Leita í fréttum mbl.is

Eitt búið

Jæja, fyrsta prófið var í morgun og gekk það vel. Næsta próf er á fimmtudaginn og er ég strax komin með í magann yfir því. Þroska- og námssálarfræði heitir það, stórt fag og hryllilega mikið efni, samt ekki leiðinlegt, bara MIKIÐ. Nú er bara að skipuleggja tímann vel fyrir prófið. Enn og aftur segi ég að ef ég fell í því prófi þá tek ég það aftur upp í ágúst. Himin og jörð ferst ekki, og ég mun alveg geta haldið gleðileg jól Wink

Við Heimir fórum í Fiskitorfuna í vikunni. Náðum að klára allar jólagjafirnar! Mikið var það nú gott. Ferlega gaman að versla þarna. H&M búðin er t.d. alveg hjúmongus og miklu meira úrval þarna heldur í þeim búðum sem ég er vön. Ég ætla reyndar að fara eins og eina ferð eða svo, áður en við förum heim. Kaupa jóla- og afmælisgjöf handa Heimi og kíkja á fatnað fyrir SJÁLFA MIG, svo ég fari ekki í jólaköttinn! Eitt er víst að feðginin fara ekki í köttinn Smile

Ingibjörg var svo heppin að hún var valin 1 af 4 börnum af deildinni sinni til að fara í jólatívolí í gær. Þau fóru í Nisselandið þar. Það var víst ægilega gaman og var hún sú eina sem fékkst til að sitja hjá jólasveininum Grin Eftir tívolíið fóru þau svo út að borða á McDonalds. Frábært alveg hreint.

En jæja, það er komin helgi enn eina ferðina. Styttist sko í að við förum heim. Jii hvað það verður ljúft. Við hjúin erum orðin all svaðaleg um hárið!! Ég á tíma 20. des og Heimir 21. Guð hvað ég hlakka til! Það eru að verða komnir FJÓRIR mánuðir síðan síðast... ojjojj Sick Heimir er kominn með það mikið hár að flaksar um í vindinum LoL Haldiði að það sé ástand hérna!?!

En góða helgi öllsömul. Lærdómur og jólatívoli á dagskrá þessa helgina.

Gullkorn dagsins:

Vitringur hefur sagt mér að lífið sé aðeins daggardropi á lótusblómi.

Tagore

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: SigrúnSveitó

eru engir klipparar í Köben??  Það var nóg af slíku í Græsted...

SigrúnSveitó, 8.12.2007 kl. 16:01

2 identicon

Einhvern vegin grunar mig að Úrsúla Manda fari sko ekki til hvers sem er í klippingu og bíði þess vegna alveg róleg í 4 mánuði

Gaman fyrir Ingibjörgu að  fara í svona ferð með leikskólanum...manni finnst þau orðin svo stór þegar kemur að svona vettvangsferðum hjá þeim. 

Smill (IP-tala skráð) 8.12.2007 kl. 16:11

3 identicon

Það er erfitt að finna nýja hárgreiðslukonu,það er bara þannig svo ég skil ykkur vel.

Hér er verið að setja útiljósin upp í 15 stiga gaddi og Bert er loppinn á höndunum en þrátt fyrir að jólin komi án ljósa þá er bara fallegra að hafa þau og því veit ég að þú ert sammála:)

Ljúfar stundir.

Svanfríður (IP-tala skráð) 8.12.2007 kl. 16:18

4 Smámynd: Úrsúla Manda

Góður Sigrún  jújú ég meira að segja hef farið 3-svar held ég til þeirra á Zenso, en mig langar miklu meira að fara heima. Fer alltaf ánægðust út þaðan.

Flott hjá ykkur Svanfríður, mér finnst þið nú samt svolítið sein í því

Úrsúla Manda , 8.12.2007 kl. 18:57

5 identicon

Gangi þér vel í prófunum Úrsula og að pakka niður til að flytja heim aftur. Bið að heilsa öllum og skemmtið ykkur vel um jólin á Íslandi.

kveðja frá London 

Þórunn Guðrún Einarsdóttir (IP-tala skráð) 9.12.2007 kl. 20:54

6 Smámynd: Úrsúla Manda

Takk fyrir Þórunn mín. Hafðu það sömuleiðis gott um jólin

Úrsúla Manda , 10.12.2007 kl. 20:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Úrsúla Manda
Úrsúla Manda

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband