Leita í fréttum mbl.is

Fyndið

Nú man ég eitt hrikalega fyndið svona í miðjum prófalestri og ætla að segja ykkur frá því meðan ég man það.

Ingibjörg er ægilega hrifin af Eurovision laginu, sem hún kallar Life og finnst æði að horfa á þau syngja á Youtube til dæmis. Við vorum svo að horfa á þessa hræðilegu fyrstu æfingu þeirra þarna úti, og Friðrik Ómar er svolítinn tíma einn á sviðinu áður en Regína birtist í Siggu Beinteins kjólnum sínum. Jæja Ingibjörg horfir spennt á þetta og segir svo allt í einu: Hvar er mamm'ans? LoL Ég ætlaði að urlast úr hlátri. Svo birtist nú mamman þarna eftir að hafa læðst um á sviðinu og þá varpaði hún öndinni léttar og sagði: Þarna er hún Grin Ég gjörsamlega veinaði!

Jæja ætla að halda áfram með lesturinn. Var voða dugleg í gær og það sem af er deginum í dag, svo ég ætla rétt að vona að ég nái þessu prófi! Aðferðafræði og menntarannsóknir... hverjum dettur eiginlega í hug að læra þetta?! Bara leiðinlegt! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Smilla

Áiiii...datt næstum af stólnum þegar ég las "hvar er mamm´ans?" - hrikalega fyndin skvísa.

Smilla, 15.5.2008 kl. 16:36

2 identicon

Ekkert bloggað um prófið, hvernig gekk?

Júlía (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 22:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Úrsúla Manda
Úrsúla Manda

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 705

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband