Leita í fréttum mbl.is

Vetur konungur

Ég get nú alveg sagt ykkur það að það er langt síðan að ég hef upplifað svona vetur eins og er núna. Ég hef auðvitað ekki verið hér fyrir austan á þessum tíma síðan ég veit ekki hvenær, en svona vetur hefur ekki verið í borginni svo ég muni. Núna er þetta eiginlega svona eins og var svo oft þegar ég var krakki. Að vísu eru ekki húshæða-háir skaflar, en skaflinn hérna úti á palli og víðar er sko ágætlega hár! Mér finnst þetta nú bara svolítið notalegt verð ég að segja.

Takk öllsömul fyrir kveðjurnar við síðustu færslu Kissing Það gengur vel hjá okkur í íbúðinni, erum búin að mála og nú vantar bara búslóðina. Vonandi fáum við hana á morgun, það er, hún er komin á Seyðisfjörð svo vonandi verður nú hægt að ná í hana. Að það verði ekki allt ófært Wink

Jæja ég er að hugsa um að fara að snúa mér að verkefninu í aðferðafræði. Mikið er það leiðinlegt!!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hlakka til að koma og sjá húsið ykkar, vonandi er ekki langt í það. Sá myndir frá Eskifirði í gær og enginn smá snjór, örugglega langt síðan þetta hefur verið svona. Það er alveg skelfilega kalt hérna, brrrrrrr.

Júlía Rós (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 08:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Úrsúla Manda
Úrsúla Manda

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 694

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband