Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2007

Góður dagur

Það var yndislegt veður þegar við vöknuðum í morgun svo ég hringdi á leikskólann og gaf Ingibjörgu frí. Við tókum okkur til og fórum í dýragarðinn. Mikið var gaman. Það er kominn flóðhestur og fékk hann glænýtt húsnæði, svaka flott. Og svo eru komin tígrisdýr, hjón með þrjú börn Smile Ferlega gaman. Fullt af fólki því það er jú haustfrí. Mjög fyndnir þessir Danir, þeir nesta sig alltaf. Alveg sama hvert þeir eru að fara eða hversu langt. Alltaf eru þeir með nesti! Ég er ekki ennþá dottin í þennan gír, ætli ég verði ekki orðin svona þegar við förum heim. Þá fer ég ekki yfir Oddskarðið nema með nesti Grin Mér finnst bara svo gaman að stoppa á veitingastað og fá mér að borða. En auðvitað er það dýrt ef maður er t.d. með þrjú börn... en samt svo gaman! Hér er ein mynd af Ingibjörgu með vinkonu sinni. Hún elskar þessar dverggeitur! Vill bara knúsa þær og kyssa. Og já, hún kyssti eina í dag sem kyssti hana á móti. Það var bara fyndið Okt 351LoL En finnst ykkur daman vera eitthvað bleik? Neinei bara smá *hósthóst-stendurímér*

Seinnipartinn komu Hrafnhildur, Andri Snær og Patrekur í kaffi. Alltaf gaman að fá þau í heimsókn. Ingibjörg er líka alveg sérstaklega hrifin af þeim frændum sínum, enda eru þeir yndislegir.

Og meira af veðri og leikskólanum. Sigurlaug, ég á eina sögu handa þér sem þú getur hneykslast yfir!! Einn daginn kom ég með Ingibjörgu í fínu veðri, milt, gott og skýjað. Þegar ég kom voru allir krakkarnir inni að leika. Ég spyr, eins og ég geri alltaf þegar þau eru inni, hvort þau séu ekki að fara út? Veistu hvaða svar ég fékk... "Nei það er spáð rigningu!!!" SPÁÐ rigningu?! Og nota bene þegar ég sótti dömuna þá höfðu þau ekkert farið út, OG það hafði EKKERT rignt allan daginn! Mér finnst þetta bara alveg með ólíkindum og þetta fer svaðalega í taugarnar á mér!

Gullkorn dagsins:

Talaðu ekki fjálglega um hraðann, dagarnir eru jafnlangir og fyrr.

Jón frá Pálmholti


Rigning

Ég vígði regngallann minn í morgun þegar ég hjólaði með Ingibjörgu á leikskólann. Tók mig bara vel út á hjólinu í turkís lituðum gallanum Tounge Góður plús að ég varð ekki brjáluð í skapinu, enda alveg þurr innan undir gallanum! Böggar mig allsvakalega að krakkarnir á leikskólanum skuli ekki fara út þó það sé rigning. Eins og í dag. Það var ekkert að veðri, það var hlýtt, enginn vindur, aðeins rigning. Og ekki einu sinni mígandi. Svo þegar Heimir sótti hana seinnipartinn þá voru þau enn inni, og það hafði stytt upp um hádegi!! Arghhh, hvað ég þoli þetta illa. Pottþétt bara leti í þeim að nenna ekki að galla krakkana í og úr pollagöllunum.  

Hún Bryndís Zoega bekkjarsystir mín er afmælisbarn dagsins, hún er semsagt orðin þrítug! Til hamingju mín kæra, ef þú lest þetta Wizard 

Gullkorn dagsins:

Takið kærleikann burt - og heimur okkar verður gröf.

Róbert Browning 


Heim um jólin

Erum búin að bóka flug heim um jólin! Förum 16. des og austur 17. Erum aðeins að vesenast hvenær við ætlum suður aftur. Heimir fer út 6. jan og við Ingibjörg 13. jan. Ég fer í staðlotu 7.-11. jan og þá verður Ingibjörg eftir fyrir austan. Við Heimir erum hinsvegar að spá hvort við ættum að fljúga saman suður 4. jan og eiga bara næs helgi tvö fyrir sunnan. Erum að reyna að plana þetta, er að vesenast með hvar við ættum að vera og annað. Það kemur í ljós. Finnst bara draumur að vera búin að kaupa miða! Fljúgum með Icelandair, en þeir bjóða fínt yfirvigtartilboð um jólin Wink 15 kg yfirvigt á mann og einnig ef flogið er áfram innanlands með Flugfélaginu. Við ættum því að mega vera með 105 kg allt í allt! Og það er svona það sem ég er vön að ferðast með Blush En já, ég er semsagt farin að velta yfirvigtinni fyrir mér... í október!

Hlakka orðið allverulega til jólanna. I know... Ekki batnaði það þegar ég fór í Jysk í dag að kaupa nýja sæng handa Ingibjörgu. Á móti mér tóku jólasveinar og annað jóladót! Æðislegt! Ég meira að segja keypti smá jóladót og kom heim alsæl. Heimir ranghvolfdi hinsvegar í sér augunum... veit ekki hvað hann átti við með því *hóst*! En þetta er víst eitt af því sem hann verður að sætta sig við ef hann ætlar að búa með mér alla sína ævi. So get use to it!! Ég þarf eiginlega að sitja á höndunum á mér að fara ekki niður í geymslu og sækja jóladótið. Mér finnst það reyndar ekkert of snemmt, væri alveg til í að nota næstu helgi í að skreyta og setja upp seríur. En ég ætla ekki að ganga alveg fram af Heimi. Spurning að bíða til 10. nóv.

Okt 250Annars var kvöldið æðislegt! Fórum út að borða og svo í Tivolíið. Það er komið í Helloween búninginn, ferlega flott allt saman. Það var mikið gaman að hitta Líönu og Udo. Ingibjörg er svo rosalega hrifin af þeim að það er alveg yndislegt, því hún hefur nú ekki oft hitt þau. Hún var svo farin að hoppa á milli hinna hjónanna sem voru þeim og var alveg í essinu sínu. Ég er nú reyndar viss um að þetta er þýska taugin í henni... hún finnur á sér að þetta er alveg eðalfólk Grin Hér er húOkt 232n svo hjá Udo og Líönu. Veit ekki hvernig verður með morgundaginn, þau ætluðu að reyna að fara í síkjasiglingu og túristast eitthvað áður en þau leggja í hann aftur. En mikið er nú gaman að geta haft tækifæri til að hitta þau svona oft og jafnvel spontant. Þetta væri ekki hægt ef við værum á Íslandi. Sko, hér er einn kostur við að vera í Danmörku Wink Við ætlum svo að reyna að finna einhvern tíma á næsta ári til að fara til þeirra. Það er alltaf verið að bjóða hræódýr flugfargjöld til Basel í Sviss, og það er aðeins í hálftíma fjarlægð frá Opfingen. Gaman, gaman. 

Gullkorn dagsins:

Maður er þá fyrst vel kvæntur þegar hann skilur hver orð sem kona hans segir - áður en hún hefur sagt nokkuð.

Alfreð Hitchcock


Letiiii

Ekkert búið að hrjá mig annað en leti síðan ég kom heim. Samt bara leti varðandi bloggið Smile Nú er Júlía Rós hinsvegar búin að hvetja mig svo mikið, að ég bara varð að spýta í lófana og byrja aftur! So let the show begin Cool

Allt fínt að frétta. Ingibjörg er svo ánægð á leikskólanum að það er alveg yndislegt. Hún kveður mann með kossi og bros á vör, og tekur eins á móti manni. Mér líður vel, fyrst henni líður vel. Skiptir öllu! Ómögulegt að vita af barninu óánægðu því þá er maður sífellt að velta sér uppúr því. En ég þarf þess ekki... sem betur fer! Smile

Heimir er búinn að vera lasinn í tvær vikur! Hann var kominn með sýkingu í ennis- og kinnholurnar, lufsaðist loksins til læknis og fékk penicillin og er nú allur að hressast. Það er haustfrí þessa vikuna svo hann er ekkert í skólanum. Við ætlum nú bara að hafa það náðugt, gefa Ingibjörgu frí á leikskólanum á fimmtudaginn og skella okkur í dýragarðinn. Hún er enn að tala um síðustu dýragarðsferð, og minnist reglulega á stóru fílana og apana. Þá aðallega hvað það var vond lykt inni hjá öpunum Wink eiginlega bara fyndið þegar hún er að lýsa því. Slær hendinni framhjá nefinu á sér, fussar og segir: Ufff lykt apa! Grin

Líana og Udo eru að koma á morgun. Þau stoppa reyndar stutt, gista á hóteli eina nótt og fara aftur á miðvikudag. Eru bara í smá heimsókn með vinafólki sínu. Við ætlum auðvitað að hittast og förum út að borða annaðkvöld á Bryggeriet. Við frænkur erum svo að spá í að eiga smá stund bara tvær á miðvikudeginum. Finna okkur eitthvað til dundurs. Hlakka til. 

Gullkorn dagsins:

Auðvelt er að gera við rifna úlpu barnsins þíns en hvöss orð rífa sundur hjarta þess.

Longfellow


Heima er best

Mikið er nú gott að vera komin heim, það var sko alveg yndislegt að hitta feðginin á flugvellinum. Ferðin gekk vel, við Áslaug vorum samferða svo tíminn flaug áfram. Annars var ég með 20 kg í yfirvigt. Jájá, matartaskan var 13 kg, hreindýr, fiskur, fiskibollur og svo allt þetta góða íslenska. En svona ykkur að segja þá slapp ég í gegn Cool Veit ekki hvað skal segja... Heimir sagðist héðan í frá bara ætla að þegja og láta mig um þessa yfirvigt Wink

Er byrjuð á Höll minninganna eftir Ólaf Jóhann. Ferlega góð. Fékk hana lánaða hjá Júlíu Rós ásamt Slóð fiðrildanna. Keypti mér svo Skíðaferðina eftir Emmanuel Carrére á vellinum. Þórey mælti með henni, en ég hef aldrei þorað að lesa hana. Keypti hana núna svo ég ætla að láta verða að því.

ANnars ætlaði ég bara rétt að láta vita af mér. Ein mynd af okkur mæðgum í lokin á flugvellinum í gærkvöldi. Okt 111Ingibjörg komin í nýju kerruna sína og er sko alveg hæstánægð með hana. Ég fattaði svo í morgun að ég steingleymdi að kaupa svona regnhlíf yfir kerruna. Verð að redda því.

Ætla upp í rúm að lesa! Góða nótt.

Gullkorn dagsins:

Þú spyrð mig ef til vill hvort sé gott eða vont að vera maður. Veistu hverju ég svara? Ég segi já!

Ólafur Duun 


Heim á morgun

Við höfum það sko notalegt núna, sitjum fyrir framan sjónvarpið og horfum á tónleikana með Magna, drekkum bjór og etum sælgæti!! Gerist varla betra Tounge Ætlum á eftir að horfa á þátt númer 2 í nýjustu seríunni af Greys!! Hlakka til, æðislegir þættir. Svo er það auðvitað 3ji þátturinn af Næturvaktinni, á sennilega eftir að hlæja mikið Smile

Kíkti á Heiðu mína í gær og kvaddi mannskapinn. Eyddi svo restinni af deginum og kvöldinu með Sigurlaugu. Voða gaman hjá okkur eins og alltaf. Við fórum í Smáralindina og fengum okkur svo að borða á Fridays. Ægilega fínt. Keypti mér regngalla. Reyndar ekki 66Norður (sorry Gunnar) en ægilega fínann samt. Ég ætti því að geta hjólað með Ingibjörgu í leikskólann án þess að tapa gleðinni Wink vonandi verður rigning á mánudaginn.

HEIM á morgun!! Jii hvað ég er spennt að knúsa þau feðginin! Ætla sko að hafa Ingibjörgu uppí næstu nótt... bara notalegt. Er með mikinn farangur, það er víst ekkert nýtt *hóst*. Er ekki búin að vigta þetta, þori það ekki...

Jæja, ég kveð í bili úr Vogunum.


Nóg að gera

Og ég er enn eina ferðina komin upp í rúm hérna "heima" í Vogunum... fínt að skrifa fréttir úr rúminu Wink Mér líður alveg dásamlega hérna hjá þeim hjónum. Held reyndar að það sé einstaklega góður andi í húsinu, ég sef bara eins og steinn allar nætur og líður mjög vel.

Annars gengur allt vel og voða gaman í skólanum. það var ferlega skemmtilegt að hitta allar stelpurnar úr hópi E aftur. Ótrúlega góður hópur sem ég lenti í. Svo maður segi nú bara eins og fegurðardrottningarnar: Við erum allar rosalega góðar vinkonur Smile

Gengur líka vel hjá feðginunum í Danmörku. Að vísu eru þau bæði lasin í dag, en Ingibjörg var öll að hressast síðast þegar ég talaði við þau. Heimir held ég, að sé bara lasinn af söknuði Grin Honum finnst þetta bara alveg ferlegt að hafa mig ekki heima, en það styttist nú óðum í heimkomu mína.

Ég er nú búin að bralla ýmislegt síðustu daga. Á mánudeginum fór ég mat til Heiðu minnar og hafði það huggulegt með þeim. Gærdeginum eyddi ég svo með þeim systrum Júlíu Rós og Kristjönu. Alltaf jafn skemmtilegt. Við kíktum í búðir og fengum okkur svo að borða á Red Chilli. Já ótrúlegt en satt, það var ekki Ítalía! Gott að hvíla sig aðeins á henni. Í dag fór ég bara beint heim eftir skólann. Júlía eldaði voða góðan mat og við erum búin að hafa það notalegt fyrir framan sjónvarpið að borða Hraun og Kókosbollur! Tounge Ægilega gott! 

Við vorum að horfa á fyrstu tvo þættina af Næturvaktinni. Ég hef aldrei séð þessa þætti, bara heyrt talað um þá. En það sem ég er ekki búin að hlæja! Finnst þeir alveg drepfyndnir þeir félagar þarna. Horfði líka á Tekinn og hélt ég myndi pissa á mig úr hlátri þegar þeir tóku Valtýr Björn í gegn!! Jeminn einasti... "Ertu að gráta litli karl?!" Og um að gera að vera svolítið viðkvæmur fyrir stærðinni... "Tittur!" LoL Ó þetta var fyndið! 

Finnst ekki gaman að hafa misst af Stebba og Eyfa heima í kirkjunni! Mikið hefði ég viljað sjá þá. Takk Sigga fyrir að hugsa til mín Heart Já og svo er trúbadorhátíð heima um helgina. Hef nú ekki haft mikinn áhuga á henni hingað til, en núna er loksins eitthvað fyrir mig, Einar Ágúst og fleiri sem ég myndi vilja sjá!! Týbískt.

Jæja, ég ætla að fara að sofa. Er búin um hádegi á morgun og ætla þá að kíkja á Heiðu og eyða svo deginum með Sigurlaugu... sem b.t.w. á afmæli í dag!! Til lukku stelpa Wizard Við förum sjálfsagt í góðan verslunarleiðangur og borðum svo eitthvað gott. Hlakka til!


« Fyrri síða

Höfundur

Úrsúla Manda
Úrsúla Manda

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 698

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband