Leita í fréttum mbl.is

Jólin og fleira

Við familyan skelltum okkur í Tivolið á laugardeginum. Tókum Hrafnhildi og fjölskyldu með okkur. Algjör snilld að vera með svona gullkort, þá getur maður tekið 5 manns með sér! þið hóið bara ef þið viljið fara frítt í Tivolí Cool Ég fór með Ingibjörgu í hringekjuna í fyrsta sinn, veit ekki hvor skemmti sér betur, ég eða hún.

Vil benda ykkur á jólaniðurtalninguna! Aðeins 98 dagar til stefnu! Já hugsið ykkur... mikið hlakka ég nú til að koma heim um jólin. Nú er enn meiri spenningur í mér en vanalega fyrir jólin (og er hann nú alltaf MJÖG mikill) þar sem við vorum hérna úti síðustu jól. Hlakka til allra hefðanna heima. Hlakka líka OFUR mikið til að fylgjast með Ingibjörgu í pökkunum og þegar hún fer að fá í skóinn! Jiii hvað það verður gaman Tounge Svo ég tali nú ekki um að fara að skreyta, setja upp seríur, skrifa jólakortin og pakka inn pökkunum!! Jeminn einasti! Svo er ég líka búin að ákveða það að jólasveinninn komi með pakka til Ingibjargar á aðfangadag, það verður bara gaman! Eitthvað fór ég að tala um jólaskrautið við Heimi um daginn, og þá sagði hann þessa gullvægu setningu: "Já nú skreytum við ekkert hérna þetta árið!" Hann hefði alveg eins getað lamið mig, ekki hefði ég orðið meira gapandi. Yeah right, eins og ég skreyti ekki þó ég verði ekki hér akkúrat yfir jólin! Ég held það nú! Tilkynnti honum það líka að ég yrði örugglega með þeim fyrstu sem færi með reglustrikuna úti í gluggana upp úr miðjum nóvember! Skulum bara hafa það á hreinu! Sideways  

Annars sagði Ingibjörg sitt fyrsta danska orð í dag!! Svona allavega það sem við vitum og skiljum Wink Pabbi hennar sótti hana af leikskólanum í dag, hún kom heim og þá var agalega mikið að gera hjá henni að segja mér hvað hún hafði verið að gera yfir daginn. Ég sagði við hana að svo færi hún aftur á morgun að leika við krakkana og allt það. Hún alveg með á nótunum, kinkaði kolli og sagði "já, já, bæbæ i morgen"! Hún var sem sagt að segja það sem fóstrurnar segja alltaf þegar hún fer, eða: "vi ses i morgen." Ég sagði það einmitt til að prófa hana, hvort það væri virkilega þetta sem hún var að segja, og það passaði. Hún sagði alltaf "já i morgen!" Veit svei mér þá ekki hvað mér finnst um þetta Errm Blessað barnið fer bráðum að tala dönsku...

Mjög fínt í þrifunum á föstudaginn Smile Fer sennilega aftur á morgun og svo spilum við þetta bara af fingrum fram. Verð sennilega 1-2 svar í viku. Kom Heimi í vinnu hjá þeim líka, hann fer í ljósamálin á heimilinu. Aldeilis fínt.

Ein í lokin af okkur mæðgum í Tivolí.

Sept 154

Gullkorn dagsins:

Sumt fólk kennir áhyggjum sínum að synda í stað þess að drekkja þeim.

Mark Twain 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Guð minn góður! Vissi maðurinn virkilega ekki að ÞÚ myndir samt skreyta? *andköf*hneyksl*

Við verðum fínar í nóvemberlok með reglustikurnar Ég slepp reyndar kannski við stikuna í ár þar sem ég var svo sniðug síðast

En ohhh sætasta sæta í cintamani...

Smill (IP-tala skráð) 17.9.2007 kl. 22:18

2 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Varstu ekki búin að ákveða í fyrra að taka að þér að skreyta fyrir fólk? Þú skreytir gluggana þína fyrst og svo bankarðu uppá hjá nágrönnunum og býður fram þjónustu þína. Mig minnir þú hafa sagt að þú ætlaðir að tala við fólkð á ensku!

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 18.9.2007 kl. 08:29

3 identicon

Ohhh hlakka svo til, var einmitt að ræða þetta við Hermann um daginn, hann var ekki á því að skreyta allt í byrjun desember. Sjáum hvað setur!  Nú þarf að hugsa allar skreytingar uppá nýtt í nýju húsi.

Júlía Rós Atladóttir (IP-tala skráð) 20.9.2007 kl. 08:26

4 identicon

Þú ert eitt það mesta jólabarn sem ég veit um og mér þykir vænt um þig fyrir það-ekki breytast takk fyrir takk.

Ég skil þig svo afskaplega vel þegar þú talar um Ingibjörgu og dönskuna. Það er skrýtið þegar börnin manns fara að tala annað tungumál en íslenskuna þrátt fyrir að það sé tungumálið sem ræður ríkjum þar sem þau búa. Eitt get ég ráðlagt þér;láttu dönskuna koma því þá á hún auðveldara með að aðlagast EN haltu íslenskunni miklu betur að henni með því að LÁTA hana horfa á íslenskt sjónvarpsefni, hlusta á ævintýri, lesa fyrir hana, syngja fyrir hana. Svo seinna meir þá geturðu búið til reglur; inni á heimilinu er það íslenska en úti við danskan. 

Ég er örugglega ekki að segja þér neitt sem þú veist ekki en mundu samt að þetta er erfitt því þú ert í svo miklum minnihluta. Ekki gefast upp. Ég er mjög ströng á íslenskt mál hér og þó er ég alein með málið. Þetta er hægt ef þrjóskan og viljinn er fyrir hendi.

Fyrirgefðu langlokuna en þetta er mér bara svo mikið hjartans mál.

Hafðu það gott, Svanfríður.

Svanfríður (IP-tala skráð) 21.9.2007 kl. 16:36

5 identicon

Hæ pæ.

Nú hef ég ekki verið í bandi svo lengi að ég kem alveg af fjöllum???

Hjá hverjum ertu að fara að þrífa?

Væri sko til í að hafa þig með mér í nýja húsinu að þrífa:-)

Erum sem sagt flutt::-)bara dásamleg.

Hlakka til að hitta ykkur eftir ca. 85 daga miða við talningu jólanna:-)

kv. Guðlaug

Guðlaug (IP-tala skráð) 22.9.2007 kl. 20:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Úrsúla Manda
Úrsúla Manda

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 711

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband