Leita í fréttum mbl.is

Tíminn flýgur

Þá erum við fjölskyldan búin að vera hér heima síðan 15. júní. Sem sagt í 8 vikur og ekki veit ég hvað hefur orðið af öllum þessum tíma!? Þegar ég kom þá hugsaði ég alltaf að ég yrði hérna í ALLT sumar, alveg í þvílíkt langan tíma en áður en maður veit af er komið að því að fara aftur út, en það verður eftir 3 vikur. Rosalega er þetta skrítið. Ég hlakka bara orðið til að fara út, þó mig kvíði líka fyrir. Það verður líka skrítið fyrir Ingibjörgu að vera ekki nálægt ömmu sinni og afa, því hún er jú búin að vera svo mikið með þeim, og það verður þeim sjálfsagt líka erfitt. En við höfum Skypið og svo komum við auðvitað aftur um jólin Smile 

Á sunnudaginn eftir rúma viku verður svo haldið til borgarinnar með ömmu og afa. Það er þéttskipuð dagskráin, við Júlía Rós erum búnar að plana Ítalíuferð og svo fer ég auðvitað til þeirra í Vogana. Helenu ætla ég að reyna að hitta og svo auðvitað Sigurlaugu. Eigum bara eftir að finna tíma. Spurning hvort ég hafi nokkurn tíma fyrir skólann? Wink Jú ég er yfirleitt búin á milli 14 og 15, svo eitthvað ætti ég að geta gert. En Sigurlaug, hvernig litist þér á miðvikudag og jafnvel LÍKA fimmtudag í að shoppast og borða?

Ég er orðin ofur spennt að byrja í skólanum. Fæ samt annað slagið kvíðahnút í magann að vera að byrja aftur í skóla, því síðast var ég í skóla 2003! Kvíði því líka að vera að fara í fjarnám, veit ekki hvernig mér mun finnast það. En það kemur allt í ljós, vonandi bara gengur þetta. Ætla ekki að mála skrattann á vegginn áður en þetta byrjar.

Fór ekki snemma að sofa í gær og ekki heldur núna. Gott að það er að koma helgi.

Annað gullkorn dagsins:

Hver mínúta, sem þú sóar í að vera argur, er 60 sekúndur sem þú hefðir getað notið og látið þér líða vel.

(Róbert Stolz)

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já mér finnst þú vera nýkomin til landsins. Hvernig gengur með Ólaf Jóhann, þú verður að lesa Slóð fiðrildanna eftir hann, mér finnst það besta bókin hans.  Inga systir gaf mér bókasafnskort í afmælisgjöf í gær, brilljant gjöf!

Júlía Rós (IP-tala skráð) 10.8.2007 kl. 08:11

2 Smámynd: Úrsúla Manda

Já þú átt hana örugglega er það ekki? Fæ hana hjá þér. Er ekki byrjuð á Óla, ætla að reyna að klára hina fyrst. Bara flott gjöf!!

Úrsúla Manda , 10.8.2007 kl. 08:20

3 identicon

Bara trjú ár! Hvat heldurdu sé langt sídan ég var? Sakna ykkar pínulítid.

Eg. (IP-tala skráð) 10.8.2007 kl. 10:54

4 identicon

Er mjööög spennt og mið/fim er æðis-plan

Smill (IP-tala skráð) 11.8.2007 kl. 14:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Úrsúla Manda
Úrsúla Manda

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 733

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband