Leita í fréttum mbl.is

Hitt og þetta

Þá er ég búin að taka mér vikufrí frá blogginu, svo nú er best að hefjast handa á ný. Langaði að deila þeim gleðifregnum með ykkur að við skötuhjú erum að fara að fjölga mannkyninu!! Já ég er semsagt ófrísk og er að detta í 15 vikuna. Þá viti þið það Wink Ég er sett um miðjan júlí, 11. 12. eða 14. eru þær dagsetningar sem ég hef heyrt, en ég hef ákveðið að eiga 8. júlí. Við sjáum svo til hvernig það fer, allavega tók Ingibjörg ekkert mark á mínum óskum og beið í nákvæmlega 2 vikur framyfir settan tíma. Ég fór í hnakkaþykktarmælinguna fyrir sunnan í síðustu viku og kom allt vel út, svo nú er bara að bíða og hlakka til Smile 

Já ég er komin aftur heim til Neskaupstaðar. Það gengur svo vel hjá Heimi að pakka niður og ganga frá öllu að hann náði að snúa mér frá því að koma. Og ég er sko bara sátt að losna við þetta stúss Smile Pabbi hans fór út og er að hjálpa honum, svo hann er nú ekki aleinn blessaður. Vonandi kemst hann bara sem fyrst heim! Við fáum afhent 1. feb, ótrúlega stutt í það, og er ég mjög spennt Grin

Það var mikið að gera í Reykjavíkinni eins og alltaf. Mikið um að vera í skólanum, en samt alltaf gaman. Ég hafði það gott í Vogunum og náði að hitta hina og þessa. Við Sigurlaug áttum góðan eftirmiðdag saman og enduðum á Fridays. Við erum ekki mikið fyrir að breyta til Tounge Eins eyddi ég degi með Heiðu, kíktum í Smáralindina og átum góðar pizzur.

Ég held samt að ég fari ekki lengra en til Egilsstaða næstu tvo mánuðina eða svo. Nenni ekki þessum þvælingi lengur! Um miðjan mars verður svo seinni staðlotan, svo þá er næsta ferð suður.

Kristjana á afmæli í dag... til lukku mín kæra Wizard 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

já þá er það orðið opinbert... gott að allt leit vel út. Heppin að sleppa við að fara út að pakka.. held að það sé það allra leiðinlegasta sem ég geri að pakka niður dótinu mínu fyrir flutning :( ojoj allt annað að koma sér fyrir. Sé þig á röltinu bráðlega, gangi þér vel að læra. kkv.

Salný (IP-tala skráð) 15.1.2008 kl. 08:59

2 Smámynd: Díana Dögg Víglundsdóttir

Vá hvað þetta eru æðislegar fréttir innilega til hamingju og gott að heyra að allt gengur vel. Bíddu afhent 1. feb, ég gleymdi alltaf að spyrja þig hvert þið væruð að flytja!!

Bið að heilsa og gangi þér vel

Díana Dögg Víglundsdóttir, 15.1.2008 kl. 09:05

3 identicon

Enn og aftur til lukku með bumbuna . Ekki slæmt að sleppa við að pakka niður...getur bara byrjað strax að raða inn í nýja húsið í huganum.

Smill (IP-tala skráð) 15.1.2008 kl. 09:33

4 identicon

þetta er svo frábært! Knús:)

Jóhanna (IP-tala skráð) 15.1.2008 kl. 14:37

5 identicon

Nú er eins gott fyrir mig að vera dugleg að fylgjast með ykkur úr því að þú ert búin að yfirgefa mig frá Baunalandi ;( Strax farin að hlakka til að hitta þig í mars, verð að mæta svo ég fái að sjá bumbuna....

Risaknús Hlín

Hlin (IP-tala skráð) 15.1.2008 kl. 18:04

6 identicon

Til hamingju með bumbubúann, náði ekkert að hitta á þig í lotunni, frétti bara eftir á að það væri ólétta að ganga í E-hópnum Vonandi hitti ég ykkur eitthvað næst. EN enn og aftur til hamingju með allt saman, bumbuna, húsið og flutningana. Hafið það sem allra allra best. Þangað til næst

Hulda í eyjum

Hulda Birgis (IP-tala skráð) 15.1.2008 kl. 18:19

7 Smámynd: Úrsúla Manda

Takk fyrir stelpur mínar

Úrsúla Manda , 15.1.2008 kl. 22:24

8 Smámynd: Guðmundur Rafnkell Gíslason

Frábært! Til lukku með þetta allt.

Guðmundur Rafnkell Gíslason, 16.1.2008 kl. 12:18

9 identicon

TIl hamingju elsku ÚRsúla og fylgifiskar. Yndislegar fréttir. 17 júlí er nú aldrei slæmur skohhh!

Hlakka til að fylgjast með.

Svanfríður (IP-tala skráð) 16.1.2008 kl. 14:46

10 Smámynd: SigrúnSveitó

Til lukku með bumbubúann.  Yndislegt!

SigrúnSveitó, 16.1.2008 kl. 15:37

11 Smámynd: Úrsúla Manda

Takk enn og aftur öllsömul

Úrsúla Manda , 16.1.2008 kl. 23:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Úrsúla Manda
Úrsúla Manda

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband