Leita í fréttum mbl.is

11. september

Má eiginlega segja að þessi dagsetning hafi verið stór hjá mér/okkur:

11. september 1977, var ég skírð í Norðfjarðarkirkju, prestur sr. Svavar.

2001, hryðjuverkaárásin í U.S.A. það muna allir eftir þeim skelfilega atburði.

11. september 2005, var Ingibjörgin mín skírð í Norðfjarðarkirkju, prestur sr. Svavar.

2006, flytjum við mæðgur út til Köben, en Heimir hafði farið í byrjun ágúst til að byrja í skólanum. 

Og nú í dag 2007, giftum við Heimir okkur!! Já við fórum niður í Jónshús með Ingibjörgu með okkur... Neheiiiiiiiii DJÓK!! LoL Mér fannst bara alveg tilvalið að rugla aðeins í ykkur... en nei það hefur ekkert markvert gerst hjá okkur í dag. Samt spurning hvort þetta verði giftingardagurinn? Neiii ég held ekki, langar að gifta mig í júní-júlí.

Dagurinn í dag hjá Ingibjörgu var mun betri en í gær. Nú grét hún bara þegar ég fór, hvorki þegar hún borðaði né fór að sofa. Vonandi allt á uppleið bara Halo

Er hræðilega syfjuð núna, best að fara að leggja sig. Á morgun ætla ég mér að leggjast yfir þroska- og námssálarfræðina!! 

Gullkorn dagsins:

Ei vitkast sá er verður aldrei hryggur, hvert visku barn á sorgar brjóstum liggur.

Steingrímur Thorsteinsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jiiiii þú náðir mér, ég fékk taugaáfall :)

Júlía Rós (IP-tala skráð) 11.9.2007 kl. 22:08

2 identicon

Þú náðir mér algjörlega...en mér fannst þetta ekki vera mjög mikið þú að gifta þig svona mikið "low profile":)

Jóhanna (IP-tala skráð) 12.9.2007 kl. 10:18

3 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Til hamingju með 11. september. Það hefði nú ekki verið líkt þér að gifta þig í kyrrþey enda hvarflaði ekki að mér að fá hiksta yfir þessu. Kveðjur bestar.

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 12.9.2007 kl. 11:29

4 Smámynd: Úrsúla Manda

Hahahaha ég náði þó allavegna tveimur af þremur mér fannst  ég ógeðslega fyndin þegar ég skrifaði þetta, því þetta er engan veginn í mínum anda

Úrsúla Manda , 12.9.2007 kl. 11:44

5 identicon

Vá þú náðir mér sko alveg, fékk alveg nett í magann, svona eftir á er þetta sko engan veginn í þínum anda, bíð alveg eftir fallegu brúðkaupi hér í firðinum fallega, get ekki ímyndað mér það annars staðar.

Bið að heilsa og gangi þér vel í lærdómnum 

Brynja (IP-tala skráð) 12.9.2007 kl. 14:35

6 identicon

Þú náðir mér...kallaði á Hjört og sagði honum fréttirnar, las svo áfram ;)

Gangi þér vel í sálfræðinni!

kv.Sunna

Sunna Björg Guðnadóttir (IP-tala skráð) 12.9.2007 kl. 20:03

7 identicon

Hvernig var það þegar þú varst skírð 11.september,var ekki annað ungabarn skírð sama dag og þú og í sömu kirkju? Eitthvað var kokkurinn hann pabbi þinn að segja mér það.

Hertoginn á Bjarti NK (IP-tala skráð) 17.9.2007 kl. 16:10

8 Smámynd: Úrsúla Manda

Passar góði minn... og held reyndar að það hafi drengur líka verið skírður um leið og við Sigrún. Eitthvað rámar mig í það

Úrsúla Manda , 17.9.2007 kl. 19:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Úrsúla Manda
Úrsúla Manda

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 711

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband