Leita í fréttum mbl.is

Af bókamálum

Ég er enn að lesa bókina sem Elma lánaði mér, Predikarinn. Gengur eitthvað hægt hjá mér lesturinn, en bókin er mjög góð. Hef bara ekki dottið í gírinn eftir Flugdrekahlauparann. Ég á svo eftir að skipta bókinni sem ég fékk í afmælisgjöf en ég hef akkúrat ekki græna glóru um hvaða bók ég á að velja mér. Hjálp einhver?! Tek hana með mér suður og skila henni þar. Þar er kannski meira úrval af bókum en hér fyrir austan. Júlía Rós lánaði mér svo Aldingarðinn eftir Ólaf Jóhann, og það lá við að ég skilaði henni strax aftur þegar hún sagði mér að þetta væru allt saman bara smásögur!! Hvað er það? En ég ákvað samt að gefa henni séns, kannski endist ég alla bókina, hver veit.

Í morgun þegar ég vaknaði ofur þreytt lofaði ég sjálfri mér því að fara snemma að sofa í kvöld, hugsa að ég reyni að standa við það og hef þetta því ekki lengra. Kannski ég lesi bara svolítið áður en ég svíf í draumalandið.

c_documents_and_settings_rmann_my_documents_my_pictures_2007_agust_hreindyr_112.jpgLæt eina mynd af okkur mæðgum fylgja í dag Smile  

Gullkorn dagsins:

Lífið er dásamlegt fyrir þann sem elskar - og hefur hreina samvisku.

(Leó Tolstoj)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hlakka til þegar jólabókaflóðið byrjar!  Sætar mæðgur.

Júlía Rós (IP-tala skráð) 9.8.2007 kl. 14:28

2 identicon

Ég er að lesa Tvíburarnir eftir Tessa de Loo. Lofar mjög góðu. Man bara ekki hvort ég hef þig fjalla um þá bók á blogginu. Mæli með henni.

Þoka (IP-tala skráð) 9.8.2007 kl. 17:39

3 Smámynd: Úrsúla Manda

Jú einmitt Þórey, ég á hana. Byrjaði á henni og var svo ekki í gírnum svo ég lagði henni. Á pottþétt eftir að lesa hana þegar andinn kemur yfir mig

Úrsúla Manda , 9.8.2007 kl. 18:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Úrsúla Manda
Úrsúla Manda

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband