Leita í fréttum mbl.is

Helgin kærkomin

Já mikið er ég nú fegin að það sé komin helgi... eiginlega búin að þrá það síðan á miðvikudag. Og í dag vann ég síðasta daginn sem innkaupastjóri Heilbrigðisstofnunnar Austurlands. Allt búið að ganga vel og finnst mér þetta mjög skemmtilegt. Reyndar alveg nóg að gera og rúmlega það og ekki veitti af eins og hálfri manneskju með, en það er víst ekki í boði. Líka svo gaman að maður skiptir reglulega um umhverfi, er ekki alltaf á saman staðnum, en einu sinni í viku þarf maður að fara yfir á firðina, Eskifj. Reyðarfj. og Fáskrúðsfj. Einnig finnst mér svaka gaman að vinna á sjúkrahúsinu, alltaf nóg af fólki og bara ferlega skemmtilegt. Ég hef oft velt hjúkkunáminu fyrir mér, en einhvern veginn held ég að ég gæti það aldrei... en samt finnst mér það svo spennandi Smile Kannski að ég fari í hjúkkuna þegar ég verð búin með kennarann Tounge Á mánudaginn fer ég svo upp á deild að leysa af sem móttökuritari.

Það á að skíra litla Símon á morgun. Séra Svavar mætir auðvitað á svæðið til þess. Ég er mjög spennt að vita nafnið, er með nokkur í huga, svo það verður gaman að heyra það Wink Veit ekki hvort Heimir komist með, en hann er búinn að vera hundveikur bæði í gær og í dag. (Alveg yrði það nú týbískt að hann myndi smita mig fyrir borgarferðina... Guð náði hann ef svo fer!!) En hann fer nú vonandi að hressast.  

Ætla snemma í rúmið... "hóst", það er ekki eins og ég hafi ekki sagt þetta áður Wink Góða helgi öllsömul!

Gullkorn dagsins:

Snú andliti þínu mót sólinni - þá sérð þú ekki skuggana.

(Helena Keller)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Viltu smsa nafninu á mig á morgun?

Júlía Rós Atladóttir (IP-tala skráð) 10.8.2007 kl. 23:13

2 Smámynd: Úrsúla Manda

Geri það!

Úrsúla Manda , 11.8.2007 kl. 09:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Úrsúla Manda
Úrsúla Manda

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband