Leita í fréttum mbl.is

Góður dagur

Þá er annar afmælisdagur prinsessunnar að kveldi kominn. Búinn að vera æðislegur dagur og miðað við viðbrögð dótturinnar við pökkunum get ég ekki beðið eftir jólunum! Óhætt að segja að hún sverji sig í móðurættina Wink Vildi alltaf "meija pakka" eftir hvern pakka sem hún opnaði... ferlega fyndin. Ágúst 161Afmælisveislan tókst vel, börnin stillt og prúð og allt gekk að óskum. Ingibjörg fékk allt fullt af gjöfum og var hún afar ánægð. Takk fyrir allar kveðjurnar, hvernig svo sem þær bárust, þetta er búið að vera yndislegur dagur! Heart

Ég er búin að pakka mér niður fyrir borgarferð. Ætlum að leggja af stað um 9 leytið í fyrramálið. Náði að telja afa af þeirri hugmynd að leggja af stað "í bítið", eða um 6!! Ég hélt nú ekki, í fyrsta lagi færi ég um 9! Og þar við sat Smile Er enn ekki alveg að átta mig á því að ég sé að fara suður í skóla! Ætli ég fatti það nokkuð fyrr en líða fer á vikuna. Finnst þetta eitthvað svo langt í burtu... sem það er einmitt ekki.

Veit ekkert hvenær ég kemst í tölvu til að blogga... en ég læt vita af mér. Hafið það gott á meðan.

Ein fjölskyldumynd í lokin handa ykkur!

Ágúst 173

Gullkorn dagsins:

Auðvelt er að komast hjá gagnrýni með því að segja ekkert, gera ekkert og vera ekkert.

Óþekktur uppruni


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með dömuna!! Hún er bara yndisleg, gangi þér vel í skólanum, get ímyndað mér að það sé skrítið að fara aftur á skólabekk. 

Brynja (IP-tala skráð) 19.8.2007 kl. 07:11

2 identicon

Hlakka til að sjá þig :)

Júlía Rós Atladóttir (IP-tala skráð) 19.8.2007 kl. 12:06

3 Smámynd: SigrúnSveitó

Til hamingju með prinsessuna

SigrúnSveitó, 19.8.2007 kl. 14:22

4 identicon

Til hamingju með skvísuna og gangi þér vel í skólanum.

Falleg myndin af ykkur þremur:)

Svanfríður (IP-tala skráð) 20.8.2007 kl. 19:12

5 identicon

Takk fyrir frábærar veitingar í afmælinu og þú segist ekki hafa misst þig ;-) Gangi þér vel í námslotunni þinni, vonandi verður þetta stórskemmtilegt.

Hrönn og co (IP-tala skráð) 20.8.2007 kl. 22:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Úrsúla Manda
Úrsúla Manda

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband