Leita í fréttum mbl.is

Gleðilega páska

... öllsömul. Páskarnir hér hjá okkur hafa einkennst af inniveru og bólum! Já Heimir var svo "heppinn" að ná sér í hlaupabóluna af dóttur sinni. Þetta er bara ógeðslegt í einu orði sagt. Óska engri fullorðni manneskju þetta. Annars er Ingibjörg orðin nokkuð hress, hitalaus og allar bólur orðnar þurrar, bara svona hrúður/sár eftir á verstu stöðum. Hún fékk bóluna ekki vægt eins og ég hélt að yrði og fór hún verst út úr þessu á andliti, höfuðleðrinu og baki. Ég fékk algjört áfall þegar ég kom heim úr borginni á miðvikudagskvöldið og sá þau feðginin. Heimir búinn að vera hundlasinn og er það eiginlega enn. Allur í bólum og klæjar stanslaust. Ekki skemmtilegt semsagt! Ég er hinsvegar hin hressasta (svona fyrir utan geðheilsuna Wink ) og er svo heppin að vera búin að fá hlaupabóluna sem krakki, svo það var ekkert að óttast. Finnst ágætt að Ingibjörg sé búin með þetta áður en barnið kemur.

Nóg er af páskaeggjunum hér á bæ. Ingibjörg opnaði tvö í morgun og nartaði í innvolsið. Hún er nú mest spennt fyrir því, og svo páskaungunum. Ég opnaði eitt og þá eigum við 4 egg eftir og þar af 2 númer 6! Það verða því til egg hér frameftir sumri grunar mig. Fengum eitt Góu egg og eitt Freyju egg, erum hvorugt búin að opna, en rest var svo Nói. Alltaf finnst mér hann nú góður, en það verður gaman að smakka hin svona til tilbreytingar.

Annars var gaman í Reykjavíkinni. Ég náði að gera flest af því sem ég ætlaði mér á þessum litla tíma sem ég hafði aflögu. Var mikið í skólanum og gekk vel með öll þau verkefni sem ég þurfti að flytja. Ég fór auðvitað á Quiznos (2x), við Heiða fórum á Ruby Tuesday og í ísbúðina á Hagamel/Melhaga. Við Sigurlaug náðum svo að eyða tíma saman á þriðjudeginum og gátum afrekað ýmislegt á tveimur klukkutímum! Meðal annars kíktum við örstutt í Smáralindina og svo í Ikea. Fórum svo og átum á Pítunni. Jammí! Langt síðan við höfðum farið þangað, svakalega góðar píturnar þarna maður lifandi! Ég hefði átt að taka eina auka með og færa þeim í Egilsbúð Tounge 

Ég er enn að fikra mig áfram í litavalinu á síðunni. Þið afsakið þetta "rask" Grin Hugsa að ég láti staðar numið í bili. Er nokkuð sátt við þennan skæra bleika lit. Kannski ég hringli eitthvað í hinum litunum, var eitthvað að vesenast með fjólubláa litinn.

En jæja, ég er komin upp í rúm. Ætla að horfa á eins og einn Brothers & sisters og prjóna fyrir svefninn. Eigi þið ánægjulegan annan í páskum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gleðilega páska til ykkar sömuleiðis.

Aumingja Heimir að fá hlaupabóluna. Hef einmitt heyrt að það sé hrikalegt fyrir fullorðna.

Góða ísbúðin er á Hagamel (þar er líka Melabúðin og mapa búa þar). Melhagi byrjar á útkeyrslu við Hagatorg með Melaskóla á hægri hönd og Neskirkju á þá vinstri, svo íbúðarhúsnæði til enda, við Hofsvallagötu. Sem sagt, ísbúðin er á HAGAMEL:)

Jóhanna (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 00:48

2 identicon

Gleðilega páska, elsku páskaeggja grísinn minn.  Þú ert alveg milljón og það sem er enn krúttlegra er að þú ert þegar farin að telja niður til jóla...  Þú ert svo mikil dúlla - Hrútspungar - Nóa páskaegg og jól = Úrsúla Manda.  Alla vega fær þetta þrennt mig til að hugsa til þín.

 Annars er ég komin með eitt gott.  Sko ef þú segir mér ekki kynið á barninu þínu þá.............sendi ég þér fullan kassa af glimmeri...  Ég veit að þú hatar það....híhíhíhí.

Annars er stóri dagurinn hjá mér 20.09.08 sum sé 2009-2008 og þá verður þú, elskan mín,  gjörsamlega með barn á brjósti og alveg á floti í því..., en ég skal þjóna í þinni ekki málið.

Farðu vel með þig, kella mín

Jenný (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 02:47

3 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Gleðilega páska þó seint sé. Mikið var gott að sjá þetta lífsmark á síðunni hjá þér - ekki sé ég það á gluggunum hjá þér! Hef svo sem verið viss um að veikindi væru í bænum. Borðaði eitt páskaegg á föstudaginn langa hann var svo helv... langur að ég var að reyna að stytta hann með páskaeggi!

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 24.3.2008 kl. 08:25

4 identicon

Allt annað að sjá síðuna núna kann betur við þennan skæra lit,er alveg þú. Tek undir orð Jennýar þú ert alveg brill í sambandi við þessa daga.

Knús Dísa 

Hanna Dísa (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 10:55

5 identicon

Gleðilega páska á Norðfjörðinn :)

Hheheheh þú hefðir átt að hlægja meira að mér Úrsúla þegar ég sagðist hafa fengið hlaupabóluna tvítug....nú er Heimir greyið að nálgast þrítugt!!!!! þetta er bara ömurlegt sko

kv frá Egs.

Heiða Árna (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 10:57

6 identicon

Gleðilega páska :)

Ég fékk hlaupabóluna 9 ára að mig minnir og fannst það alveg nógu vont. Get ekki ímyndað mér að það sé gott að fá hana svona mörgum árum seinna en það. Batnaðarkveðjur á heimilið.

Þar sem að orðið á götunni er að þú sért leiðréttingakona fæ ég engan móral yfir því að leiðrétta tvennt sem systir mín sagði (búin að vera svo lengi í útlöndum að hún er farin að gleyma...):
a) Mamma og pabbi búa ekki í Melabúðinni, bara við sömu götu :) (meira kannski útúrsnúningur en leiðrétting)
b) Melhagi kemur ekki út frá hringtorginu heldur Neshagi. Melhagi sprettur hálfpartinn út frá Melaskóla í áttina að Vesturbæjarlauginni.

Ég er sem sagt ein af laumulesurunum sem þú lýstir eftir um daginn.

Dagbjört (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 18:11

7 Smámynd: Úrsúla Manda

Trúðu mér, Jóhanna, þrátt fyrir þessar góðu útskýringar að þá á ég pottþétt eftir að gleyma við hvaða götu ísbúðin stendur, það er bara ekki fræðilegur möguleiki að ég geti munað það. Og Dagbjört, gaman að sjá þig hérna og takk fyrir leiðréttingarnar  kvittaðu sem oftast!

Já Heiða mín, ég hugsaði einmitt til þín að ég hefði átt að gera meira grín af þér  En það er samt lúmskt fyndið að fá þetta þegar maður er kominn á fullorðinsaldur!  

Jenný, ég byrja að telja niður til næstu jóla yfirleitt strax eftir áramót. Og mér finnst það bara ofureðlilegt  Fínn dagur til að gifta sig, nei sennilega mæti ég nú ekki. Og já, ef þú lætur verða af þessu með glimmerið, þá tala ég aldrei við þig aftur! Svo einfalt er það nú

Úrsúla Manda , 24.3.2008 kl. 18:48

8 identicon

Þvílíkt rugl í mér þarna fyrir ofan. Eins gott að það er fólk í prófarkarlestri fyrir mann:D

Jóhanna (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 23:38

9 identicon

Mjög flott útlit á síðunni. Ánægð með þig. Auðvita á mamma bleika barnsins að hafa síðuna sína bleika -  en ekki hvað ;)

Flissa ennþá að því reglulega þegar Pétur bróðir fékk hlaupabóluna eldgamall. Lá ótrúlega vesældarlegur uppi í sófa með bólur á augnlokunum. Óborganlegt.

Svo skil ég ekki hvernig er hægt að fara í Ikea og eitthvað fleira á tveimur tímum. Ráfaði þarna inn um daginn og það tók sko mun lengri tíma. Uppgefin þegar ég kom út og ætla ekki í þessa búð aftur í bráð.

Þoka (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 15:53

10 identicon

Ég fékk einmitt hlaupabóluna þegar ég var 26 ára og komin 23 vikur á leið með Sigrúnu Sól. Ég man ekki eftir að hafa orðið jafn veik fyrr né síðar. Ég borðaði eins mikið af verkjatöflum og ég mátti.

Annars bið ég bara að heilsa öllum heima (mikið öfunda ég þig). 

Þórey Leifs (IP-tala skráð) 26.3.2008 kl. 08:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Úrsúla Manda
Úrsúla Manda

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 698

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband