Leita í fréttum mbl.is

Komin aftur

Jamm það er langt síðan síðast. Gott að taka sér smá pásu. Ætla ekki að tala um það sem er í ÖLLUM fréttum ALLTAF, ALLA daga. Nenni því ekki.

Í þessum skrifuðu orðum eru allir fjölskyldumeðlimir sofnaðir nema ég. Meira að segja kötturinn liggur upp við mig og andar djúpt. Ég sit hérna frammi með kertaljós og er að horfa á Sex in the City. Sunna lánaði mér allan pakkann en ég hef aldrei séð þetta allt, bara þátt og þátt. Er komin á seríu 2 og finnst þetta hin besta skemmtun. Júlía Rós sendi mér 20 ára afmælisútgáfu Opruh um daginn og það var ÆÐI! Grét nú úr mér augun á köflum. Oprah er mögnuð. Nú langar mig að sjá allar 24 seríurnar og Will & Grace.

Ég var í vettvangsnámi í síðustu viku. Mjög gaman, fer aftur í nóvember. Er enn og aftur búin að skipta um kjörsviðið. Ætla að taka almenna kennslu - miðstigið. Þar er komið inn á flest það sem kennt er, tveir áfangar í íslensku, tveir í stærðfræði *hóst*, náttúrufræði og samfélagsfræði. Held að þetta sé rétt ákvörðun hjá mér, ég get þá bara tekið meira í íslensku eða öðru ef mér líst svo á. Kvíði reyndar stærðfræðinni en ég tek á henni, redda mér hjálp ef ég þarf á því að halda.

Ætli það sé ekki best að skríða í bælið, lesa smá. Njótið sunnudagsins!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Smilla

jiiiii, manni bregður hálfpartinn við að sjá þig hér eftir 12

Smilla, 12.10.2008 kl. 05:36

2 Smámynd: Úrsúla Manda

SIGURLAUG... 05:36!!!??? Afhverju í andsk... varstu vakandi þá?!

Úrsúla Manda , 12.10.2008 kl. 12:06

3 Smámynd: Smilla

hehh*hóst*...var að skríða heim af djamminu

Smilla, 12.10.2008 kl. 13:02

4 identicon

Velkomin aftur :-)

Þóra Matthildur (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 15:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Úrsúla Manda
Úrsúla Manda

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 736

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband