Leita í fréttum mbl.is

Þvottur

Ég var að geyspa golunni hérna fyrr í kvöld, þurfti svo inn til Ármanns til að gefa honum og sofnaði auðvitað. Svo núna eftir ca. hálftíma svefn, er ég alveg til í allt!

Fór að hugsa um þvottamál í dag þegar ég var að brjóta saman þvott og beið eftir að vélin kláraði sig. Sumir hafa einn þvottadag í viku en aðrir þvo bara jafnóðum. Ég er svona meira í þeim gírnum, þvæ 1-2 vélar á dag og einstaka sinnum tek ég einn dag frí. Man þegar ég var ein og bjó á Austurströndinni... þá þvoði ég tvær vélar ca. einu sinni í viku, ef það náði því þá, stundum voru þetta tvær vélar á tveggja vikna fresti! Alveg finnst mér það nú magnað og fyndið að hugsa til þess svona miðað við hvernig staðan er í dag Wink Verst hvað mér finnst leiðinlegt að brjóta saman þvottinn og ganga frá honum... finnst nefnilega mjög gaman að setja í vélina og hengja upp.

Já þetta eru svona pælingar dagsins hjá mér Tounge

- Við erum öll landkönnuðir í lífinu - hvaða leið sem við höldum.

Friðþjófur Nansen


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já ég er svona í sama gírnum og þú með þvottinn...þvæ amk 1 vél á dag þegar ég kem heim úr vinnu og tek svo annað slagið þvottafrían dag. Palli brýtur helst ekki saman þvottinn þannig að það lendir alltaf á mér og ég væri sko alveg til í að sleppa við það annað slagið. Ég hef oft hugsað það ef að maður ætti yfir 300 fm hús þá myndi ég nýta eitt herbergi sem rosa stóran fataskáp fyrir alla fjölskylduna. Þá færi maður bara með þvottinn á einn stað og gengi frá honum. Lúxus??!! En ég nenni samt ekki að eiga 300 fm hús ;) hehhehehe

Heiða Árna (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 08:30

2 Smámynd: Smilla

Er í sömu pælingum. finnst voða leiðinlegt að vera alltaf með þvott á snúrunni en kosturinn er að þá er alltaf allt hreint og gert jafn óðum. Hins vegar er voða fínt að sleppa við þvottavesen á hverjum degi og taka bara einn dag í þvott og þrif...gallinn á því er hins vegar að hafa ekki alltaf allt hreint...

en ætli maður haldi ekki bara áfram að láta þetta rúlla eins og það hefur gert síðustu ár...

Smilla, 8.1.2009 kl. 09:53

3 Smámynd: Smilla

ahh...gleymdi - mér finnst líka voða gaman að setja í vélina og hengja upp en að brjóta saman... OMG leiðinlegt! Hef leyst það vandamál að mestu með því að ég brjóti saman minn þvott og krakkanna (svona yfirleitt) og B. sinn. Svo virkja ég krakkana í að ganga frá um leið og ég brýt saman. Þeim finnst ekkert leiðinlegt að fá að hlaupa fram og til baka með þvottinn. Sannfærði sjálfa mig um að þetta væri afar þroskandi fyrir þau

Smilla, 8.1.2009 kl. 09:56

4 identicon

Ég gæti ekki safnað þvotti, ég þvæ frekar 2-3 hálfar vélar á dag...hef samt oft spáð í orkueyðslunni....en eins og ég sagði þá get ég bara ekki safnað óhreinum þvotti. Kv.Sunna

Sunna (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 00:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Úrsúla Manda
Úrsúla Manda

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 707

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband