Leita í fréttum mbl.is

Laugardagskvöld

Ætla að minna ykkur á það að eftir tvo mánuði verður komið jóladagskvöld! Eftir nákvæmlega tvo mánuði verð ég upp í rúmi að lesa góða jólabók. Ohh hvað mig hlakkar til. Hugsið ykkur, aðeins 60 dagar til jóla! Jibbý LoL 

Búið að vera nóg að gera hjá okkur í dag. Ingibjörg byrjaði daginn í íþróttaskólanum (eða íþróttaÁLFAskólanum eins og hún kallar þetta) og svo fórum við í tvö afmæli. Byrjuðum hjá Degi Þór og enduðum hjá Írisi Ósk. Þvílíkar kræsingar á báðum stöðum, svo það má því segja að við séum að springa! Á morgun er það svo sunnudagaskólinn með ömmunni og á mánudaginn er frí í leikskólanum, svo ætli það verði ekki afslöppunardagurinn.

Ég er loksins að komast aftur í lesgírinn, ég datt alveg úr honum eftir að ég átti. Er að fara að byrja á nýjustu bók Lisu Marklund, Lífstíð. Finn samt að mér finnst svolítið óþægilegt að lesa mikið af spennusögum, það fer ekki vel í mig - getum orðað það svoleiðis Wink Þyrfti að ná mér í eina góða ævisögu inn á milli. Annars á ég enn eftir að lesa Áður en ég dey og Kona fer til læknis. Þær eru aldrei inni á bókasafninu svo ætli ég endi ekki með því að kaupa mér þær! Ég skráði mig nú í enn einn bókaklúbbinn um daginn. Myndi segja að bækur væru minn veikleiki, stenst þær bara ekki. En þessi klúbbur heitir Handtöskuserían. Er búin að fá eina bók frá þeim sem heitir Beðmál í borginni Smile Jújú hin eina sanna Sex in the City. Ég minntist nú á það um daginn við Heimi að ég þyrfti að fara að skrá Ármann Snæ í bókaklúbb, svona eins og Ingibjörg er í, en ég fékk frekar dræmar undirtektir. Spurning um að hunsa þær bara Grin

Ferlega finnst mér þátturinn hennar Ragnhildar Steinunnar skemmtilegur. Maður kemst alveg í gírinn. Fannst æði að hlusta á Pál Óskar síðasta laugardag, hann er svo frábær.

Jæja, ætla að fara að prjóna og horfa á Sex in the City.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er ekki skrýtið að þú hafir ekkert verið að lesa, ertu ekki búin að liggja yfir sjónvarpinu :) Mig langar að lesa ævisöguna hans Erick Clapton. Mmmmm við erum að fara í barnaafmæli á eftir :)

Júlía (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 13:09

2 identicon

Sammála með þáttinn hennar Ragnhildar, Birgitta var æði í gær.

Júlía (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 13:10

3 identicon

Þú verður að lesa Kona fer til læknis, hún er frábær. Áður en ég dey, allt í lagi.

Hulda Elma Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 13:49

4 identicon

Þú ert flott Úrsúla,alltaf í jólastuði allt árið,hehehe..... Ragga frænka  kann að fá fólk til að tala,enda líka af Urðarteigsættinni í Berufirði eins og ég !!! Flottir þættir hjá henni,sammála þér Úrsúla.

Hertoginn á Bjarti NK (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 00:02

5 Smámynd: Smilla

58 dagar! BARA 58 dagar til jóla....*ískrrr*

Smilla, 27.10.2008 kl. 08:11

6 identicon

Eru bókaklúbbar til sem eru með þessar bækur?

Svanfríður (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 16:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Úrsúla Manda
Úrsúla Manda

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 709

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband