingum mínum Og já, best að taka það samt fram svona til vonar og vara að ég er ekki ólétt! Endurtek: EKKI ÓLÉTT!
Annars er allt fínt að frétta. Var í skoðun með Ármann Snæ í morgun. Hann er orðinn 7,1 kg! Jájá bara flottur
Af skólamálum er það að frétta að ég er búin að segja mig úr einu námskeiði. Ég er semsagt í tveimur námskeiðum núna. Fannst þetta aðeins of mikið og fannst ég ekki njóta þess almennilega að vera í fæðingarorlofi. Geta ekki komist í göngutúr þegar mig langar því þá er ég með samviskubit yfir því að vera ekki heima að læra. Finnst það ekki alveg nógu gott. Svo ég ætla að láta tvö námskeið duga þessa önnina. Ég er samt ekki alveg að nenna þessu og nenni hreinlega ekki að læra, þá sérstaklega í öðru námskeiðinu. En maður má ekki láta svona! Bara að spýta í lófana og drífa þetta af.
Sólin skín í dag, mjög fallegt veður. Við mamma ætlum að labba í bæinn eftir hádegi, og ég ætla ekki að vera með neitt samviskubit
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
11.9.2008 | 22:18
Ármann Snær
Já litli drengurinn okkar fékk nafnið Ármann Snær, skírður í höfuðið á afa sínum og pabba
Þetta er búið að vera góður dagur. Athöfnin yndisleg eins og séra Svavari einum er lagið og veislan á eftir skemmtileg. Semsagt allt gott um þennan dag að segja.
Er alveg búin á því og ætla því bara upp í rúm. Góða nótt.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
10.9.2008 | 11:55
Smá blogg
Bara rétt að láta heyra frá mér. Allt gott að frétta héðan. Allir dafna vel og Hr. Hlunkur blæs út Nóg að gera fyrir skírnina á morgun og ég get ekki beðið eftir því að geta kallað hann nafninu sínu.
Annars ætla ég að láta ykkur vita af því að við erum ekki að fara að gifta okkur! Það eru nokkrir búnir að spyrja mig að þessu núna undanfarið og virðist þessi saga ganga fjöllunum hærra hér í bæ. Ég get nú ekki annað en hlegið, þeir sem segja þetta þekkja mig greinilega ekki neitt!! Það er ekki í mínum anda að ætla að gifta mig "í kyrrþey" eða suprise. Ó NEI. Ég þarf örugglega ár til að skipuleggja þetta og svo ætla ég að gifta mig í júní eða júlí. Og þá vitið þið það og ekki orð um það meir
Mígandi rigning núna og drengurinn sefur eins og engill úti í vagni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
1.9.2008 | 23:31
Skólinn og Haribo
Jæja þá er skólinn að byrja hjá mér. Allt að byrja í þessari viku. Ég hlakka nú bara til eins og alltaf þegar ég er að byrja í skóla. Hef verið svona síðan ég var barn. Ég endurnýi reyndar ekki lengur pennaveskið mitt og tösku á hverju ári eins og þá (kaupi mér nú samt yfirleitt einhverja nýja penna) en ég er alltaf með svona spennu í maganum. Ætla að halda mig við þessi 3 námskeið sem ég var búin að skrá mig í og sjá svo bara til þegar líður aðeins á önnina hvort mér finnst þetta of mikið.
Heimir keypti stóran poka af Haribo hlaupböngsum í fríhöfninni á Grænlandi. Skemmst er frá því að segja að ég er á góðri leið með pokann. Hef dundað mér við að borða hann undanfarið. Mikið finnst mér þetta gott. Reyndar finnst mér grænu og gulu bangsarnir bestir og verða þessir rauðu og glæru yfirleitt eftir. Skil ekki af hverju það er ekki hægt að kaupa Haribo poka bara með grænum og gulum böngsum. Er viss um að það eru fleiri sömu skoðunar!
Annars er lífið að falla í eðlilegar skorður. Ingibjörg farin á leikskólann, Heimir byrjaður aftur í vinnunni og við mæðginin bara tvö heim á daginn. Voða notalegt.
10 dagar í skírn mikið hlakka ég til að geta farið að kalla drenginn nafninu sínu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Bloggarar
- Auður
- Baddý hjúkka
- Elsa Sæný
- Frú Jóhanna
- Hrönnsa
- Olla Noregsbaun
- Stefán hversdags
- Steinunn Þóra
- Svanfríður valkyrja