Leita í fréttum mbl.is

Stóri strákurinn minn =)

(Og þá er ég ekki að tala um Heimi). En já það má sko með sanni segja að litli/stóri strákurinn minn dafni vel. Var með hann í skoðun í morgun og er hann orðinn 8,8 kg *hóst* og 68 cm, 4ra mánaða! Grin Hann hefur því "aðeins" þyngst um 800 gr. á 5 vikum, í staðinn fyrir kg eða meira á mánuði eins og hann gerði Tounge Hann er því farinn að taka þetta aðeins meira út í lengdina, sem er bara gott mál. Þegar Ingibjörg var ársgömul þá var hún 8,8 kg!! Eigum við að ræða þetta eitthvað Wink

Ég er að fara á Frostrósir á Eskifjörð núna 6. des. Mikið hlakka ég til. Get ekki beðið eftir að heyra þær taka lagið "Hugur minn fer hærra, hjartað það berst í brjósti mér..." veit ekki hvað það heitir Wink Jii ég fæ alveg gæsahúð við að hugsa um það. Sagði nú við Ragnhildi að hún mætti búast við því að ég sæti grenjandi alla tónleikana. Æji það verður þá bara að hafa það - ég tek bara með mér tissjú. 5. des förum við svo á jólahlaðborð í "nýrri" Egilsbúð, með vinnunni hans Heimis. Hlakka til þess.

Föstudagspizza, Logi í beinni í kvöld og auðvitað kemur mamma til okkar. Íþróttaskóli og sunnudagaskólinn um helgina, annað ekki planað. Góða helgi öllsömul.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jeminn eini.....já þungur er hann...greinilega gott að borða súkkulaði við brjóstagjöfina

Heiða Árna (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 14:50

2 Smámynd: Úrsúla Manda

Jæja segðu! Ætli þetta sé ekki helv.. Rommy-ið!!

Úrsúla Manda , 21.11.2008 kl. 14:56

3 Smámynd: Jóhanna Ásdís Magnúsdóttir

Það er aldeilis að strákurinn er á eðal fæði!! Litla snúllu frænka mín sem ég er að passa er að verða 9 mánaða og er rúmlega 8kg held ég..er rommý ekki rjóma súkkulaði?? híhí...knús Dísa

Jóhanna Ásdís Magnúsdóttir, 21.11.2008 kl. 22:06

4 identicon

Hann slær mínum báðum út og það gerist nú ekki oft ;-) Hahahahahah mér finnst hann bara flottur :-)  Við erum greinilega ekki með neitt "guttl" í brjósunum heldur bara RJÓMA ;-)

Þóra Matthildur (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 10:55

5 identicon

Alveg er það magnað hvað hann er stór, þegar Friðgeir var 4ra mánaða var hann 9,1 kg og 68 cm. Þetta eru rosa boltar hjá okkur. Svipað plan hjá okkur um helgina og svo er það Björgvin 6. des :)

Júlía (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 13:52

6 identicon

Vó!!! Það er ekkert slor í brjóstunum á þér Úrsúla mín!! Ég á ekki til orð...
Mínir pjakkar voru í 6 mánaða skoðuninni "bara" rúm 7 kíló og 66 cm... Segi ekki meir! ;)
En flottur strákur engu að síður.

Laufey (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 18:21

7 Smámynd: Úrsúla Manda

Já hvað ætli ég sé með í brjóstunum?!?!  Ætli þetta sé önnur formúla en þegar ég var með Ingibjörgu?!

Úrsúla Manda , 22.11.2008 kl. 22:28

8 identicon

Hann slær mínum alveg út, þó þau hafi nú verið boltar!! Flottur er hann, það er sko alveg á hreinu.

Langar einmitt þvílíkt á Frostrósir og langar að taka Írisi Ósk með mér, veit reyndar ekkert hvort það sé sniðugt, en hún myndi dýrka það að fara á svona tónleika

Brynja (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 20:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Úrsúla Manda
Úrsúla Manda

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 715

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband